Eitthvað er bogið við Davos-ráðstefnur og slíkt, árangurinn er minni en enginn af þeim.

Oxfam samtökin á heimsvísu berjast gegn ójöfnuði í heiminum (í orði kveðnu að minnsta kosti). RÚV og DV eru lengst til vinstri ásamt nokkrum fleiri fjölmiðlum, en bæði á RÚV og DV hefur verið vitnað í Oxfam samtökin og gerðar fréttir um að ný skýrsla frá Oxfam samtökunum komi með þær uggvænlegu upplýsingar að þeir ríkustu græði og græði sem aldrei fyrr, eða eins og ein ný frétt segir samkvæmt fyrirsögninni: "Þeir allra ríkustu græða og græða".

Mótmælendur á nýjustu Davos ráðstefnunni héldu á heljarmiklum borða sem á stóð"World Economic Failure", sem mætti útleggjast á okkar ylhýra máli: "Heimshagstjórnarmistökin", í stað "Heimshagstjórnarráðið" eða "Heimshagstjórnarumræðugrundvöllurinn".

Neðanmáls stóð á borðanum:"Loftslagsréttlæti strax!", (Climate justice now!).

Er það ekki dálítið undarlegt að vinstrimenn og jafnaðarmenn eiga sér tvö baráttumál sem allt snýst um og staðan hefur versnað í þeim báðum? Sífellt ríkari auðmenn fljúga á einkaþotunum sínum á alþjóðlegar ráðstefnur og reyna að komast að niðurstöðu til að redda málunum. Okkar ágætu kvenráðherrar og Davos-dúkkulísur fylgja sumar með og er stríðsæsingurinn í réttu hlutfalli við smæð landsins og fjarlægðina frá átakasvæðunum.

Vinstrimenn og jafnaðarmenn berjast með kjafti og klóm gegn mengun og hlýnun jarðarinnar. Þar stefnir allt í óefni og heimsendi, meiri mengun, meiri útblástur og öfgaloftslag.

Vinstrimenn og jafnaðarmenn berjast með kjafti og klóm gegn kapítalismanum (í orði kveðnu að minnsta kosti) og þó kemur fram samkvæmt þessari Oxfam skýrslu að sjaldan eða aldrei í sögu mannkynsins hefur ójöfnuðurinn á milli manna verið eins gígantískur.

Á Covid-tímanum einum saman, síðastliðin tvö ár kom 2/3 af öllum græddum og nýjum auði í hlut eins prósent mannkynsins sem er lang-lang-langríkast!!! Þetta kemur fram í nýrri DV grein.

Þetta eru gjörsamlega ótrúlegar tölur. 99% mannkynsins fær 1/3 á Covid tímanum, en 1% fær 2/3, sem átti lang-lang-langmest fyrir!!! Á sama tíma eru allar ríkisstjórnir á Vesturlöndum öfgavinstristjórnir og öfgajafnaðarstjórnir sem eru sammála um eitt, að fasismi, rasismi, Hitler og nýfrjálshyggja, hægristefna af öllum tegundum sé um að kenna og allir sem tengjast slíku.

Jú fáeinir efast um eitthvað af þessu, eins og sumir í Svíþjóð og Ítalíu sem eru við völd, en þó ekki. Sama lögmál gildir þar og á Íslandi: Kerfið étur þig um leið og þú kemst til valda. Þú hagar þér samkvæmt reglum auðvaldsins, og spillingarskrímslið spýtir þér út eftir kjörtímabilið.

Sárafátækt eykst, og einnig fátækt millistéttarinnar og hærri lágstéttanna. Það er ekki hægt að segja að þetta sé traustsyfirlýsing í garð þeirra flokka sem eru við völd í heiminum. Þvert á móti.

Oxfam vill beita skattheimtu til að laga hlutina. Það er hin dæmigerða lausn vinstrimanna. Flókið skattkerfi þar sem hægt er að gera þá fátæku fátækari og afsaka sig í sjónvarpssal eða í öðrum fréttum.

Önnur hlið á fegrunaraðgerðum og lýtaaðgerðum auðmanna á sínum svörtu sálum eru ríflegar gjafir þeirra til fátækra ríkja og hjálparsamtaka. Samt sér ekki högg á vatni og ekki er ljóst hvert fjármagnið fer eða hvort það fer alltaf í réttar hendur, sem jafnvel gerist í fæstum tilfellum.

Sigmundur Davíð er sá sem harðast hefur staðið gegn alþjóðavæðingu og fjölmenningu af íslenzkum stjórnmálamönnum, en verið kallaður rasisti fyrir vikið. Það er jú vissulega í skjóli alþjóðastofnana og samtaka sem hinir ríku verða ríkari. Síðan er Sigmundur Davíð kallaður fullur af sjálfsvorkunn þegar hann bendir á það hvað hann á erfitt með að tjá þetta á þingi, þar sem þjóðin er jafn meðvirk og í aðdraganda bankahrunsins 2008, þegar ekki mátti gagnrýna útrásarvíkingana, og aðeins talað um ímyndarvanda í kjölfar bankahrunsins, sem þó reyndist ekki ímyndarvandi, heldur meðvirkni íslenzku þjóðarinnar og æðstu embættismanna hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kommarnir vilja gera alla að öreigum til þess að koma á alræði þar sem 0.01% stjórnar öllu með harðri hendi.  Það er endanlegur tilgangur með öllu þessu rugli í þeim.

Með það í huga meikar þetta allt sens,

Ásgrímur Hartmannsson, 22.1.2023 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 618
  • Frá upphafi: 132071

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband