28.1.2023 | 07:28
Listamenn sem hlýða pólitískri rétthugsun ná árangri. Aðrir ekki.
Við lifum í fullkomlega kommúnísku samfélagi. Listamenn sem eru ekki sammála Gísla Marteini og kynjafræðingum fá enga athygli, burtséð frá því hvort list þeirra sé verri eða betri en annarra. Það er ekkert réttlæti í listaheiminum í dag, bara framleiðsla, innræting, pólitísk list, eða máttlaust last.
Eina ráðið til að ná árangri í listum er að vera kona, femínisti, tilheyra minnihlutahópi sem er í tízku, og vera ekki sjálfstæður og þora aldrei að rugga bátum pólitískrar rétt/ranghugsunar.
Þar af leiðandi eru listir samsöngur hlýðninnar og einsleitninnar en ekki fjölbreytileikans í nútímanum. Fólk er að fást við fjölbreytilegri list, en hún nær ekki í sviðsljósið, nær ekki að fá styrkveitingar, nær ekki í útvarpsstöðvar, eða á sjónvarpsstöðvar, og jafnvel þótt hún sé sett á netið fær hún litla athygli, því fæstir þora að sýna áhuga. Enda er framboðið svo gífurlegt af öllu að fólk þykist hafa áhuga á því sem nær í gegn, þótt það sé alls ekki það merkilegasta. Fæstir hafa tíma eða nennu til að leita eftir öðru.
Andverðleikasamfélagið er það orð sem ég nota um þetta.
Upphaflega var þetta orð fundið upp til að gagnrýna feðraveldið, Sjálfstæðisflokkinn og hefðirnar.
Ég hef snúið þessu orði uppá femínistana og mæðraveldið.
Það er nefnilega staðreynd að hæfileikar fá ekki að njóta sín í nútímanum nema þeir séu notaðir til að hylla femínista og mæðraveldið. Vikan hans Gísla Marteins staðfestir þetta, til dæmis, á Rúv.
172 milljónir til stuðnings sviðslistaverkefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 16
- Sl. sólarhring: 153
- Sl. viku: 723
- Frá upphafi: 131929
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 596
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lengi lifi Báhás stefna Frankfúrs skólans og skrumskæling mannsandans.
Guðjón E. Hreinberg, 28.1.2023 kl. 16:39
leiðr. Franfúrt skólans.
Guðjón E. Hreinberg, 28.1.2023 kl. 16:39
Orð að sönnu Ingólfur. George Orwell hefði átt að skíra bók sína 2024, ekki 1984.....
Birgir Loftsson, 28.1.2023 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.