4.1.2023 | 03:58
Sigur Talíbana í Afganistan 2021 hrinti kannski Pútín útí Úkraínustríðið, hann hefur talið að sama myndi gerast í Úkraínu
Allir núlifandi Íslendingar muna eftir hruninu 2008, sem á annað borð muna eitthvað eða eru ekki alveg úr tengslum við veruleikann, eða sem afneita ekki því sem gerðist.
Útrásarvíkingarnir hreyktu sér hátt af því að vera trúgjarnari en aðrir á hinn mikla mátt peninganna og froðuhagkerfisins.
Hrunið kom og uppreisn var gerð.
Eftir stendur að gildrur voru egndar, og þeir ríkustu urðu ríkari, en hinir fátækari.
Nú heyrum við í fréttum að búist er við nýju hruni eða þá svo miklum samdrætti að fá verði þess fordæmi. Þá má hundrað prósent búast við því að reynt verði að finna sökudólga sem bera einhverja ábyrgð, en litla miðað við aðalsökudólganna sem plotta og verða ríkari.
Ef Pútín verður króaður af mun hann kannski verða hvattur til að nota kjarnorkuvopn. Þá gæti hann jafnvel talið skynsamlegast að drita öllu sem hann á, telji hann stöðu sína tapaða, sem nálgast. Vesturlandastríðshaukar telja sig enga ábyrgð bera í þessu máli, telja Rússa bera alla ábyrgð, eins og innrásin í Úkraínu hafi verið gerð í tómarúmi, eins og Úkraína hafi ekki verið notuð sem inngönguleið fyrir vestræn áhrif í þetta mikla heimsveldi, sem áður hékk saman í kommúnismanum.
Vesturlandastríðshaukarnir eru líka til á Íslandi, sem finna alla sök hjá Rússum. Þannig manngerðir voru líka í Þýzkalandi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og töldu að rétt væri að hætta öllu, jafnvel að rétt væri að gera árás á Rússland (Sovétríki Stalíns) um hávetur, þótt hætta væri á að menn frysu þar í hel, sem gerðist.
Þetta stríð er fyrir löngu orðin algjör klikkun. Það er hægt að skilja frekar rökin fyrir innrás Rússa en óstjórnlegum ótta Vesturlanda við að Pútín sigri heimsbyggðina og að þetta sé upphaf að einhverjum alheimssigri hans á öðrum löndum.
Sigur Talíbana í Afganistan tel ég að hafi verið það sem hrinti Pútín útí innrásina. Þegar hann sá að Talíbönum var tekið opnum örmum af hrjáðum landsmönnum taldi hann að Rússum yrði tekið opnum örmum í Úkraínu. Þar misreiknaði hann sig herfilega. Stór hluti Úkraínumanna þráir að sameinast Evrópu, og Evrópusambandinu, en Afganistar samsama sig meira áróðrinum gegn Vesturlöndum, að öllum líkindum, sem er hluti af fjölmiðlun í múslimaríkjum einatt.
Sama hvort heimurinn ferst vegna heimsku og haturs í Vestri og annarsstaðar, eða valdasýki, þá verður áróðursstríðið áfram háð í rústum heimsins.
Okkur verður sagt að Rússar beri alla sökina, hvað sem gerist. Það skiptir engu hvort heimsbyggðin muni brenna í kjarnorkubáli eða efnahagshruni, Rússum verður kennt um allt.
Það verður að gera ráð fyrir jafnvel þeim möguleikum sem eru hryllilegastir. Kolsvartur djöfuldómurinn er hjá þeim sem plotta stríð og gjöreyðingu, hjá þeim sem ræna fólki aleigunni, lífinu, mannorðinu, hverju sem er, og kenna alltaf öðrum um.
Ég er kominn á þá skoðun núna að það hafi verið réttlátt af þjóðinni að fyllast af stolti yfir útrásarvíkingunum. Þeirra synd og þeirra glæpur var græðgi og trúgirni. Margt af því sem þeir gerðu það gerðu þeir samt í góðri trú og einfeldni.
Ég held að það verði að gera greinarmun á þeim syndum sem menn fremja af trúgirni og meðfæddum hvötum, eins og græðgi, sem útrásarvíkingarnir voru sekir um, og þeim syndum sem menn fremja af yfirvegun og miskunnarleysi, vitandi að svo mikið verði fallið, að það eina sem forði því sé að halda áfram á hinni röngu braut.
Eina leiðin til að koma á raunverulegu lýðræði er að hætta meðvirkninni, að hætta að trúa elítunni. Jú, það ber að refsa einhverjum eins og útrásarvíkingunum, en það dregur þróttinn úr þjóðinni um leið, dreifir kröftunum, tvístrar einbeitingunni.
Hvað vannst á áratugnum 2010 til 2020? Hreyfingin... Píratar.... Borgarahreyfingin... Björt framtíð, hvað gerðu þessir flokkar? Þeir hjökkuðu í sama farinu.
Á Íslandi hefur gilt merkilegt lögmál í stjórnmálunum. Vinstriflokkarnir hafa komið með kröfur en fólk úr Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum hefur hrint þeim til framkvæmda. Það sama hefði gerzt ef Frjálslyndi flokkurinn hefði náð nægilegri lýðhylli um 2007. Þá hefði ekki verið tekið við eins mörgu fólki frá útlöndum, að kröfu fólksins í landinu, og sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hefðu breytt þeim kröfum í landslög.
En þegar allt kemur til alls hefur þjóðin aðeins verið að draga úr sér þrótt og vit með því að efla vinstriflokkana, en hunza "hægriöfgaflokkana", þar sem raunveruleg þjóðerniskennd er, vörn fyrir fólkið í landinu.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 29
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 809
- Frá upphafi: 129981
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 614
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Afganskir Black-water málaliðar höfðu á tveim áratugum gengið til liðs við Pashtun þjóðina, og smámsaman umsnúið stjórnmálastefnu þeirra (Taliban). Bandaríkin voru aldrei hrakin úr Afganistan, heldur hafði Trump samið við þá. Síðustu dagar hernámsins var skipulagslegt klúðurhlaup sem síðar var eignað Bæden. Skipulag Úkro-nastistana sem kenndir eru við Azov hersveitina, eða Banderista-nasistana sem hafa stjórnað Úkraínu síðan í Maidan stjórnarráninu, eru allir þjálfaðir og skipulagðir af Blackwater (Blackrock).
Úkró stríðið, rétt eins og Covid helförin, er að mestu stýrt af Blackrock og Vanguard. Öll stjórnmál og allar fréttir, eru sviðsetning. Shakespeare útskýrði þetta snilldarlega, en það les enginn Shakespeare.
Guðjón E. Hreinberg, 4.1.2023 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.