Donovan og Bob Dylan, líkir, ekki eins.

Tónlistarmađurinn Donovan átti blómaskeiđ sitt á hippatímanum en í raun hefđi hann átt ađ gefa út miklu fleiri plötur. Eftir ađ útgáfusamningur hans viđ Epic plötufyrirtćkiđ rann út 1976 dvínuđu vinsćldir hans mikiđ, en sú ţróun hafđi byrjađ allan áttunda áratuginn. Hann er enn á lífi og heldur tónleika en áhugi hans á tónsmíđum virđist minni en áđur, ţar sem nýtt efni kemur sjaldan frá honum og ţannig hefur ţađ veriđ lengi.

Donovan var frumkvöđull í sýrutónlist áriđ 1966 međ Sunshine Superman plötunni, og notkun framandi og austrćnna hljóđfćra. Hann var í góđu vinfengi viđ Bítlana um ţetta leyti, og Paul McCartney söng oft bakraddir og George Harrison samdi aukaerindi í eitt lag eftir hann, sem hann söng síđar á tónleikum. Í Indlandsferđinni frćgu var hann međ Bítlunum.

Sagt er ađ Donovan hafi veriđ nánari Bítlunum en ađrir í ţeirri ferđ. Allavega er frá ţví sagt á einni vefsíđu um Donovan. Áhugi hans á framandi útsetningum hafđi áhrif á Lennon og McCartney, og lagasmíđar allra ţessara höfunda eru í hćsta máta melódískar, ţannig ađ kannski hafa ţeir skipzt á hugmyndum ađ lagasmíđum á ţessum tíma.

Mér finnst ţađ eiginlega ráđgáta hversvegna Donovan hćtti ađ vera stórstjarna.

Oft eru menn ađ bera saman Donovan og Bob Dylan. Báđir urđu ţeir fyrir miklum áhrifum frá Woody Guthrie, sem er talinn einn helzti fađir kántrítónlistarinnar í Bandaríkjunum, ţrátt fyrir ađ hafa veikzt af Huntingtonveikinni býsna snemma, áđur en starfsćvi hans varđ mjög löng.

Halldór Ingi í plötubúđinni rćddi oft viđ kúnna sína og var mikill fróđleiksbrunnur. Ég man ađ hann orđađi ţetta ţannig eitt sinn ţegar viđ rćddum um tónlist, ađ Donovan hafi ekki höndlađ rokkiđ, eđa ađ fara ađ spila međ hljómsveit, en ţađ hafi Dylan gert.

Bob Dylan hefur alltaf veriđ blúshundur, en sá sem fílar blúsinn í tćtlur er rokkari af lífi og sál. Lagasmíđar Donovans héldu áfram ađ vera meira í ćtt viđ ţjóđlög en rokk og textar hans barnalegri en Dylans. Dylan varđ hiđ dulúđuga stórskáld og óskiljanlega, en Donovan varđ táknmynd hippatímans, og ţegar hippatíminn leiđ undir lok var Donovan afskrifađur sem úreltur af mörgum.

Alltaf hefur Donovan átt sinn trygga ađdáendahóp, og hann hefur fjallađ um spíritisma í textum sínum mikiđ á seinni árum.

Í kringum Bob Dylan er hinsvegar sértrúarsöfnuđur og hann er hylltur sem spámađur, gúru og endurlausnari af sumum. Til eru ţeir sem telja Bob Dylan ofmetinn, og vissulega er hann umdeildur eins og Megas og fleiri snillingar.

Af hverju er Bob Dylan talinn gúrú en ekki Donovan? Bob Dylan hefur kunnađ ađ skapa dulúđ í kringum sig, međ ţví ađ gefa skít í blađamenn og móđga og sćra ađdáendur sína ć ofaní ć. Hann er ráđgáta, sem hefur ađeins aukiđ vinsćldir hans.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 516
  • Frá upphafi: 152585

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 359
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband