28.12.2022 | 01:18
Bjartsýni er nauðsynleg í umhverfismálum
Andri Snær Magnason var í viðtali í fjölmiðlum nýlega, á Hringbraut. Mér finnst það hvetjandi að hann talar enn um umhverfismál og að mannkynið þurfi að skipta um stefnu. Hann talar enn um að breytingar þurfi að verða á næstu 15 árum, annars verði það of seint.
Ég er sammála honum, nema svartsýni og þunglyndi er nokkuð sem ásækir mig þegar ég velti slíku fyrir mér og ýmsu öðru með þetta mannkyn okkar.
Andri Snær er á margan hátt persónugervingur umhverfisverndar á þessu landi, eins og Ómar Ragnarsson og nokkrir aðrir, jafnvel ég, á meðal þeirra sem kannast við lögin á "Blóm, friður og ást" eftir mig frá 2000, eins og "Björgunarlag".
Ég kann vel við snjó og ef þessi kuldatíð er ekki merki um nýja ísöld heldur bara venjulegt vetrarverður kemur manni fátt betur í jólaskap en slíkur jólasnjór.
Vagn bloggari segir að þetta verðurfar passi við reiknilíkönin um hamfarahlýnun af mannavöldum. Að þessu sinni er ég sammála honum þótt í öðrum málum sé ég það ekki endilega. Andri Snær er einnig á því að heimsendir sé í nánd nema mannkynið breyti um stefnu.
En ég er ekki bjartsýnn á framtíð þessa mannkyns í raun. Fólki er fjarstýrt frá öðrum hnöttum. Skoðanir koma þaðan, ekki frá okkur sjálfum, í flestum tilfellum. Afneitun margra á hamfarahlýnuninni af mannavöldum er einnig fjarstýrt viðbragð.
Átök heitara lofts og þess lofts sem er kaldara skapar þessar öfgar, þar til búast má við nýrri ísöld. Vagn bloggari fjallar um þetta einnig á þann hátt. Þannig voru kenningar margra sem um þetta fjölluðu og þær virðast vera að ganga eftir, nema þetta sé náttúruleg sveifla.
Ég tek talsvert mikið mark á Trausta Jónssyni, að vísu. Ekki er gott að segja hvaða skoðanir hann hefur á manngerðu loftslagi, en hann fer allavega varlega í sakirnar og fjallar ekki um það á sínu bloggi um veður. Jafnvel má greina það af skrifum hans að hann telji náttúrulegar sveiflur frekar skýra veðurfarið hverju sinni, en ekki er gott að segja hvort hann taki ekki líka eitthvað mark á þeim sem tala um manngert veðurfar.
En gott er að lesa það sem hann skrifar um veður, því það róar mann oft niður, vegna þess að hann finnur dæmi úr fortíðinni um samsvarandi eða svipuð veður sem gætu flokkazt undir manngerð veður.
Ekki endilega bestu skilyrðin á gamlárskvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 100
- Sl. viku: 605
- Frá upphafi: 132058
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 499
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.