Teiknimyndasöguhetjan Gil Jourdan eftir Maurice Tillieux.

Maurice Tillieux var einn af stærri spámönnum belgísku teiknimyndasögubylgjunnar um miðja tuttugustu öldina. Hann dó í bílslysi snemma árs 1978, og hefði afrekað miklu meira hefði líf hans orðið lengra.

Gil Jourdan varð hans vinsælasta teiknimyndasögupersóna, einkaspæjari sem hefur einn hláturmildan aðstoðarmann og kvenkyns ritara sem tekur þátt í sumum sögunum, ásamt lögreglumanni sem gert er grín að í öllum sögunum, sídettandi eða að falla í vatn eða lenda í öðrum óhöppum.

Gil Jourdan sögurnar voru kallaðar Max Jordan á dönsku, en hafa ekki enn komið út á íslenzku. Það sem er einkennandi fyrir þessar sögur er hvernig höfundinum tekst að feta mjótt einstigi á milli fantasíubókmennta og íhaldssamra spæjarabókmennta frá fyrri tíð, mjög klassísk framvinda á köflum, sem svo er krydduð með undarlegum uppfinningum eða óvenju hraðri og ótrúlegri atburðarás í sumum bókanna.

Yfirleitt eru allar bækurnar í heildina vel jarðtengdar og trúverðugar, og Maurice Tillieux er virtur sem næstum því jafn snjall höfundur og Goscinny, Hergé og Franquin, sem eru þeir stærstu meðal belgískra og franskra höfunda frá upphafi.

Crouton heitir lögreglumaðurinn sem er hafður að háði og spotti, alltaf hjálplegur og fyrirgefur hversu oft Libellule (Drekafluga), aðstoðarmaður Jourdans hlær að honum, en reiðist öðru hvoru og róast síðan aftur.

Eitt af því sem er sérstakt við þennan bókaflokk er að hann er stílaður inná fólk á öllum aldri, Gil Jourdan er til dæmis ævinlega klæddur eins og fullorðinn einstaklingur og virðulega miðað við ritunartíma sögunnar, en ekki eins og til dæmis Svalur, í föt þjónustudrengs á hóteli.

Gil Jourdan klæðist bláum jakkafötum og með bindi, og er brilljantíngreiddur í anda tímans, en fyrsta sagan var gerð 1956, og sú síðasta eftir höfundinn 1977, ári áður en hann dó í bílslysi.

Félix var önnur sögupersóna sem Maurice Tillieux skapaði, og teiknaði frá 1949 til 1956. Það voru stuttar sögur og að einhverju leyti með ofbeldisfyllra innihald, og jafnvel meira ætlaðar fullorðnum. Raunar endurnýtti höfundurinn bæði persónur og söguþræði, því útlit Félixar er svipað og Gil Jourdans, og báðir spæjarar í sögunum um þá, en Félix rannsóknarblaðamaður en Jourdan einkaspæjari.

Það er almennt talið að fyrstu fjórar bækurnar séu snilldarverk, en síðan fari gæðunum hnignandi. Lengstu sögurnar komu fyrst en undir lokin voru þetta stuttar sögur eftir höfundinn og Gos teiknaði og Tillieux gerði aðeins handritin.

Fyrstu fjórar bækurnar eru samþjappaðar að gæðum og andrúmslofti vel lýst í teikningum og söguþræði ásamt fyndni í samtölum. Fyrstu fjórar bækurnar gerði höfundurinn á sjötta áratugnum, frá 1956 til 1959.

Næsta skref þróunar er talið frá bók 5 til bókar 9, sem voru gerðar frá 1960 til 1968. Þá er eins og léttúðin verði meiri í bókunum, og meira pláss fer í fyndni og framandi umhverfi. Höfundurinn sviðsetur sögurnar erlendis oftast í þeim bókum, en sjálfur söguþráðurinn er ekkert sérlega frumlegur eða merkilegur.

Nokkrar bækur gerðu þeir Gos og Maurice Tillieux saman frá 1970 til 1972, en það voru styttri sögur og meira um vísindaskáldsöguþema og raunveruleikinn minni í söguþræði almennt, meira um hefðbundið og barnalegt grín, fáránlegt.

Gagnrýnendur eru flestir sammála um að þessar bækur séu verri að gæðum en þær fyrstu. Þó má segja að nákvæmni í teikningum og aðstæðum einkenni bækurnar almennt.

Árið 1978, sama ár og höfundurinn lenti í bílslysinu byrjaði hann aftur að teikna sjálfur og lagði drög að nýrri bók í fullri lengd, sem bílslysið batt enda á.

Eftir dauða hans komu út nokkrar nýjar bækur eftir aðra höfunda, en þær náðu ekki sama flugi, og var þeirri útgáfu hætt eftir nokkur ár.

Það er sérkennilegt hvernig höfundurinn reynir að fullnægja ólíkum kröfum með þessum bókum. Ofurraunsæi á köflum, fyndni á við Viggó Viðutan á köflum, og dæmigerð myndasöguframvinda á köflum. Fólk nýtur þessara teiknimyndabóka bezt með því að lesa þær margsinnis og taka eftir smáatriðunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 841
  • Frá upphafi: 131749

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 685
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband