12.12.2022 | 01:04
Fjóreinn varð loks einn, ljóð frá 3. janúar 2002
Stofnun Samfylkingarinnar er hér lýst í ljóði, kvæði. Ekki sízt hafa margir gleymt hvað Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið töluðu mikið um verkalýðinn.
C Dm7
Jöfnuður fann sér flík:
G7 C/E
Fjóreinn varð loks einn.
C Dm7
Þjóðvaki... það er rétt,
G7 C/E
þar er hún Jóhanna drottningin snjöll.
Ab7
Kvennalistinn kemur sterkur inn,
C
kjósum svo jafnari heim.
E
Alþýðuflokkurinn, alþýðubandalagið,
C
aldanna stríðandi verkalýðshetjur
Eb
kunnu karlafagið:
Db
Að krefjast launa handa þeim.
C
Líðum ekki letjur,
D
litla, auma skinn.
A
Þurfum jaka, þannig klett,
Ab
þína yfirtökum höll.
G
Fagur er hann, framvarðsteinn,
Gb C/E
fannst ei blessun slík.
Samfylking, Össur þar einn.
Íhald hikar því.
Þjóðvaki, þar er hún,
þessu skal manngi svo gleyma ennþá, sjá.
Kvennalistinn kunni að skella á rass,
karla alla að pína svo vel.
Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið,
aldanna sígildu verkalýðskempur.
Kennum karlafagið:
Að krefjast launa, opna skel.
Hýðum þeirra hempur,
harka, valdafass.
Ekki viljum útá tún,
altæk stofun ríkir, já.
Virkjum okkar vonzku á ný:
Hann verður ekki of seinn!
Samfylking, breiðfylking brátt
brytjar féndur nú.
Þjóðvaki féll svo fljótt,
fyrir því stóra sem gleypti slík korn.
Kvennalistinn kunni að heimta sitt,
karlarnir hlýðandi oft.
Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið,
uppreisn fátækra, trúboðið snjalla.
Kennum kvennafagið:
Að krefjast bóta, gefa loft!
Nú skal konan kalla,
kveinar barnið þitt.
Uppreisn dugar, aukum þrótt!
Aðrir grípa fjandans horn!
"Enga fátækt!" - öskrar þú,
uppreisn kallar hátt.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 29
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 581
- Frá upphafi: 141266
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 429
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.