7.11.2022 | 00:18
Er menntun í landinu í molum? Mótmælandi sem ekki gat beygt orðið trú!
Það er ekki hjá því komizt að einhver hluti Íslendinga sé vinstrisinnaður. Þegar við bættist að einn mótmælandinn í gær sagði við fréttamanninn:"Ég get ekki lifað án trú", þá fannst mér tilefni til að fjalla um það í þessum pistli.
Í fyrsta lagi, hvers vegna þarf alltaf að mótmæla útaf vinstrimálefnum?
En svo er það þetta málfar, að flaska á einfaldri beygingu! Hver veit ekki að rétt setning er:"Ég get ekki lifað án trúar?"
Þegar fólk er hætt að hafa vald á talmáli sínu þá er fokið í flest skjól. Ég skil að fólk getur lítið gert að sinni lesblindu og skrifblindu, hefur mismikla hæfileika til réttritunar. Hitt er annað mál þegar beygingakerfið er farið að riðlast í talmáli.
Þetta er sárgrætilegt á svo margan máta. Erum við Íslendingar svo illa staddir sem þjóð að ekki sé hægt að ala blessuð börnin upp við rétt málfar? Hverskonar skelfileg andleg og menningarleg fátækt er það?
Fólk hugar ekki að sjálfu sér og sínum eigin garði.
Beygingakerfið er eitt það dýrmætasta sem tilheyrir íslenzkunni. Foreldrar sem ekki leiðrétta börn sín eru furðulega skeytingarlausir. Hvernig er þetta með skólakerfið, hefur því farið svona mikið aftur frá því ég var í barnaskóla um 1980? Eru þetta afleiðingarnar af skóla án aðgreiningar, að ekki sé tími eða áhugi á að sinna hverjum nemanda fyrir sig?
Ég verð þó að gleðjast yfir því að nú er Microsoft að koma með sín snjalltæki á íslenzku. Lilja Alfreðsdóttir hefur staðið sig mjög vel í þessu og hennar teymi.
Það mikilvægasta til að vernda íslenzkuna er þó að foreldrar finni ábyrgð sína og metnað sinn, og viti að þetta er mikilvægt efni. Að vera í vafa um hvað sé gott mál er mikilvægt, að spyrja aðra og leita í orðabókum.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 47
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 655
- Frá upphafi: 133126
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 504
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.