Möguleg upplausn Rússlands er ekki fagnaðarefni, eykur líkur á átökum og hörmungum.

Upplausn Prússlands sem kom af stað styrjöldum, báðum heimsstyrjöldunum, eða átti þátt í þeim að minnsta kosti, og upplausn Rússlands er ekki fagnaðarefni. Fólk ætti að vona að einhver eins og Gorbachev komist frekar þar til valda.

 

Í DV kom frétt með yfirskriftinni: "Segja Rússland muni leysast upp innan tíu ára" þann 11. janúar síðastliðinn.

Vitnað er í 167 sérfræðinga sem tóku þátt í könnun á vegum hugveitunnar Atlantic Council.

40% töldu að borgarastyrjaldir myndu valda þessu, pólitískt sundurlyndi eða þannig ólga.

46% sögðu að Rússland yrði þrotríki, og þá sennilega í efnahagslegu tilliti.

49% Evrópubúa eru svartsýnir á framtíð Rússlands samkvæmt könnun þessari.

Vlad Trufan segir í athugasemdum að meiri líkur séu á að Evrópusambandið liðist fyrr í sundur en Rússland.

Flestir í athugasemdum gleðjast þó yfir spá af þessu tagi, og trúa áróðrinum í flestum vestrænum fjölmiðlum.

Þetta er mesti misskilningur.

Þau lönd og ríki sem riða á barmi borgarastyrjalda eru einmitt gróðrastía fyrir styrjaldir og óstöðugleika, hættu fyrir mannkynið, sérstaklega þar sem gereyðingarvopn eru til staðar.

Í upplausnarástandi Þýzkalands og Prússlands urðu til tvær heimsstyrjaldir. Í upplausnarástandi rússneska keisaradæmisins varð til kommúnismi og stalínismi, byltingin 1917.

Raunar er það svo að óstöðugleiki er vaxandi víðar en í Rússlandi. Evrópa, Bandaríkin og fleiri staðir, sama sagan þar, Úkraínustríðið eykur fjárhagslegan og pólitískan óstöðugleika næstum allsstaðar.

Það sem fólk á Vesturlöndum ætti að vonast eftir er að einhver eins og Mikhail Gorbachev komist til valda í Rússlandi, því óstöðugleiki í Rússlandi mun auka líkurnar á styrjöldum, heimsstyrjöldum, og gereyðingarstyrjöld.

Með því að ógna Rússum og Pútín meira með sífelldum stuðningi við Úkraínu er verið að auka hættuna á kjarnorkustríði, notkun gereyðingarvopna, eða að Rússar reyni að beita sér enn meira gegn úkraínsku þjóðinni, sem er fórnarlambið í þessu stríði, þolir áróður að vestan.

Hvar er andstaðan við stríð á Vesturlöndum núna, gegn Úkraínustríðinu? Donald Trump dró Bandaríkin útúr styrjöldum og átökum í heiminum enda öflug friðarhreyfing í Bandaríkjunum eins og víðar sem fagnaði því.

Hvaða mannsbarn á jörðinni getur ímyndað sér að allt verði friðsamlegt þótt Rússar myndu tapa þessu stríði?

Til hvers að hætta öllu lífi á jörðinni útaf þessu stríði? Til að sanna að femínismi og jafnaðarstefna sé betri stjórnmálastefna (það form sem ríkir í vestrænu) en einræði og ólígarkaræði, auðræði (sem ríkir í Rússlandi)?

Þegar betur er að gáð ríkir einnig auðræði á Vesturlöndum.

Eins og hinn vinsæli bloggari, Páll Vilhjálsson ritaði nýlega í grein eftir sig er það ekki trúverðugt af Vesturlöndum að þau þurfi stríð til að lýðræðið lifi af. Almenningur þarf að spyrja sig hvort fjölmiðlar á Vesturlöndum séu ekki búnir að snúa hugtökum uppí andhverfu sína.

Efi er nauðsynlegur, hann er undirstaða lýðræðis og frelsis, að almenningur láti ekki kúga sig og að almenningur rísi upp gegn valdahyggju, innrætingu og einföldum boðskap jafnaðarfasismans og öðrum tegundum kúgunar.

 


mbl.is Senda aukinn herbúnað til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Árnason

Það er rétt hjá þér að þó stríðinu ljúki vegna vanmáttar rússneskra hersins og úkranía með aðstoð vesturlanda vinni þá er hætt við að krafa úkrínu verði það há um stríðsskaðabætur að Rússland liðist í sundur.                      Þó Pútín hrökklist frá völdum eru svo slæmir menn innan um sem eru reiðubúnir að hrifsa til sín völdin og munu reyna það að óvíst er að nokkuð taki betra við,nema upp rísi hreyfing í anda Gorbasjeff en ólklegt er að hún nái sér á strik.  Það sem kommúnisminn innleiddi á sínum tíma var þrælslund þjóðarinnar og trúleysi á æðri mátt var strikuð út og sést það vel á afstöðu patríarkans að hann vill hafa biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni,þannig trú er ekki neinum til góðs, þetta sést lika í afstöðu Kína til trúar Tíbeta þar hlógu Kínverjar að trú Tíbeta og réðust þar inn til að vinna land og hreinsa tíbeta af villutrú sinni.                              Það er ekki til góðs ef maðurinn trúir eingöngu á mátt sinn og afl og ekkert sé honum æðra eða að hann verði að taka afleiðingum gjörða sinna þó seinna sé, að ekkert vald sé honum æðra er mannsins vandamál.                   Því miður eru Vesturlönd ekki undanskilin aðilum sem sækjast til valdagræðgi og oft eru leiðtoarnir strengja brúður neikvæðra afla er hugsa eingöngu um eigin hag og nota lýðræðið til eigin valdagræðgi og að koma sínum einræðistilburðum á framfæri.

Sigurgeir Árnason, 16.1.2023 kl. 09:34

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Evrópa er búin að vera í upplausn mótmæla og þöggunar, gjaldþrota og sviptingu borgararéttinda í 34 mánuði, en  hugveita Nató, Atlantic Council, tekur þátt í þöggun á þessu og bendir frekar á uppdiktaðar skottur og þursa á öðrum menningarsvæðum. ... figures.

Við sem höfum fylgst með menningarþróun í Rússlandi mest alla okkar ævi, viljum helst flýja þangað í dag.

Guðjón E. Hreinberg, 16.1.2023 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 734
  • Frá upphafi: 127614

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband