Það er sorglegt ef sagnfræðin, þessi virðulega fræðigrein skuli vera farin að lúta markaðslögmálum, eins og annað, það er að segja, að sé kenningin nógu vel kynnt þá fari menn að trúa henni. Þorvaldur Friðriksson er góður markaðsfræðingur, það má hann eiga, hann hefur unnið að þessu lengi, að koma að þessari söguskoðun.
Þeir sem eru duglegir að koma skoðunum sínum og túlkunum á framfæri uppskera eftir því. Ég hef verið að glugga í þessa bók Þorvaldar um Keltana og auðvitað tekur maður undir margt í henni, en ekki allt.
Hann nefnir Gaulverja í bók sinni sem dæmi um Kelta. Ég hef haft sérstakan áhuga á þeim og drúíðum, þeirra seiðmönnum, en Sjóðríkur seiðkarl úr Ástríksbókunum er frægasta dæmið um drúíða í bókmenntasögu seinni ára.
En hætt er við því að ef þessi söguskoðun verður hin almenna söguskoðun verði litið á forna íbúa Norðurlanda sem menningarsnauða skrælingja sem ekkert kunnu fyrir sér.
Eitt af því sem Þorvaldur reynir að gera með bók sinni er að sannfæra lesendur um að gullaldarbókmenntirnar sem við Íslendingar erum svo stoltir af hafi komið vegna gelískrar hefðar frá landnámi.
Það er rétt hjá Þorvaldi að Íslendingar og Írar eiga það sameiginlegt að hafa varðveitt hinn heiðna og norræna goðsagnaarf betur en aðrar þjóðir. En hvort draga megi þá ályktun af því að norrænir víkingar hafi verið menningarsnauðir finnst mér of mikið sagt. Það er vitað að trúin á Óðin og Þór var þeirra, og trúin á Frey og Freyju og öll þau goð.
Hitt er spurning, kom ritlistin frá Írum og frá Keltum, Gelum?
Eitt er mjög gott við bók Þorvaldar: Hann lyftir gaulverskri og keltneskri menningu á stall. Ég er mjög ánægður með það. Óþarfi er þó að rýra sess Norðmanna í sögunni.
Ég varð mest hneykslaður þegar ég las að hann telur að hof hafi varla eða ekki verið notuð við trúariðkanir heiðnar á Íslandi. Eins og Einar Pálsson skrifaði um á sinni tíð er það ekkert nýtt að fræðimenn eða alþýðufræðendur reyni að gera sem minnst úr öllu sem norrænt er og heiðið.
Hann dregur ályktanir af skorti af heimildum, skorti á fornleifafundum úr heiðnum hofum og hörgum. Nei, við vitum það ótvírætt og 100% af heiðnir Norðurlandabúar áttu sér mjög ríkt trúarlíf, bókmenntir, myndlist, leiklist, og hörgar og hof voru þeirra kirkjur.
Eins og ég hef áður sagt er margt gott í bókinni, en orðsifjakaflarnir sem taka yfir helming bókarinnar eru ekki fræðilegir, heldur alþýðlegir. Allir geta fundið sér sitt uppáhaldstungumál og reynt að finna orð sem líkjast íslenzku í þeim.
En sem mikill aðdáandi keltneskrar menningar finnst mér þessi bók fagnaðarefni.
Umdeild kenning um Ísland vekur athygli erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 22
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 605
- Frá upphafi: 126565
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 431
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.