Skoðun hefur skjátan ekki, ljóð 22. nóvember 2018.

Móðgun, þegir, maður hefur

meðan hendur lagt í skaut.

Ekki tekur í því lengur

einn nú þátt.

Fyrir neðan næstu virðingu,

neitar því.

Spilin út svo spakur gefur,

spyrnir móti enn á ný.

Hafnar einhver hirðingu?

Heimskan gengur...

Örmum ekki vefur,

allt þá bannað, tefur...

Stolinn, vinsæll strengur,

stríðalda naut...

Annað þú átt;

efinn, hvílíkt ský!

 

Hengdir þeir er hefðu bjargað

heimi öllum, gættu að því.

Úrslit samkvæmt eiginhyggjum,

enn þú kvelst.

Tilgangslaust að treina skætinginn,

tíminn fer.

Gátu margir galnir argað,

gæta þrælar nú að sér.

Rúmar frúin rætinginn?

rústar bryggjum?

Getur raunar gargað

grýlan, einnig þvargað.

Lúin þarna liggjum,

lánsskorti í.

Fullvalinn felst,

fælist, hafnar þér.

 

Elskað hefði eina slíka

áður, það er svo sem ljóst.

Skoðun hefur skjátan ekki

skrýtna nú.

Virðist ljúfa þrykkjan þroskaskert,

þorir ei.

Bylting þarna bíður, klíka,

af böli hræðslu sekkur fley.

Þjóðin sýnir stríðsins stert,

stundar hrekki.

Elskar eina ríka,

aldrei mun því flíka,

syndir senn þókt skekki,

Sýnir ei brjóst.

Turnaða trú,

trúir á hann mey?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 17
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 735
  • Frá upphafi: 127615

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 517
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband