3.11.2022 | 13:22
Líklegra er að Bjarni Benediktsson sigri Guðlaug Þór, að sjálfsögðu
Ég hef áhuga á að lifa á listsköpun en það er ekki hægt í hruninni siðmenningu nútímans sem augljós er. Aðeins sósíalísk iðnaðarframleiðsla nær vinsældum í nútímanum, sem kölluð er list. Að þessu sinni finnst mér pistill Björns Bjarnasonar mjög fróðlegur um vinstriöfga Grétu Thunberg. Hann staðfestir það sem mig grunaði, að hún færi í þessa átt. Ég get virt hana sem öflugan talsmann umhverfisverndar, en hún er of ung til að mynda sér sjálfstæðar skoðanir á þessu, hún fer í rudd plógför sem alltof margir í Svíþjóð og víðar fara í.
Vinstrimenn og jafnaðarmenn stunda það að hertaka hugmyndir og ungt fólk. Það er hluti af marxismanum og afleiddum kúgunarkerfum hans.
Það er annars nokkuð víst að Bjarni Benediktsson mun sennilega vinna Guðlaug Þór, það verður tæplega sú endurnýjun að hann verði næsti formaður. Ísland er gjörspillt og það sést á þessu.
Listsköpun í Sovétríkjunum fékk ekki stuðning eða útgáfu nema Stalín væri mærður eða hans heimsmynd. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur hugmyndafræðilegan bakgrunn og nægilega stærð og styrk til að berjast gegn þeim kommúnisma sem nú laumar sér inní öll skot undir allskonar öðrum nöfnum á heimsvísu, en mest á Vesturlöndum.
Þátturinn hans Gísla Martins á RÚV er gott dæmi um gerspilltan menningarþátt. Allir sem þar spila hafa farið í gegnum sósíalíska síu um pólitíska rétthugsun/ranghugsun. Stundum gerist það að hann fær að vísu fólk í viðtöl með aðrar skoðanir en hann bjóst við, og kemur þá á hann vandræðalegur svipur.
Það er enginn metnaður á RÚV lengur nema í marxísku menningaráttina. Reyndar mætti leggja allar sjónvarpsstöðvar af á Íslandi, Hringbraut er hertekin af ESB fasistum, og Stöð 2 siglir á sömu miðum.
Framboðið hans Guðlaugs Þórs er ekki endirinn á umbrotum innan Sjálfstæðisflokksins. Öfugt við það sem margir halda er ekki hægt að halda umbótaöflum í skefjum með því að stöðva einn slíkan frambjóðanda.
Við erum hluti af alþjóðlegri þróun. Ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að þróast í femínískan jafnaðarmannaflokk fáum við bara annan flokk í stað hans til hægri með réttar hugsjónir og stefnu, og gott fylgi.
Kínverjar eru svo gott sem gjaldþrota vegna kommúnisma síns. Það eru Bandaríkin líka undir stjórn Bidens. En kreppur koma ekki endilega aftur. Á meðan eina prósentið sem stjórnar heiminum vill ekki kreppur koma ekki kreppur, nema hjá almenningi. Joe Biden og Kínverjar halda að prentun á peningum leysi allan vanda. Jæja, á meðan eina prósentið sem á þá og mannkynið samþykkir það gengur það upp, en ekki annars.
Hversu mikið er hægt að arðræna millistéttina og lágstéttirnar áður en uppreisnir koma sem ekki eru stýrðar vinstrimannauppreisnir? Þetta er spurningin sem eina prósentið sem á mannkynið spyr sig, hversu langt er hægt að ganga í arðráninu?
Hversu langt er hægt að ganga í að finna blóraböggla eins og útrásarvíkingana?
Coolbet telur Bjarna líklegri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 187
- Sl. sólarhring: 191
- Sl. viku: 756
- Frá upphafi: 127192
Annað
- Innlit í dag: 115
- Innlit sl. viku: 565
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.