Vinstri græn með 5,9% fylgi og meirihluti þeirra kjósenda hátekjufólk samkvæmt könnun, sagt frá í kvöldfréttum

Ekki er hægt að lýsa þessu öðruvísi en umpólun á vinstrivængnum og útskipting á kjósendahópnum hjá Vinstri grænum. Fyrrverandi sjálfstæðismenn og miðflokksmenn kjósa því Vinstri græna, en næstum allir þeirra fyrrverandi kjósendur eru komnir yfir á Samfylkingu, Pírata, Viðreisn og Sósíalistaflokkinn. Samfylkingin hirðir fólk af öllum hinum vinstriflokkunum.

Venstre í Danmörku er eins og nafnið gefur til kynna fyrrverandi vinstriflokkur sem er núna hægriflokkur eða miðjuflokkur. Stundum er hann talinn með helztu hægriflokkunum í Danmörku, eða þannig hafa sumir fréttamenn kynnt hann margsinnis.

Radikale Venstre eiga það sameiginlegt með Vinstri grænum að hafa verið flokkur herstöðvarandstæðinga upphaflega, en Róttæki vinstriflokkurinn danski var stofnaður 1905, sem klofningsframboð úr Venstre. Það átti sér stað þegar hernaðarandstæðingar voru reknir úr Venstre og stofnuðu Radikale Venstre. Minnir á Vinstri græna, sem spruttu uppúr Alþýðubandalaginu, Samtökum herstöðvaandstæðinga og Kvennalistanum.

Eins og kemur fram í DV: Fylgi DV er mest meðal hátekjufólks en minnst meðal lágtekjufólks, alveg þveröfugt við það sem áður var og liðsmenn flokksins tala um að sé stefna flokksins.

Staðan er þessi: Femínistar innan Sjálfstæðisflokksins kjósa frekar Vinstri græna og Katrínu en unga kvenráðherra Sjálfstæðisflokksins. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins má að hluta rekja til misheppnaðrar tilraunar til að yngja flokkinn upp með ungum kvenráðherrum og misskildum femínisma.

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn þurfa nauðsynlega að sameinast eftir þessi tvö kjörtímabil, ekki bara kannski. Vinstri grænir eru dauður flokkur og draugurinn einn er eftir, formið, en ekki innihaldið. Ef þessir tveir flokkar myndu sameinast yrði Sjálfstæðisflokkurinn stór og digur eins og áður, með yfir 40% fylgi jafnvel.

Í hvaða veruleika eru ráðherrar Vinstri grænna sem tala enn eins og markhópur þeirra sé umhverfisvænir herstöðvaandstæðingar og kommúnistar? Markhópur þeirra núna eru ráðvilltir kapítalistar sem daðra við umhverfisverndarpælingar og fjölmenningu og mannréttindi næstum því en ekki alveg, en er tvístígandi í þeim málum, sammála stundum en ósammála næsta dag.

Erfitt er að ímynda sér að Vinstri grænir geti nokkru sinni aftur orðið sannfærandi vinstriflokkur.

Kannski er staða hægristefnunnar ekki svo veik á Íslandi, úr því að Vinstri grænir hafa breyzt í næstum því hreinan hægriflokk samkvæmt þessari könnun.


mbl.is VG lýsa yfir áhyggjum af fjármögnun háskólanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Með öðrum orðum; allt hefur snúist á hvolf. Enda var náð raunsæis fjarlægð 2019.

Guðjón E. Hreinberg, 15.2.2023 kl. 08:23

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag Ingólfur.  Mér sýnist vinstri menn hlaupa á milli báta, enda heill floti til af þeim. VG, Samfylkingin, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Píratar. VG eru kannski með menntaða yfirstétta hluta vinstri manna?

Birgir Loftsson, 15.2.2023 kl. 17:21

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Guðjón, já þessi orð um að allt raunsæi hafi gufað upp á kófstímanum eru sönn og góð. Nema það var bara lítið eftir af því á þeim tíma þegar þetta gerðist 2020, hafði verið að minnka um langt skeið. Ætli það hafi ekki endanlega horfið þá?

Ingólfur Sigurðsson, 15.2.2023 kl. 19:13

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Birgir, þetta með VG og yfirstétt hluta vinstri manna held ég að sé rétt. Margir halda enn tryggð við flokkinn, en lausafylgið er allt fokið á haf út eða lengra. Talið er að Búsáhaldabyltingin hafi verið skipulögð innanúr VG. Það fólk er sennilega enn eftir í VG. Þegar kapítalísk elíta giftist uppreisnargrasrótinni er von á spillingu og erfiðum tímum. 

Sama gerðist í hrunstjórninni 2008. Hrossakaupin hleyptu aðeins lægsta samnefnaranum í gegn og úr varð hrun. Slegið var af kröfum.

Mörg góð baráttumál hjá VG og Sjálfstæðisflokknum hafa orðið ódýr og fallið í skuggann fyrir skrumsmálefnum tíðarandans, því miður. 

Já, vinstri menn hlaupa á milli báta og eru orðnir mjög ringlaðir hvar þeir eiga að standa.

Ingólfur Sigurðsson, 15.2.2023 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 616
  • Frá upphafi: 132069

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 509
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband