Baldur, guð jólanna

Af öllum þeim goðum sem nefnd eru í Snorra Eddu hygg ég að Baldur sé einna verst leikinn, það er að segja goðsagnir um hann úr lagi færðar og langt frá þeim firnamörgu sögum sem af honum voru sagðar á þeim firnalanga tíma sem hann var aðalguð norrænna manna.

Í Snorra Eddu er Baldur sagður sonur Óðins og þar er Óðinn sagður elztur guðanna, ættfaðir nokkurskonar. Sumir fræðimenn hafa gizkað á það að þessi snyrtilega fjölskyldusaga sem Snorri segir okkur sé einfölduð mynd gerð úr flóknari þáttum.

Í raun hef ég komizt að því að þessu er þveröfugt farið. Óðinn og bræður hans þrír eru yngstir guðanna, eða mögulega. Vili, Véi og Vóðinn hétu þeir upphaflega. Nöfn þeirra eru stórkostlega fróðleg. Vili þýðir í raun vilji, eða guð viljans. Véi er guð heilagleikans, hin heilögu vé eins og sagt er. Vóðinn gæti verið sá sem æðir eins og ljósgeislinn sjálfur, en þannig útskýrði Eiríkur Kjerúlf nafn Óðins í bók sinni um Völvuspá árið 1946, og hygg ég fáa hafa gert það betur. Það er ljósið sem veitir okkur innsýn í alheiminn, og stjarnvísindin byggjast á rannsóknum á margskonar ljósbylgjum, Óðni.

Sé gerð orðsifjaleg rannsókn á nafni Baldurs kemur í ljós að það nafn er ævafornt og upplýsir firnamargt. Orðið ball á ensku er sennilega dregið af þessu guðaheiti eins og mörg önnur orð, en ball merkir hnöttur eða bolti eins og menn vita, og hvað er sólin annað en hnöttur?

Margt er falið í Snorra Eddu sem er augljóst að var öðruvísi ef skynsemin er notuð. Það má alveg vera viss um það að sólarguði áttu fornmenn fleiri en einn.

Baldur var helzti sólarguð norrænna manna um mjög langt skeið, ég hygg að hann sé með elztu guðunum, jafnvel eins gamall og Helja, sem er sennilega elzt ásamt kannski tröllum sem ekki endilega bera þarna rétt nöfn, og slík goð hafa verið tignuð á ísöldunum fyrir meira en 10.000 árum. Það passar við þær rannsóknir sem sýna að norrænt og germanskt fólk hefur í sér mest af Neanderdalsmannagenum, við erum skyldust þeim, og okkar goðsagnir ættu því að geyma menjar um trúarbrögð þeirra skiljanlega.

Upphaflega goðsögnin um Baldur er eitthvað á þá leið að hann hafi farið til Heljar til að endurheimta sólina og fella Hel.

Í trúarjátningu kristninnar segir um Krist að hann hafi stigið niður til Heljar, sitji við hægri hönd Guðs föður og komi þaðan að dæma lifendur og dauða. Þetta er í raun samhljóða Baldursblótinu um sumt að minnsta kosti, en það eru til margar gerðir af því að vísu, Baldursblótinu, þessar langlífu goðsögn, sem kölluð er jólablót núna oft.

Baldur rís aftur frá dauðum þegar sólin hækkar á lofti samkvæmt goðsögninni. Hann kemur í vagni sínum, sem er sólarvagninn.

Guð áramótanna var Janus meðal Rómverja. Ég hygg að nafnið algenga á Íslandi, Jón, sé dregið af þessu guðaheiti en ekki nafninu Jóhannes.

Janus er guð breytinga og möguleika. Einar Pálsson taldi að dvergurinn Durinn væri sá sem í norrænni goðafræði gegndi hlutverki hans, en mörgum finnst það undarlegt og telja dverga ekki nógu merkilega til að teljast guðir.

Á öðrum stað í ritum Einars Pálssonar, sem eru stórmerkileg, telur hann að Freyr geti hafa gengt svipuðu hlutverki og Ósíris í fornegypzkri goðafræði, sá sem rís upp að vori, kornguð nokkurskonar. Freyr var þó Vanur, en meðal Ása hefur Baldur án efa gegnt þessu mikilvæga hlutverki, sem var oft miðlægt í heiðnum trúarbrögðum til forna, og er enn.

Ef Durinn var ekki samsvörun Janusar kann Baldur að hafa verið samsvörun hans í okkar heimshluta.

Merkilegt er að nútímavísindin staðfesta nokkurnveginn allt sem kemur fram í jólablótinu/Baldursblótinu.

Því var trúað að hvert ár væri nýtt, að árið endurfæddist, að gamla árið myndi deyja, því við erum í Helju, og Baldur vegur Helju þegar hann mætir henni um áramótin. Ný Helja fæðist þannig um hver áramót, Helja, sem við erum í og tilheyrum.

Hvað kenna stjörnuvísindin okkur? Sagt er að allar frumur okkar endurnýist, og að við séum öll gerð úr stjarnefnum. Skammtafræðin kennir okkur að sífellt skammtaflökt á sér stað, og að það sem við upplifum geti verið hreyfing á skammasviðinu, að stöðug endurnýjun einda geti verið eðli tilverunnar og tímans, hvernig hann líður og hvernig allt breytist.

Ásatrúin var aldrei trú, heldur vísindi. Heiðnir fornmenn voru ekki fyrir undirgefni við goðin.

Allt passar þetta við goðsagnirnar um að Baldur vegi Helju og að nýr Baldur komi á hverju ári, ný sól, hið lífgefandi afl sem allir trúðu á til forna.

Það flækir þetta eitthvað að guðinn Jólnir er talinn hafa verið Óðinn. Það er þó auðvelt að leysa úr því. Þegar guð drap annan guð tók hann á sig nafn hins drepna guðs, og var einnig kallaður hans nafni.

Þetta kann að hafa verið hluti af þessum stríðum á milli ættbálka og þjóðflokka til forna, en það sýnir að öll þessi nöfn sem Óðinn ber í Snorra Eddu eru afleiðing af langri þróun.

Hvað sýnir nafnið á bústaði Baldurs, Breiðablik? Það gæti verið annað nafn yfir regnbogann, sem flutti goðin til Miðgarðs, mannanna, en gæti einnig þýtt annað. Breiðablik væri hægt að þýða sem hinn mikli og víðfemi ljómi, sem á vel við himininn, enda ekkert eðlilegra en að sólin eigi heima á himninum, Baldur eigi heima þar.

Trúin á Baldur lifði mjög lengi. Mörg trúskipti hafa orðið í heiðna heiminum, eða yfirtökur trúarbragða, á löngum tíma. Sigur Ásatrúarinnar á Vanatrúnni hefur kannski verið enn átakameiri en sigur kristninnar á Ásatrúnni.

Baldur eða einhver samsvarandi og kannski með svipað nafn hefur einnig verið tignaður fyrir langa löngu af Vanadýrkendum.

Fólkið hafði mjög mikla þörf fyrir Baldur. Þessvegna gerði Snorri Sturluson hann eins líkan Kristi og hægt var, og um leið var þagað um margt í sambandi við hann, eins og að Baldur var ekki síður stríðsguð í heiðninni.

Enginn atburður var eins átakanlegur fyrir fólk í heiðninni eins og veturinn og kuldinn, dauði Baldurs. Þessvegna snýr Snorri Sturluson goðsögnunum lipurlega á villigötur, einmitt þegar fólk var farið að gleyma þessu, og þessar sagnir voru orðnar hálfgert tabú, sem þó var enn sagt frá á kvöldvökum og börnum var kennt þetta, sumsstaðar á landinu, án efa.

Með tímanum var þó reynt að búa til skemmtisögur úr þessu, en ekki þann heilagleika sem finnst í Biblíunni til goðsagnanna þar.

Með því að kalla Baldur son Óðins var einnig gert lítið úr honum. Að vísu er það rétt að í ævafornum goðsögnum var alltaf talað um harm Friggjar við dauða Baldurs, og einmitt það goðsagnaminni hafði gríðarlega áhrif á öllum Vesturlöndum á kristnina, og breyttist í goðsögnina um Maríu mey með Jesúbarnið.

Eða öllu heldur, sumsstaðar, þar sem breytt var frá trúnni á Baldur yfir í trúna á Krist. Samræmd kristni komst ekki á fyrr en löngu síðar, og kannski er hún ekki enn samræmd að öllu leyti. Staðbundnar áherzlur finnast að minnsta kosti enn, þótt samræmingin sé býsna mikil.

Hitt er svo annað mál að kristnin er að deyja út, og islam tekur við víða, með fólkinu sem kemur frá öðrum löndum og er þeirrar trúar sem það ólst upp við. Eða þá að fólk vill vera trúlaust, eða taka upp allskonar trúarbrögð framandi héðan og þaðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 137
  • Sl. viku: 813
  • Frá upphafi: 133758

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 632
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband