6.1.2023 | 01:29
Aðeins maðurinn hefur tækni til fóstureyðinga.
Góður bloggari ritaði nýlega um fóstureyðingar, sem kallaðar eru þungunarrof af mörgum, til að réttlæta gjörninginn.
Í svari mínu til hans komst ekki nema örlítið til skila sem ég vildi tjá. Þetta er eitt af því sem maður myndar sér snemma skoðun á, svo maður þarf að rifja upp þankaganginn og það sem maður eitt sinn hafði um þetta að segja.
Það er rétt hjá honum að í dýraríkinu er það regla með einhverjum undantekningum að móðirin ráði yfir afkvæmum eða afkvæmi í fyrstu. Faðirinn ræður oft yfir móðurinni ef hann leitar fæðunnar, og ber því eins mikla ábyrgð á fjölskyldunni í dýraríkinu, og afkvæmum, hvort þau lifa af eða ekki. Síðan eru til dýrategundir þarsem karlinn hugsar meira um afkvæmin. David Attenborough hefur verið með marga þætti þar sem fallega er því lýst hvernig ýmsar útfærslur eru til á þessu. En reglan er sú að kvendýrið sinni afkvæmum, rétt er það.
En náttúrulögmálsbundnu dýrin, sem Satan skildi frá manninum með syndafallinu, þau nota fæst aðferðir til að drepa afkvæmin í móðurkviði, nema það fylgi náttúruþróun í sambandi við erfðagalla hugsanlega hjá einhverjum tegundum, það er svo margt til í náttúrunnar ríki.
Nálargasklefin er önnur umræða og þörf.
En að raunverulegri umræðu um fóstureyðingar.
Rökin sem oft eru notuð er að konan eigi að ráða yfir eigin líkama.
Til að ráða yfir eigin líkama þarftu að ráða yfir eigin huga. Það gera nútímakonur alls ekki, nema kannski örfáar.
Sjálfsræktarstefnur kenna manni ýmsar klisjur. Til dæmis að að maður eigi að setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Í nútímanum er þetta yfirleitt lúmsk stjórnun geimvera á öðrum hnöttum á okkur. Þér er kennt hvernig þú átt að ná stjórninni á meðan stýrið er hrifsað af þér einmitt á meðan, þú samþykkir dáleiðslu kennarans eða andans og þar með er sjálfstjórnin farin.
Í nútímanum er sífellt verið að hafa áhrif á konur og segja þeim hvað þær vilja eða ættu að vilja. Oftast fer sá boðskapur í þá átt að frelsast undan körlum og feðraveldinu, frelsast undan eigin kynhvöt og matarlöngun, vera grannar og sjálfstæðar, heilbrigðar og fullkomnar eins og það er kallað eða orðað, ljóst og leynt, ranglega að vísu, því nútíminn er geðveiki og klikkun, allt raunsæi hvarf eins og einn hefur orðað það.
Hjónaband í kristnum skilningi er milli tveggja einstaklinga af sama kynþætti en gagnstæðu kyni, þannig er hefðin að minnsta kosti. Nútíminn er uppreisn gegn öllum hefðum og ekkert að marka hann nema sem uppreisn sem kölluð er frelsi. Þetta er ekki allt tekið fram í Biblíunni, en þetta með að fólk skuli vera af gagnstæðu kyni vissulega, karl og kona.
Í ásatrú til forna var greddan allsráðandi. Blótin voru kynsvallsveizlur og börn voru getin í gríðarlegu magni, engar getnaðarvarnir og lítil eða engin neikvæðni kvenna gagnvart körlum.
Í daglega lífinu milli karla og kvenna var gert ráð fyrir fullkomnu frelsi. Greddan var allsráðandi og aðrar hvatir, dýrslegar eða mannlegar. Gyðjur gegndu yfirleitt alltaf því hlutverki að auðvelda getnað eða samgang, eins og það var kallað. Frigg er dæmi um slíka ástargyðju úr heiðinni og norrænni trú, eða Freyja, Vanadísin fræga. Frigg er einnig gyðja hjónabandsins og fastra og harðra reglna. Freyja er meira gyðja frjálsra ásta og lauslætis.
Börn voru borin út í heiðni og kristnir menn nota þau rök einatt til að gagnrýna heiðnina eða finna á henni galla. Enda fæddust svo mörg börn í heiðnum siðtil forna að offjölgun var reddað með því að bera út börn, þegar hart var í ári eða börnin ekki velkomin.
En í sambandi við fóstureyðingar kvenna í nútímanum þarf að rannsaka hver er vilji kvenna, hver er raunverulegur vilji þeirra og hver er sá vilji sem ýttur er uppá þær, og þær dáleiddar til að hlýða?
Við menn erum dýr að mestu leyti. Það þýðir að tilgangur okkar er að fjölga okkur, að koma genum okkar til skila, að sem flest afkvæmi erfi okkar útlit og eiginleika, erfðaþætti í hvívetna sem sagt. Þetta er innprentað í alla og hluti af genamenginu en það er búið að rækta þetta úr fólki nútímans að allmiklu leyti.
Við erum með sál en við eigum ekki að nota hana sem drullupoll fyrir allskonar anda til að stjórna okkur.
Trúarbrögðin reyna að setja varnagla. Nú er búið að fjarlægja þá með því að skilgreina trúarbrögð sem eitthvað úrelt, feðraveldi, og bla bla. Í staðinn eru mannasetningar almættið sem fólk á að fylgja, samkvæmt vestrænum boðskap dauðamenningarinnar okkar.
Sál nútímamannsins er drullupollur tilraunastarfsemi.
Áttavitinn er einhver vefsíða sem fjallar um fóstureyðingar og þær kallaðar þungunarrof einnig, að sjálfsögðu.
Af þeirri vefsíðu ætla ég að þylja upp atriðin sem nefnd eru sem ástæður:
1) Líkamlegri eða andlegri heilsu konunnar er stefnt í voða vegna þungunarinnar.
2) Hætta er á alvarlegum erfðagöllum eða fósturskaða.
3) Félagslegar aðstæður móður (og/eða beggja foreldra) eru þannig að móðirin sér ekki fyrir sér að hún geti sinnt barninu nægilega vel.
4) Að kona geti ekki hugsað sér að eignast barn.
5) Tímasetning þungunarinnar er ekki heppileg.
6) Nauðgun.
Í ásatrúnni fyrir langa löngu var það þannig að karlmenn komust aðeins til Valhallar (Himnaríkis) með því að deyja í bardaga. Hvað þurftu konur að gera til að komast til Valhallar? Jú, ef kona dó af barnsförum átti hún vísa vist í Valhöll. Þetta hefur kannski ekki ratað inní allt sem varðveittist en svona var þetta nú samt.
Á bakvið þetta er hugsunin um að gera allt fyrir kynþáttinn, að konan eignist eins mörg ljóshærð börn og hægt er, (10 til 20 helzt) og að karlinn berjist og fórni lífinu fyrir genin, ættbálkinn, trúna heiðnu, hefðirnar, siðina.
Í kristninni er það gegnumgangandi að fólk eigi að fórna sér fyrir Guð, samfélagið og trúna, fjölskylduna og ekki setja sjálft sig í fyrsta sæti.
Konur voru alltaf óléttar í gamla daga og dóu af barnsförum og það þótti óhjákvæmilegt. Enda var lífsbaráttan hörð, drepsóttir, hungur, ofbeldi yfirvalda og fleira sem ógnaði.
Hvað þýðir það hér að ofan að andlegri heilsu móðurinnar geti verið stefnt í voða með þunguninni?
Það getur þýtt til dæmis að konan sé ekki sátt við karlinn sem gat barnið með henni. Það getur þýtt að hún geti ekki sætt sig við að þola hann nálægt sér við uppeldi barnsins. Það þýðir sem sagt í sumum tilfellum að minnsta kosti á mannamáli að móðirin hræðist að þurfa að þroskast, og að geðheilsu hennar sé stefnt í voða með því að þroskast, að láta af eigingirni og sjálfhverfu. Af hverju ætti það að ógna geðheilsu kvenna að eignast börn nema vegna þess að samskiptin við barnsföðurinn eru léleg?
Um lélegar félagslegar aðstæður þeirra mæðra sem eignast börn vil ég segja þetta, að langmestur hluti allra barna sem fæðist í heiminum fæðist við lélegar félagslegar aðstæður. Nóg er að benda á fæðingatíðnina sem er alltaf mest í löndum þar sem fátækt er mest. Um leið og fólk hefur meira á milli handanna dragast fæðingar saman og frjósemi. Þetta er bara regla. Undantekningar eru auðvitað á öllum reglum samt.
En af hverju er þetta tekið fram þegar fólk er frætt um þungunarrof? Þetta þýðir í raun á mannamáli, að þessar fáu konur sem þetta á við um (á heimsvísu miðað við þann mikla fjölda barna sem fæðist í fátækt utanlands) vilja kannski bara leika sér áfram telur að léttúð sinni yrði lokið með barneignum. Það á síður við um samfélög þar sem fátækt er mikil, frekar þar sem hún er minni.
Með því að rýmka reglur um fóstureyðingar er verið að veita rými fyrir þessar vondu ástæður fyrir þessari skelfilegu athöfn, sem er fóstureyðing. Ef þröskuldurinn er ekki nógu hár gerast fleiri slík sorgleg atvik.
Skilgreiningar á nauðgun hafa sífellt verið að breytast og þröskuldurinn verið að færast neðar. Það er varla hægt að nauðga konu án hennar samþykkis að einhverju leyti og þetta hafa rannsóknir sýnt. Þessvegna býr annað að baki þessu orðalagi en í fyrstu sýnist. Þetta er allt gert til að þjóna hagsmunum öfgafemínista.
Tímasetningar barneigna eru misjafnar. Greddan lætur ekki stjórnast af Excel skjölum eða langsjaldnast.
Fólk sem vill ekki eignast börn hefur mengazt af okkar samfélagi sem er mannfjandsamlegt í raun, og það er reynt að bæta upp með flóttamannastraumi. Samfélag okkar er gegnsýrt af niðurrifi Frankfurt-skólans, og það er ekkert eðlilegt ástand.
Þessi pistill er að verða óþarflega langur. Oftast er bezt að vera vera hnitmiðaður.
Niðurstaða pistilsins er þessi:
Fóstureyðingar og þungunarrof eru einkenni á nútímanum, nútímamenningunni.
Eðlilegur og heilbrigður vilji er að stunda barneignir, elska sem mest.
Ég viðurkenni í þessum pistli að þegar um er að ræða erfðagalla eða að staðfest sé að konan verði í lífshættu við fæðinguna sé hægt að taka fóstureyðingu til greina sem möguleika. Þegar lögum er breytt þannig að reglur eru rýmkaðar um fóstureyðingar er það gert til að þóknast femínistum, sem eru háværar og frekar, en ekki þverskurður þjóðfélagsins.
En samfélag sem er að deyja út vegna fækkandi fæðinga þarf ekki á þessu að halda, að konur fái aukinn rétt til fóstureyðinga, þegar allt samfélagið hefur gengið of langt í þá átt að auka völd kvenna en minnka völd karla og trúfélaganna.
Veraldlegt fólk sem er í margskonar vanda ætti að leita í kirkjurnar með áttavitann í svona málum. Þar eru vonandi íhaldssamir prestar ennþá til, en ekki bara þeir frjálslyndu, kvenprestar oft, sem vilja fara sömu leið og heimurinn.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 11
- Sl. sólarhring: 139
- Sl. viku: 815
- Frá upphafi: 133760
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 634
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.