Aldrei kemur annað efnahagshrun, ljóð frá 27. janúar 2002.

Eitt sinn fannst mér þessi texti ónothæfur því hann rættist ekki, það er að segja að einmitt það þveröfga kom í ljós 2008. Nú er ég kominn á þá skoðun að "ignorance is bliss", fávizkan er gleðin.

Þetta var tekið upp fyrir hljómdiskinn "Við viljum jafnrétti", en ekki notað.

Of margir jazzhljómar.

Næstum engin laglína.

En samt er þetta það sem maður ætti að keppast að, bara að trúa á jafnaðarboðskapinn án gagnrýni. Að telja RÚV alheiminn.

Ef maður trúir þessu getur maður látið sér standa á sama um veruleikann.

Það hlýtur að vera takmarkið.

Ég er ánægður með þennan texta vegna þess að hann passar við nútímann, löngunina til að vera einsog fjöldinn. Það hlýtur að vera takmarkið.

Maður þarf engan veruleika, engan sannleika, ef maður bara er hlýtt og gott barn þeirra sem maður á að trúa á, þeirra sem redda heiminum, koma á réttlæti og jafnrétti.

Ég vil verða einsog Bubbi Morthens. Ég vil vinsældir frekar en eitthvað annað, og lifa af listinni. Það þýðir að maður verður að syngja svona söngva.

 

Aldrei kemur annað efnahagshrun.

Jafnréttið breytti þessu öllu.

Nú vinna

kommúnistar

með kapítalistum

og allt er gott.

 

Engin vandamál

eru til lengur.

Þetta er fullkomið.

 

Og þú sérð það líka,

og þú fattar það líka.

 

Endalok sögunnar.

 

Engin vandamál

lengur.

 

Jafnréttið

sigraði

allt.

 

Jafnréttið

bjargaði

heiminum.

 

Fullkomið fólk,

hamingjusamt fólk

og enginn þarf

að kvarta.

 

Ekki lengur

að minnsta

kosti.

 

Og þú segir það sama og allir aðrir,

og hún er óeigingjörn.

Hún hefur engan áhuga á öfgum,

hún hefur engan áhuga á neinu slíku.

Hún er algjör húmanisti

einsog allir aðrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 622
  • Frá upphafi: 132075

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband