Í Silfrinu var talað um ójafnvægi á milli RÚV og hinna fjölmiðlanna enn. Einnig talað um vanda spítalanna. Sömu vandamálin ár eftir ár, ekkert gert í málunum. Spillingu um að kenna?

Í Silfrinu var fjallað um vanda heilbrigðiskerfisins. Fyrsta frétt á RÚV var þó Edda Falak og raunir hennar. Ef ég væri fjármálaráðherra væri það skylda mín að láta heilbrigðiskerfið hafa nægt fé, en freistandi væri að láta flokkseigendafélögin hindra það. Ef ég væri menntamálaráðherra væri það skylda mín (eins og annarra sem gegna því starfi) að reka alla sem þar starfa og skipa hlutlaust ráð sem veldi bæði hægrimenn og vinstrimenn til að starfa þar. Hvað er það sem hindrar alla menntamálaráðherra í því að stokka upp í RÚV spillingunni? Er það þessi landlæga íslenzka spilling sem sumir kenna við frændhygli vegna smæðar samfélagsins? Jafnvel í Silfrinu í gær var talað um að endurskoða þyrfti RÚV og minnka umsvif þess á auglýsingamarkaði, að skattleggja þyrfti erlendu samfélagsmiðlarisana og svo framvegis. Þetta er söngur sem búið er að syngja í mörg ár, en framkvæmdirnar hafa látið bíða eftir sér. Lilja Alfreðsdóttir lýsti á sínum tíma fullum vilja til að stefna í þessa átt, þegar hún var menntamálaráðherra, en nú er búið að breyta nöfnum á ráðuneytum og færa til ráðherra þannig að maður veit ekki lengur hvar ábyrgðin liggur.

Það er eins og það hafi ekki komið skýrt fram hvað Ásmundur Einar Daðason vill gera við Ríkisútvarpið, hann sem núna er menntamálaráðherra og barnamálaráðherra. Skyldi maður ætla að nauðsynlegt sé að spyrja hann að því fyrir framan myndavélarnar.

Annars skil ég ekki alveg þessa tilhneigingu að hrúga mörgum ráðuneytum á einn ráðherra. Það er eins og það dragi úr ábyrgð ráðherranna að mörgu leyti, því almenningur vill vita hvað hver ráðherra ætlar að gera og hvort staðið sé við loforðin eða ekki þegar næst er kosið.

Framsóknarflokkurinn hefur valdið mörgum vonbrigðum, bæði í Reykjavíkurborgarstjórninni og landsmálunum. Margir héldu að Willum Þór myndi bæta vanda heilbrigðiskerfisins, en enn er þar mjög erfið staða, og kannski sem aldrei fyrr.

Sá bloggari sem mér finnst blogga einna bezt um réttlætismál í nútímanum er Ómar Geirsson. Hann nær til fólks í öllum flokkum þegar hann er í essinu sínu. Vona ég að hann láti þetta til sín taka, hann vandar ekki íhaldinu kveðjurnar eða öðrum þegar sá gállinn er á honum.

Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn hafa svikið kjósendur sína í þessari ríkisstjórn eins og Vinstri grænir. Jafnvel Framsókn er ekki flokkur eins mikilla framkvæmda og áður, eða eins mikils dugnaðar.

Það sem þessir flokkar hafa sameinazt um er að magna alla sína verstu galla en fela kosti sína sem mest. Sérgæzkan, samheldnin um spillinguna, þetta er allt til staðar, sjálfstæðismenn leyfa fóstureyðingafrumvarpi að verða að lögum fyrir samstarf og Vinstri grænir leyfa virkjanir og græðgivæðingu fyrir samstarf, þrefa og þumbast í málefnum fátækra Íslendinga og útlendinga. Framsókn sýnir dugnaðartakta stundum, en ekki alltaf.

Svanhildur Hólm Valsdóttir kom með þá óvinsælu skoðun í Silfrinu í gær að vandinn í heilbrigðiskerfinu væri ekki bara fjárhagslegur.

Kári Stefánsson sagði vandann margþættan, sem er auðvitað rétt.

Eins og kom fram í Silfrinu er álagið of mikið á fólkinu sem þarna vinnur. Þetta verður vítahringur. Um leið og álagið eykst segir fólk upp, og færra starfsfólk er ávísun á meira álag á það sem fyrir er. Einhverja leið þarf að finna til að leysa þetta vandamál.

Ég hef áður skrifað í bloggi að mér finnst nauðsynlegt að opna fleiri bráðamóttökudeildir, ef álagið er mest þar.

Til að læknar og hjúkrunarfólk finni árangur af starfi sínu og næga ánægju í starfi þar streitan að vera undir ákveðnum mörkum eins og hjá öllum öðrum, og ekki of mikið að gera.

Plássleysi á bráðadeildinni og annarsstaðar er staðreynd.

Núverandi heilbrigðisráðherra ætti að vera í fréttum einmitt núna á þessum álagstímum og segja frá opnun nýrra deilda. Á meðan ekki er hægt að sækja starfsfólk auðveldlega myndi þetta teljast eina úrræðið sem mögulegt er að grípa til, þannig að fleiri komi til baka, fyrir utan launahliðina sem augljóslega þarf að vera í samræmi við það sem gerist erlendis.

Síðan vakna spurningin: Gerðu Covid-sprauturnar fólkið veikara eins og sumir halda fram, eða er þetta bara tilviljun að núna sé þetta mikla álag á spítalana?

 


mbl.is Allir að tala og vinna þvers og kruss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Finnst undarlegt að ekki sé minnst á að nákvæmlega sömu fréttir af heilbrigðiskerfinu má finna í sænskum fréttamiðlum
Þýðir það að heilbrigðiskerfin eru á sama stað eða eru fréttamenn að leita að sömu smellufréttunum
Því það er náttúrlega engin frétt ef allt virkar

Grímur Kjartansson, 9.1.2023 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 812
  • Frá upphafi: 133757

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 631
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband