Erfðasyndin getur verið svo margt

Mannkynið er á gjöreyðingarbraut. Það þarf ekkert að ræða það. Áhugavert er hvernig þetta byrjaði allt. Hvað er líf? Er hægt að skilgreina líf? Hafa ríkir jarðarbúar rétt og mátt sem manni virðist?

Margt fróðlegt tilheyrir kristinni trú, bæði í hefðum og bókmenntum. Erfðasyndin finnst mér áhugavert hugtak. Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort eitthvað sé hæft í slíku eða ekki.

Ég trúi ekki endilega þeirri skýringu á erfðasyndinni að hún sé fall Evu og Adams. Eða öllu heldur, ég held að það sé einföldun og þarfnist frekari og vísindalegri skýringa við, en ég held að eitthvað sé hæft í slíkum mýtum.

Hin raunverulega erfðasynd átti sér stað í alheiminum takmarkaða sem nefndur er Mú. Þar endurfæddust forfeður okkar og formæður þar til hann leið undir lok. Þá tók við líf í Le, öðrum takmörkuðum alheimi, eða búlgi, eins og ég vil orða það. Þar urðu syndir mannanna meiri og verri, þeir vikust enn meira undan vilja guðanna.

Sagan um Ask og Emblu tel ég að sé raunveruleg sköpunarsaga sem átti sér stað á Mú. Aðrar sköpunarsögur eru eftirmyndir.

Mú var fyrsti alheimurinn, þar sem við urðum til, eða forfeður okkar og formæður. Þar átti sér syndafallið, án efa.

Takmark hverrar sköpunar er að verða sköpurunum til dýrðar, að fjölga sér og fullkomnast.

Erfðasyndin var sem sagt óhlýðni við guðina og gyðjurnar í Valhöll, að sköpunin fór að tigna tröll, það er að segja önnur goð, eða djöfla.

Kynþáttahyggjan er eitt það heilagasta í sköpuninni, að virða útlit sem gefið var upphaflega af guðunum, hvernig svo sem það er, og það getur verið margvíslegt. Þetta var eitt af því fyrsta sem þessi mannkyn gerðu sem voru ófullkomin, að fjölga sér með dýrum og öðrum tegundum mannapa og mannvera. Það var erfðasyndin.

Le var annar takmarkaður alheimur. Þar voru refsingar teknar upp með skipulegum hætti af sköpurunum, það er að segja að lífið á Mú var paradís, án sjúkdóma og ósamstillingar, án erfiðleika, fyrr en eftir brotin gegn vilja guðanna.

Lemúra var þriðji takmarkaði alheimurinn. Þar varð helstefnan jafnvel enn verri.

Atlantis var fjórði takmarkaði alheimurinn. Fleiri skrímsli komu til sögunnar og ógnir, meiri helstefna, ólíkari tegundir sem börðust um lífsrýmið, meiri kvalir, meiri refsingar, meiri óhlýðni, en samt eins og frá upphafi, það kom í bylgjum, góðir tímar og vondir tímar, refsingar og umbunir.

Þennan takmarkaða alheim veit ég ekki hvað á að kalla. Ætli hann sé ekki kallaður Armageddon, eftir þeim fyrirframgerðu örlögum sem stefnt er að?

Í gegnum alla mannkynssöguna höfum við fengið tækifæri og alltaf fallið á prófunum að lokum, en náð einhverjum stigum um stundarsakir og þá hefur birt til og nokkur gæfa fallið okkur í skaut af margvíslegu tagi.

Hvernig er hægt að sanna þetta? Hvar eru vísbendingarnar? Þetta er eitthvað sem er hvíslað að manni. Það er stundum réttara en það sem hrópað er á torgum eða auglýst sem sannleikur af vísindasamfélaginu eða hefðbundnum trúarbrögðum sem eru gróðabraskmaskínur að hluta til.

Eitt atriði er mjög sláandi og til að sannfæra mann um að þessi veruleiki okkar sé ekki allur sem hann er séður, sem allir lesendur þessa pistils geta rannsakað af eigin rammleik. Það er þetta: Fólk hlustar yfirleitt ekki á rök. Það skiptir ekki hvort eitthvað sé vel rökstutt heldur hver segir það, og einnig hvort nógu margir öskri það sama hversu mikið sem búið er að afsanna það af fáeinum útvöldum.

Þetta eitt segir manni býsna margt.

Fólki er ekki sjálfrátt. Fólk er leitt áfram eins og fyrir annarra vilja. Það er að segja, frjáls vilji ræður ekki.

Til dæmis. Ef þú bendir fólki á að mengun sé ekki góð fyrir umhverfið þá fer það eftir stjórnmálaskoðun hvort viðkomandi felst á það eða ekki, en það ætti að segja sig sjálft.

Ef þú bendir fólki á að ótakmarkaður innflutningur á fólki sem tilheyrir framandi menningu gerist það sama, það fer eftir hvort viðkomandi er til hægri eða vinstri hvort undirtektir verða góðar eða slæmar eða engar. Það er sem sagt ekki hægt að rökræða við fólk. Það er fast á básum og er ekki hreyfanlegt. Það minnir meira á beljur í fjósi en frjálsar verur sem hreyfa sig af eigin rammleik.

Að sama skapi hugsar vinstrisinnað fólk meira um hollnustu en hægrisinnað, það er hluti af þeirra pólitísku rétthugsun og innrætingu.

Allt þetta og meira til sannfærir mig um að frjáls vilji sé varla til í þessum heimi. Jú, hann er til, en hann bærir varla á sér og kemst sjaldnast til framkvæmda. Áður en fólk nýtir hann eru allskonar rimlar hugans sem stöðva hina frjálsu ákvörðun og hegðun.

Sumir sem skrifa blogg vekja sérstaka athygli hjá mér þannig að boltar sem þeir henda á loft grípa aðrir, til dæmis einhver annar pælari eins og ég.

Guðjón Hreinberg er sannur heimspekingur, til dæmis. Hann fer útfyrir meginstrauminn og vekur undrun.

Hann hefur spurt að því "Hvað er líf?" Er hægt að skilgreina líf?

Fyrst þarf að skilgreina andann. Hvað er hann, eða hvað er sálin?

 

"Önd gaf Óðinn,

óð gaf Hænir,

lá gaf Lóðurr

ok litu góða."

 

Þetta stendur í Völuspá.

 

Önd er þýtt sem lífsandi eða líf. Það þýðir í raun sál eða það sem tengt er guðunum eða einhverjum almáttugum guði.

Óður er vitsmunir, skynsemi, eðli, lífsandi, það sem greinir manninn frá dýrum.

Lá er bæði orð yfir sjó og blóð eða ætt, kynstofn, fjölskyldu.

 

Hænir og Lóðurr eru dularfullir guðir. Sumir telja að Lóðurr sé annað nafn á Loka en það er ósannað.

Líf líkamans er eitt og líf andans er annað. Svo virðist sem líf líkamans sé einhverskonar heild eða samansafnaður efna sem eru skipulögð til starfsemi. Líf andans er fólgið í innsæi og tengingu við aðrar lífverur og æðri mátt, guði eða einhvern almáttugan guð, eða samkvæmt eiginlega langflestum trúarbrögðum að minnsta kosti, og eitthvað mark verður að taka á þeim.

Ef við værum frjáls og eins og fólkið sem Sókrates ræddi á sínum tíma í Grikklandi til forna og ef við gætum tekið mark á fólki sem vill frelsa okkur undan Bill Gates og slíkum auðrónum þá værum við með frjálsan vilja, eða virkan frjálsan vilja, ekki andsetin, eins og ég tel að fjöldinn sé. Að vinstrimenn þurfi að taka það sem geðbilun eða móðgun að benda á slík samsæri sýnir mjög vel að mannkyninu er ekki viðbjargandi.

Eitt það merkilegasta sem dr. Helgi Pjeturss sýndi fram á í ritum sínum er að helstefnan getur haldið áfram næstum endalaust. Það þýðir að fólk getur orðið þjáðara og kvaldara ótrúlega lengi eins og á okkar jörð. Það er engin eða lítil von fyrir fólk sem er með fólk í valdamiklum stöðum haldið ofsóknaræði. Slíkt ofsóknaræði hjá valdhöfum brýzt ævinlega út í ofsóknum í garð þegnanna.

Einnig er það svo að þegar lög landsins eru orðin í andstöðu við lögmál Gamla testamentisins, til dæmis þegar bann við samkynhneigð er hunzað þá er komin upp gjá á milli vilja Guðs og vilja mannanna. Syndin er orðin kerfisbundin. Einnig ef líkamar manna eru notaðir sem vígvöllur fyrir gróðabrall, hvort sem það eru lýtalækningar, líkamsskraut eins og húðflúr eða bóluefni sem eru skaðleg eða óþörf, þá er musteri Guðs orðið að ræningjabæli, eins og haft er eftir Kristi. Þén en ekki stofa er slík stofnun, þén beygist eins og lén, hvorugkynsorð, eins og mörg vond orð.

Eyðileggingarstarfsemi femínisma felur meðal annars í sér að útrýma karlkynsorðum og gera þau hvorugkyns einsog mannkynið allt.

Ef fólkið tekur ekki völdin í eigin hendur og gerir uppreisn þá heldur það áfram að kveljast. Eiga yfirvöld að raska allsherjarreglu og leyfa þrýstihópum að hafa forgang, hvort sem þeir vilja engin landamæri eða eitthvað annað? Sjálfsblekkingar og dáleiðingar innsettar af valdhöfum vinstrisinnuðum skapa einnig óhamingju að lokum, þótt þær stefni að værðarmóki sem lengst.

Yfirvöld sem fremja glæpi og stunda hryðjuverk geta haft á sér blæ heilagleika og réttlætis, sérstaklega ef sama ástandið er ríkjandi um allan heim.

Slík yfirvöld geta kallað önnur yfirvöld fasísk, sem reyna að starfa í samræmi við aldagamlan boðskap trúarbragðanna, islam og kristninnar og fleiri trúarbragða.

Almenningur ætti ekki að láta blekkjast. Kosningar eru rétti staðurinn til að gera breytingar. Heimskulegt er að ætla að keyra bíla inní skrúðgöngur til að mótmæla eða eitthvað slíkt.

Það er skelfilegt þegar málefni þjóðfélagsins eru komin af samræðustiginu yfir á ofbeldisstigið. Það sýnir helstefnu verri en hún var áður.

Það er hætt við því að refsingar í garð þeirra sem hyggja á afbrot eða láta verða af þeim dugi ekki til í raun til að afstýra óhæfuverkum. Óhamingjan sem liggur til grundvallar er ástæðan.

Af hverju þarf íslenzk menning að fylgja nákvæmlega sama fordæmi og evrópska og bandaríska menningin?

Af hverju þurfum við alltaf að vera 20 - 30 árum á eftir? Af hverju getum við ekki verið sjálfstæð þjóð sem hafnar mistökum annarra landa og þjóða, eins og ýmsir stjórnmálamenn í örflokkum hafa kallað eftir? Til dæmis er Íslenzka þjóðfylkingin með slíka stefnu, Frelsisflokkurinn og Lýðræðishreyfing Guðmundar Franklíns, eða Flokkur fólksins og Miðflokkurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það mætti nú skrifa þykka bók, með mörgum köflum, til að hjúpa allt það sem hér kemur fram.

Vil tjá mig um þetta með erfðasindina (er hættur að rita synd), en Eingyðistrúarbrögðin hafa rætt hana í tæp sexþúsund ár án niðurstöðu; og það er einmitt málið. Heimspekingurinn Adam og Spámaðurinn Eva, áttuðu sig á einhverjum leyndardómi (að mínu mati) og komust að þeirri niðurstöðu að best væri að koma þessum leyndardómi frá sér með því að auðkenna sjálf sig sem gerendur ansnúinni sjálfsfrásögu, svo einfaldri að auðvelt væri að muna söguna orðrétt en um leið þannig að hún lifi og auðgi djúphygldan svo lengi sem hann heldur sig á þrönga og hlykkjótta.

Beztu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 17.12.2022 kl. 09:28

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

leiðr. "gerendur í andsnúinni eða umsnúinni sjálfsfrásögu"

Guðjón E. Hreinberg, 17.12.2022 kl. 09:29

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Vil fá að bæta einu við.

Ég hef lengi hafnað þeirri skoðun efnishyggjufólks að Biblían sé að fullyrða að Adam og Eva hafi verið fyrsta fólkið á jörðinni í bókstaflegri merkingu, heldur hafi þau verið það í frumspekilegri merkingu sem fyrsta Eingyðistrúarfólkið sem opinberlega vitnaði um slíka trú og af merkingarfræðilegri yfirvegun. Fram að öld Sósíalismans 1920, hvarflaði ekki að nokkrum manni að túlka Bibbuna sem efnis-rit, heldur sem frumspekilegt (physical vs. metaphysical).

Guðjón E. Hreinberg, 17.12.2022 kl. 09:32

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er smekksatriði hvort þú ritar synd eða sind. Það má alveg leika sér að tungumálinu. Hitt er annað mál að íslenzka ritunarmyndin er án efa réttari:

From Middle English sinne, synne, sunne, zen, from Old English synn (“sin”), from Proto-West Germanic *sunnju, from Proto-Germanic *sunjō (“truth, excuse”) and *sundī, *sundijō (“sin”), from Proto-Indo-European *h₁s-ónt-ih₂, from *h₁sónts ("being, true", implying a verdict of "truly guilty" against an accusation or charge), from *h₁es- (“to be”); compare Old English sōþ ("true"; see sooth). Doublet of suttee.

The word sin is, unsurprisingly, not one of the newer additions to our vocabulary; it has been in use for well over a thousand years. Our current form of the word comes from the Middle English sinne, which is itself from the Old English syn. The original meanings of sin were largely concerned with religious matters (“a transgression of religious law,” “an offense against God”).

(Wikipedia og slíkt).

Orðið sin (synd í nútímaensku) er að því er ég tel ekki dregið af synd heldur sinni, sem er sama og hugur. Það er þessvegna einhverskonar brengluð mynd af orðinu hugarvilla á ensku. Niður hefur fallið "Error of sinne" og eftir staðið bara sin.

Synd er skylt gyðjuheitinu Syn, sem er gyðja réttlætis, laga og refsinga, meðal annars. 

En kosturinn við að rita sind er að fólk fer að pæla í upprunanum og spyrja sig hvaðan ypsilonið kemur.

Ingólfur Sigurðsson, 17.12.2022 kl. 16:12

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Tek undir þetta með Adam og Evu. Þau hafa ekki verið fyrsta fólkið á jörðinni. En það sem Eva sagði við Höggorminn og Guð mætti túlka sem hún hafi verið fyrsti heimspekingurinn.

Ingólfur Sigurðsson, 17.12.2022 kl. 16:14

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er ágætt að lesa predikanir þínar séra Guðmundur. Þær minna mig á það hvernig prestar eiga að vera, ekki að gefa eftir og þóknast heiminum. Já þetta minnir mig á kirkjurnar eins og þær voru. Takk fyrir boðskapinn. Maður hefur lært ýmislegt annað á lífsleiðinni.

Ég er sammála því að prestar verða að boða það sem stendur í Biblíunni, en fyrir einstaklinginn að trúa, það getur verið erfitt.

Ingólfur Sigurðsson, 18.12.2022 kl. 05:44

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þarfur pistill Ingólfur, -með góðri tilvitnun í Völuspá ásamt skýringum, og ekki eru athugasemdirnar hér að ofan síðri.

Magnús Sigurðsson, 18.12.2022 kl. 08:02

8 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir innleggið Magnús. Já það má taka undir það, þegar athugasemdir koma frá ólíku fólki þá verður umfjöllunarefnið marglaga. Svo er það þannig að hægt er að taka upp þessa punkta sem ég er með og spinna út frá þeim eitthvað nýtt. Erfðasyndin er gamalt viðfangsefni og virðist óþrjótandi umfjöllunarefni.

Ingólfur Sigurðsson, 18.12.2022 kl. 18:04

9 Smámynd: Loncexter

Margir ,,fræðingar" á internetinu mikla, vilja meina að sagan um um Adam og Evu sé í líkingarformi í flestum biblíum.

Adam og Eva hittu í raun veru sem tókst að koma sínu dna í þau bæði. (Ætla ekki að útlista nánar þann atburð vegna ritskoðunar hér eins og annarsstaðar)

Þetta dna verður til þess að syndlegt og ömurlegt eðli kemst í bæði hjónakornin, og dauðinn fylgir með þessu dna í kaupbæti.

Þegar María Mey verður til, er það án lífræðilegs föðurs, og þess vegna verður Jesú 100 pr. hreinn.

Það gerði satann alveg arfa-illann og ekki minnkaði illskan þegar maría Magd. eignaðist Söru með Jesú án þess að hatursmenn Jesú föttuðu neitt.

Svæsnustu samsæriskenningarnar halda því fram að vissir vísindamenn viti um ,,bloodline" Söru og séu að eyða henni á bak við tjöldin.

Loncexter, 19.12.2022 kl. 18:07

10 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er áhugavert Loncexter. Ég hef gaman að svona samsæriskenningum. 

Allavega sagan um Adam og Evu er dæmisaga, eða stytting úr miklu lengri frásögn, ég er sammála um það. 

Lengi er hægt að pæla í þessu og kannski kemst maður hænufet áfram.

En Sara, er það dóttir Krists? (Eignaðist Söru með Jesú). Þetta er eitthvað sem ég hef ekki frétt um áður.

Ingólfur Sigurðsson, 20.12.2022 kl. 00:44

11 Smámynd: Loncexter

Það hafa verið að koma í ljós gömul handrit og fl. sem styðja þá sögu að M.Magdalena hafa verið par.

Maður á You Tube fjallaði eitt sinn um málið og er hér linkur á gaurinn.

https://en.wikipedia.org/wiki/Simcha_Jacobovici

Loncexter, 20.12.2022 kl. 17:04

12 Smámynd: Loncexter

Þeir sem grúska eitthvað í sögu musterisriddra, munu sjá að þeir vissu um Söru og samband Jesú og M.M .

Merkilegt og nokkuð magnað.

Loncexter, 20.12.2022 kl. 17:07

13 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir þessar upplýsingar Loncexter. Ég kannast við sumt af þessu og vil gjarnan lesa mér meira til um þetta. Það þykir stórmál ef hæfileikar eins og Krists erfast til komandi kynslóða. Þetta var meira að segja eitt af því sem mestsölubókin Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown fjallaði um.

Já það var fullt að gerast í fortíðinni. Það sem leynifélög liðinna alda byggja á kann að vera stórmerkilegt.

Það væri fróðlegt að vita hvað Guðjón Hreinberg segir um þetta, sem er fjölfróður um svona mál.

Þetta með musterisriddarana hafði ég eitthvað lesið um.

Já, ég hef lesið um að vissar ættir í Evrópu hafi haft sérstaka hæfileika vegna þessara ættartengsla, eða talið sig hafa slíka hæfileika.

Ingólfur Sigurðsson, 21.12.2022 kl. 02:40

14 Smámynd: Loncexter

Það verða margir hissa þegar þeir sjá einn dag hvað er falið á íslandi. 

Ekki að tala um kaleik, en jafnvel eitthvað stærra. ?

Loncexter, 21.12.2022 kl. 17:50

15 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þú hefur vakið áhuga minn á þessu Loncexter. Ég veit ekki hvort þú vilt gefa meira upp um þetta, en það væri spennandi að fá hint... (ábendingu).

Ingólfur Sigurðsson, 22.12.2022 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 191
  • Sl. sólarhring: 192
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 127196

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 568
  • Gestir í dag: 106
  • IP-tölur í dag: 106

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband