3.1.2023 | 05:29
Gott áramótaskaup
Áramótaskaupin verða betri frá ári til árs nú seinni árin. Þetta nýjasta var óvenju gott, eins og flestir eru sammála um. Handritið að því kannski það bezta frá upphafi, en erfitt er að toppa stjörnuleikinn sem Laddi og Spaugstofumennirnir áttu 1981 og næstu árin á eftir.
Annars voru skaupin eftir 1981 einstök. Snilld Gísla Rúnars kom þar vel í ljós.
Dóra stóð sig frábærlega vel í þessu nýjasta áramótaskaupi og ætti að sjá um leikstjórn oftar.
Spaugstofan fékk eigin þætti 1989 eftir að hafa verið viðloðandi áramótaskaupin þar á undan. Ef RÚV ætlar ekki að borga Spaugstofumönnum fyrir nýja þætti gætu svona nýir grínistar búið til betri þætti en margt af því sem er á dagskránni nú um stundir.
Eitt af því sem mér fannst standa uppúr var að Spaugstofumennirnir komu saman að nýju í skaupinu, þótt það væri aðeins í mjög stuttu atriði. Gaman væri ef þeirra þáttur yrði endurlífgaður á RÚV, hæfileikarnir ábyggilega enn til staðar og húmorinn.
Annað ógleymanlegt atriði með boðskap sem hitti í mark var atriðið um Vinstri græna með útsölu á hugsjónum sínum, sama hvað það var.
Greinilegt er að teymið er að slípast sem unnið hefur að gerð skaupsins undanfarin ár. Það var að vísu endurnýjun núna, Dóra Jóhannsdóttir var leikstjóri en ekki Reynir Lyngdal. Sömu andlit í leikaraliði að hluta, nokkrir nýir leikarar samt.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 10
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 790
- Frá upphafi: 129962
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 598
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.