"Maður er sjálfur varan", það eru fleyg orð.

Ég er svo sammála Katrínu forsætisráðherra að tölvulausi heimurinn hafði mikinn sjarma, en hún sagði eitthvað á þá leið í Kiljunni í kvöld vegna sögusviðs bókarinnar Reykjavík, sem gerist um 1986.

Gunnar Rögnvaldsson, mikill og snjall bloggari skrifaði að maður sjálfur væri varan á samfélagsmiðlunum. Svo satt, svo rétt.

Það er alveg sama hversu margir spurningagluggar birtast á skjánum um hvort maður sé samþykkur því að veita leyfi til njósna um mann á síðum sem maður skoðar, maður nennir ekki annað en að leyfa það í langflestum tilfellum.

Við lifum í veruleika sem minnir mjög mikið á dystópísku skáldsöguna 1984 eftir George Orwell, og hann hefur einfaldlega verið spámaður í gervi rithöfundar eins og oft gerist.

Það sem fólk getur gert er einfalt, að stíga til baka og kynnast aftur á pöbbum eða í daglega lífinu, fara aftur í heimsókn til fólks og endurvekja þannig gamla siði sem veittu hamingju.

Það er hægt að taka meðvitaða ákvörðun um það að líta á suma samfélagsmiðla sem dóp, eins og Bergur Ebbi gerir, og að meðhöndla þá af varkárni.

Í nútímanum verða flestir eða allir að nota tæknina eitthvað. En félagsskapur á netinu kemur aldrei í stað mannlegra samskipta í kjötheimum, eða raunheimum.

Mér finnst að bankar ættu aftur að gegna hefðbundinni þjónustu í stað heimabanka sem reglu en ekki undantekningu. Eins finnst mér að fólk ætti að fara aftur til þess tíma þegar afgreiðsla í búðum krafðist starfsfólks almennt og ekki var notuð sjálfsafgreiðsla eins mikið og nú er reynt að ýta fólki útí. Við erum ekki vélar ennþá. Forheimskun tækninnar er gífurleg og fáránleg, og eftir þeirri öfugþróun á maður ekki að láta.

Það er ekki hægt að láta undan endalausri leti bara af því að það er hægt.

Við þekkjum flest dystópísku skáldsögurnar, þar sem fólk lifir í menguðum stórborgum með bíla svífandi en ekki akandi. Ég held að engum finnist það spennandi í raun. Eða þar sem matur er búinn til í vélum en kemur ekki frá náttúrunni.

Maður hlustar á þætti í sjónvarpinu þar sem fjallað ofbeldi hjá yngri kynslóðinni. Foreldrar eru jafnvel farnir að kenna tækninni um, en erfitt er að berjast gegn því sem er alþjóðlegt.

Þessi frétt er ágæt, en væntanlega aðeins toppurinn á ísjakanum. Við stefnum því miður í átt að kínverskri þróun, þar sem einn kommúnistaflokkur ræður yfir öllum.

Hvar er vestræn menning stödd ef hún leggur ekki áherzlu á einstaklinginn?

Auðveldara er að heimfæra tæknina og nútímann uppá Satan en Guð, enda er okkar vinstrisinnaði nútími í andstöðu við boðskap Biblíunnar að miklu leyti. Nema ef maður aðhyllist þá guðfræði að maður tíni út það sem manni hentar ekki og noti bara afganginn.


mbl.is Sakleysisleg öpp stela upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 133108

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband