19.11.2022 | 03:51
Varðan hækkar klifin, ljóð frá 6. október 2017.
Þetta ljóð er um tilgangsleysi, samið fyrir nokkrum árum, fjallar um fánýti allt, held ég. Samið 6. október 2017, og í því eru daprar minningar og tilfinningar, og ljóðmál sem ég skil ekki allt, en sumt er skiljanlegt. Gott er að rifja þetta upp, því það á enn við, sumt þarna í ljóðinu að minnsta kosti, mér finnst það segja mér að væntingum sé bezt að stilla í hóf, að minnsta kosti línan: "Girndin, eitthvað sem þú vilt".
Ljóð eru oft þannig að þau skiljast bezt við endurtekinn lestur. Ef þau eru vönduð með ljóðmáli og slíku. Það sem Ingvar frændi kenndi mér ungum, og ég lærði líka í menntaskóla er nokkuð sem maður kunni að nýta sér að forminu til sem unglingur, en betur með tímanum, innihaldslega.
Rauður dreki, rústir einar,
róstursamt á gylltum bökkum.
- Heimur minn er harmur,
hún er gölluð vara.
Langt í rökkri krafan kveinar,
kominn sundur armur.
- Aðeins gramur garmur,
glötun, allt með þökkum.
Tíminn, aðeins tjara,
tjarnir augna spegla þetta svar.
Bölið bara,
berðu það við hennar far.
Fortíð, brunninn bakki efa,
blessuð höllin verður rifin.
- Allt mitt yfirgefið...
elska kann ei meira!
Heyri þessa hyggju vefa...
hjalar, finnst þó sefið,
vitlaust víst því stefið,
varðan hækkar klifin.
Gleðin, glötuð veira,
girndin tælir, eitthvað sem þú vilt.
Hundar heyra,
hórdómseðlið fráleitt gilt.
Lestargöngin liggja nakin,
losnar steinn úr bjargi galdra.
Allt sem áður vildi,
er mér horfið núna.
Augnalokin anda þakin,
ekkert fullu í gildi.
Harmar þessa hildi,
hérna við mun staldra.
Gegnir fyrir frúna,
furstar tapa, deyja í burtu senn.
Kælir kúna,
kvelur sig og hlæja menn.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Shoorah (Í lagi eftir Elton John frá 1976) er Asherah Cananít...
- Mitt í klikkun, ljóð frá 23. október 2020.
- Þegar beðið er um vald (eins og WHO gerir) til að lýsa yfir n...
- Lýðræðið er í kröggum - svona ákvæði er virkjað til að komast...
- Kínverjar styðja Rússa og hér gæti verið upphaf að þriðju hei...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 8
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 542
- Frá upphafi: 151956
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 421
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.