Vandamál nútímans má oft leysa með því að læra speki fortíðarinnar og fyrri kynslóða

Mikið hefur verið rætt og ritað um könnunina sem sýndi að skoðanafordómar eru langverstu fordómarnir á Íslandi. Á Hringbraut í gær kom fram tvennt sem ég vissi ekki og kom fram í sömu könnun en hefur fengið minni athygli, að þriðjungur þjóðarinnar telur að Djúpríkið stjórni pólitíkinni á Íslandi og svo að fjórðungur telur að flóttamannastraumurinn til landsins sé að grafa undan kristninni í landinu. Þannig að ekki eru íhaldssamar skoðanir eða þjóðernisskoðanir horfnar úr þjóðarsálinni, það er bara sama gamla sagan, að sumt er blásið úr í fjölmiðlum á meðan annað fær minni athygli sem er ekki síður áhugavert.

Þriðjungur þjóðarinnar er mjög mikið, sem telur að Djúpríkið sé ástæða fyrir spillingu og hversu illa gangi að hjálpa fátækum og jafnvel ríkum á þessu landi.

Ef misvitrir fjölmiðlamenn gætu bara skilið að þessi þriðjungur sem aðhyllist samsæriskenningar er frekar von og framtíðarljós landsins en þeir sem fylgja spillingunni, þá gæti komið betri niðurstaða úr viðtölum þeirra við hálærða og ólærða.

Við þurfum að fá andann og sálina aftur inní þjóðlífið og menninguna. Við þurfum að losna við vélræna fullkomnun reglugerða sem flækja lífið en gera það ekki auðveldara.

Sumir gera sér grein fyrir því að það er vandamál þegar báknið blæs út á kostnað frjálsrar samkeppni og lítilla fyrirtækja eða meðalstórra. Oft er notuð sú röksemd eða strámaður, þegar betur er að gáð, að hægrimenn vilji ekki gott heilbrigðiskerfi, að ríkið eitt geti sinnt slíkum störfum.

Það er nóg til af fólki á þessu landi sem vill vinna góðverk og hjálpa öðrum. Það sést vel á því hversu margir fara til útlanda að sinna hjálparstörfum, til dæmis. Þennan eiginleika þarf að virkja öðruvísi en í þágu ríkisins og risafyrirtækja erlendis.

Þegar talað er um einkarekna heilbrigðisþjónustu finnst mér hægt að brjóta þá hugmynd niður í margar einingar, og sumar ekki endilega hágróðaeiningar, heldur það sem myndi byggjast á hóflegri verðlagningu og meiri áherzla væri á þjónustu við eldra fólk og þá sem minna mega sín. Ég held nefnilega að það finnist margir sem vilji vinna gefandi vinnu, og vita að ekki er allt metið til fjár.

Mjög margt er gott við Ísland, en það er ákveðin tilhneiging til að stökkva á sama vagninn, hvort sem hann fer útí ófærur eða gróðalönd gullþorstans eða manngæzkunnar og mildinnar.

Sumir af þeim sem gagnrýna Sólveigu Önnu finnst mér gera það af öfund á hennar mannkostum, en öðrum finnst hún fara offari. Já, það er ekki laust við að þannig líti þetta stundum út að vísu.

Eitt af því sem má gagnrýna við íslenzka þjóðarsál er þegar fólki finnst það of fínt að vinna láglaunastörf. Ég er raunar á því að menntakerfið sé ein stór froða, því hvorki verður hamingjan meiri með aukinni menntun né gróðinn, nema stundum.

Á þessu ári ríkir hvirfilvindur á mörgum sviðum hjá mörgum þjóðum. Það er verðbólga, stríð í Evrópu, náttúruhamfarir, stríð á milli kynjanna og mótmæli eru víða.

Einar Oddur Kristjánsson og Þjóðarsáttin er nokkuð sem má ekki gleymast. Það er að minnsta kosti staðreynd að eftir Þjóðarsáttina komst á eitt mesta góðæristímabil sem sögur fara af á Íslandi, og vafalaust margar ástæður fyrir því, en Þjóðarsáttin þó stór partur af því dæmi sennilega.

En við erum ekki á þeim stað í þjóðfélaginu núna. Kröfur Eflingar og Sólveigar Önnu koma beint út Sósíalistaflokknum, þar sem Gunnar Smári Egilsson ræður miklu. Annar bloggari, Wilhelm Emilsson, fjallaði um pistil sem Sólveig Anna byltingarforingi í Eflingu ritaði í Kjarnann sáluga 19. ágúst 2021, en þar má lesa að hugmyndir Sólveigar Önnu eru alveg sambærilegar við þeirra sem eru í Sósíalistaflokknum, enda hefur hún verið á lista hjá þeim.

Ég hef reyndar oft hrifizt af málflutningi Gunnars Smára Egilssonar þegar hann hefur látið gamminn geysa á Útvarpi Sögu, enda er ég óflokksbundinn í eðli mínu og get fundið eitthvað gott og vont í öllum flokkum.

Allavega, þjóðin má ekki gleyma Einari Oddi Kristjánssyni og Þjóðarsáttinni.

Það er augljóst að verðbólgan étur af lægstu launum allra og kjararýrnunin er mikil þessa dagana. Þessvegna er eðlilegt að verkföll byrji á svona tímum.


mbl.is Óábyrgt hvernig deiluaðilar tala hvor við annan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 782
  • Frá upphafi: 129954

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 591
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband