13.12.2022 | 02:09
Einelti í garð útskúfaðra og fólksfækkunarvandinn - sem er fólksfjölgunarvandi annarsstaðar.
Þessi fyrirsögn segir svo margt að hún er þess verð að leggja út af henni, eins og prestarnir segja í ræðustólunum. "Hefði viljað vera elskaður þegar ég þurfti mest á því að halda", segir íþróttamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson í þessu viðtali. Ekki ætla ég hér að fjalla um íþróttir, en þær eru ágætar til síns brúks í hófi. Samt finnst mér annað mætti fá meiri athygli stundum, eins og tónlist, menning og listir, sérstaklega þegar öll dagskrá riðlast í sjónvarpinu útaf heimsmeistarakeppnum.
Þessi landsþekkti landsliðsmarkvörður í handbolta segir að hann hafi verið lagður í einelti í æsku og hafi það verið mjög erfitt fyrir hann. Þá fékk hann að heyra þær nöpru og nístandi dóma frá fullorðna fólkinu að aldrei yrði neitt úr honum.
Ég ætla nú að tala um ýmis fórnarlömb. Ég ætla að segja að þetta eigi við um margar konur og stelpur sem segja farir sínar ekki sléttar vegna samskipta við hitt kynið, - eða að minnsta kosti má gera ráð fyrir að sumar sögur þeirra séu sannar og frá hjartanu á meðan afgangurinn af þeim er að þessu til að fá athygli og peninga, og betri samfélagsstöðu, eða hrós frá vinkonum og vinum sem eru sama sinnis.
En fyrst og fremst vil ég benda á að þessi setning landsliðskappans fræga á við um slaufaða karlmenn sem eru lagðir í einelti af samfélaginu, og oftast fyrir eitthvað sem er hluti af menningunni, og var ekki talið rangt þegar þeir ólust upp.
Það er mikið myrkur í sálum mannanna á þessum tímum. Stríðið í Úkraínu er ekki eina dæmið um það, því miður. Sæðisfrumum karla hefur fækkað um 62% á heimsvísu segir í nýrri DV frétt. Niðurstöðurnar eru frá Ísrael, Danmörku, Bandaríkjunum, Brazilíu og Spáni. Þær eru samhljóma frá öllum þessum löndum.
Svipuð rannsókn frá 1973 til 2017 sýndi 51% fækkun. Þetta sýnir að helstefnan verður verri og verri, útrýming mannkynsins nálgast hraðar og hraðar. "Við ættum að vera hissa en um leið áhyggjufull", segir Hagai Levine, við hebreska háskólann í Jerúsalem, sem vitnað er í.
Athugasemdir eru allar jafn heimskulegar eins og venjulega eins og þetta sé hið bezta mál, eins og búast má við af vinstrimönnum, vélmennum, andsetlingum.
Ég hef kynnt mér þetta betur en þessir vinstrimenn sem vilja útrýma sér og öðrum. Þeir sem þekkja til mannfjöldafræðigreinarinnar vita að við erum að tala um kúrvur sem hægt er að reikna út.
Nokkur svæði á jörðinni eru ennþá á hinni rísandi kúrvu mannfjöldaþróunarinnar, en það er lýsing á heimsálfum eða löndum sem eru að koma úr fátækt yfir í velmegun. Þar fjölgar fólki og því meira sem álfurnar eða löndin eru fjölmennari. Þetta á við um Afríku og fáein önnur svæði, jafnvel Indland, en ekki Asíu nema að einhverju leyti. Evrópa er öll komin á útrýmingarkúrvuna, nema kannski örfáar undantekningar.
Bandaríkin glíma ekki við mikinn fólksfækkunarvanda, en sjá fram á að hann aukist þó í náinni framtíð. Þar verða breytingar eins og annarsstaðar, germönsku fólki fækkar mest yfirleitt, sérstaklega þar sem velmegun er mikil. Enn vilja þó margir flytjast til Bandaríkjanna svo vandamálið er ekki eins áberandi þar og víða í Evrópu.
Í heildina er eykst mannfjöldinn á jörðinni ennþá á okkar tímum á meðan fjölmennustu hóparnir eru að ná sömu lífskjörum og fólkið á vesturlöndum.
Ógnin sem þessir vísindamenn tala um felst í því að fyrr eða seinna fara allir á fækkunarkúrvuna ef svo fer fram sem horfir, og þá verður hún óstöðvandi, eða lóðrétt hrun, eða boglína niður að minnsta kosti.
Hvort sem fólk er kvenkyns eða karlkyns þekkja flestir óhamingju. Mér er það fyrirmunað að skilja hvernig femínismi og Metoo hefur aukið hamingju fólks eða bætt lífsgæðin eða fært fólk nær hvert öðru eða gert eitthvað annað jákvætt.
Sjálfsmorð ungra karlmanna eru mjög algeng. Óhamingja og einsemd er þvílíkur faraldur að þunglyndislyfjanotkun er í hæstu hæðum á Íslandi, sem áður taldist land hamingjusömustu þjóðar í heimi.
Hefði viljað vera elskaður þegar ég þurfti mest á því að halda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 111
- Sl. sólarhring: 113
- Sl. viku: 783
- Frá upphafi: 133463
Annað
- Innlit í dag: 92
- Innlit sl. viku: 601
- Gestir í dag: 88
- IP-tölur í dag: 86
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill Ingólfur, eins og þín var von og vísa.
Magnús Sigurðsson, 13.12.2022 kl. 06:26
Takk fyrir Magnús. Oft er það þannig að mér finnst vanta eitthvað sjónarhorn í umræðuna. Elítufjölmiðlarnir leiða fólk afvega og maður reynir að koma með ný sjónarhorn.
Ingólfur Sigurðsson, 13.12.2022 kl. 14:28
Mannræktarfólkið (Eugenicists) er oft ásakað um að vilja fækka mannkyni, enda kemur sú ástríða fram í skrifum og ræðum flestra slíkra síðustu 180 árin. Við vitum vel af öllum þjóðarmorðunum, og yfirstandandi heimsmorði, en; til að taka líf þarftu að vita hvað líf er, og það veit enginn hvað líf er.
Sjálfur held ég að mannfjöldinn hafi rokkað á milli sex og átta milljarða, eins og öldur á strönd, í tæp sex þúsund ár, og ég tel mig hafa sýnt fram á þetta með frekar áreiðnalegri rakningu.
Guðjón E. Hreinberg, 13.12.2022 kl. 22:59
En taktu eftir því Guðjón að það eru gyðingar sem eru framarlega í þessum rannsóknum, sem þekkja af eigin raun hvað það er að valdhafar fækka fólki af ákveðnum uppruna. Nú um stundir fækkar germönsku fólki gríðarlega og hefur gert lengi. Það er tæplega leyfilegt. Þetta er kannski spurning um réttinn til að hræra svona í mannfjöldanum eins og Guð sjálfur sé að verki, en einnig er mögulegt að mannkynið deyi út með þessu.
En athugasemdir þínar eru ævinlega fróðlegar, takk fyrir.
Ingólfur Sigurðsson, 14.12.2022 kl. 00:24
Stundum finnst mér þú fara óraveg frá vísindunum Guðjón, þótt margt sé mjög áhugavert og frumlegt sem þú skrifar. Mér fannst ég ekki hafa svarað þér nægilega vel og verð að mótmæla því sem þú heldur fram að mannfjöldinn síðastliðin sexþúsund ár hafi verið nokkuð jafn á milli sex og átta milljarða.
Lestu pistilinn eftir Sigurð Má Jónsson, sigurdurmar.blog.is. "Mannfjöldaþróun:Hvað á að gera við allt þetta fólk?" (Birtist 2. janúar 2020).
"Við upphaf landbúnaðarbyltingarinnar er talið að um fimm milljónir (ekki milljarðar) hafi búið á jörðinni."
"Fyrir miðja 19. öld var mannfjöldi um eitt þúsund milljónir".
"1928 - 200 milljónir... 1974 - 4000 milljónir... 2000 - 6000 milljónir..." 2022 8 MILLJARÐAR.
Langflestum ber saman um að á þekktum tíma (síðastliðin 8000 ár eða svo) hafi fólki fjölgað jafnt og þétt, en ógnvænlega síðastliðin 100 ár og æ meira, og stefni í heimsendi af þeim sökum, meðal annars.
Ég tel að vísu að á öðrum hlýskeiðum jarðarinnar kunni að hafa verið meiri mannfjöldi á jörðinni. Um það er ekkert vitað með vissu, en sagnir um Atlantis, Mú og Lemúríu benda til þess.
En ég tel vísindamenn vita bezt um mannfjöldann síðastliðin 6000 ár og treysti þeim nema ég fái önnur gögn.
En ef þú getur sannfært mig um annað er það vel þegið. Þá er um að gera að draga fram rökfræði, rakningar, tölfræði eða hvað sem gæti sannfært mann.
Ingólfur Sigurðsson, 14.12.2022 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.