Sorg í höll, ljóð frá 9. apríl 2018.

Finnst þar höll á hæðum þínum,

heyrðu, viltu læra og nema?

Víxlaðu ruglinu, auðmýkt þig eflir,

annars þú framtíð í sjóinn nú teflir.

Þetta er alnýtt þema,

þörfum hendir sínum.

 

Sorg í höll en samt þau reyna,

sífellt streyma orð og kenndir.

Hvar er sá grunnur sem getur æ dugað?

Gleðina fær ekkert yfir nú bugað.

Vanar vísir renndir,

vandi hvað skal meina.

 

Á sama aldri, sitja og tala,

samt er eitt hvert milli skilur.

Yfirborðsmennskan og auðveldir dómar,

einlægi maðurinn sanngjarn þó ljómar.

Huga sinn mey hylur,

hann vill meira fala.

 

Heima þar og skynjar skerið,

skyndilega höllin fríða.

Félagslíf skemmtilegt, málum hægt miðar,

mun ekki snúast til lífvænni siðar.

Skrattar stjórna, skríða,

skrýtið hafið, verið.

 

Höllin stendur auð við ásinn,

ótal minni kringum sveima.

Lét ég að vísu til leiðast að fara,

leiðigjarnt masið, en flott er hún bara.

Er hún inni heima?

Opnast hinzti lásinn?

 

Stundum heimur stendur kaldur,

stúlkan gerð úr klaka og frosti.

Aðeins að læra þar, ennþá hún talar,

áhuginn dvínar, en vonir þó falar.

Mýkt að minnsta kosti,

mikli aldursvaldur.

 

Ljósin skína á lygnum stöðum,

latur? - Kanntu að stökkva á sénsinn?

Framhleypinn, frekur og hugrakkur stundum,

heyrir í meyjanna langsnúnu undum?

Glepjumst þar við grensinn,

glöptum flettum röðum.

 

Margt í heimi, heyrt af einum.

Hindrar magnið skemmdir líka?

Þarf ekki að gerast ef vinskapur virkar,

vargynjur bíða þó hvellymdar, styrkar.

Viltu slitru slíka?

Slyngir menn í leynum?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 638
  • Frá upphafi: 133109

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 488
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband