Með tilfinningaþrunginni múgsefjun er verið að gera Ísland að flóttamannanýlendu

Ísland er fámennt land miðað við stærð. Ekki er ég að hvetja til þess að farið verði að kröfum NO BORDERS liða sem vilja troða hingað eins mörgum og húsrúm leyfir eða á meðan fjármagn finnst. Nei, ég er að minna á sálfræðigerð okkar Íslendinga, við erum fámenn og eins og ein stór fjölskylda. Tilfinningaríkustu sálirnar fá miklu að ráða oft. Kannski jafnvel gegn því sem skynsamlegast þykir.

Erlendis tíðkast það ekki að mótmælendur stöðvi brottvísanir eða fjölmiðlaumfjöllun. Þar er kerfinu treyst og embættismönnunum sem vinna innan þess. Jón Gunnarsson er að reyna að færa okkur nær þeim fagmannlegu vinnubrögðum og aðrir hægrimenn á hans bandi.

Mér hefur lengi fundizt það skrýtið að þetta þurfi að vera tilfinningamál. Það eru þrír kostir í stöðunni. Að loka landamærum og lenda uppá kant við alþjóðasamfélagið, (eða hluta þess), að galopna eins og sumir Píratar og Sósíalistar vilja gera og lenda uppá kant við alþjóðasamfélagið, sem þannig sér ógn í því fordæmi sem aðrir munu heimta að notað verði sem viðmið, eða fara milliveginn og læra af öðrum þjóðum, eins og Jón Gunnarsson og hægrimenn flestir vilja gera.

Menn geta bókað eitt. Fordómar aukast sjálfkrafa ef svona lýðfræðilegar breytingar á mannfjölda gerast of hratt. Reynsla annarra landa sýnir það. Þessvegna er stefna Pírata og Sósíalista sérstaklega til þess fallin að skapa vandamál og auka fordóma af ýmsu tagi, en misjafnt er hvort þeir tengjast húðlit, trúarbrögðum, þjóðernum eða einhverju öðru hjá fólki. Undan fordómum verður ekki komizt með "fræðslu", reynslan sýnir það. Þeir eru meðfæddir fólki en ekki áunnir nema að litlu leyti. Í brezkri heimildamynd á RÚV í sumar kom fram að börn á leikskólaaldri hafa kynþáttaskyn, velja leikfélaga og fóstrur sem líkjast þeim í útliti. Það vissi ég ekki áður, en niðurstaðan var ótvíræð sem í þeim fræðsluþætti var sýnd, en þáttastjórnendur sögðu að það yrði að "kenna börnunum betri siði", eins vel og það hefur nú tekizt almennt.

Almennt séð aukast fordómar þegar efnahagsástandið versnar. Skynsamleg stefna Jóns Gunnarssonar mun borga sig, og ef hans hóflega nálgun verður ekki samþykkt er hætt við harkalegri stefnu í framtíðinni, þegar vandamál aukast. Þá koma fram alvöru rasískir flokkar á þessu landi og fá mikið fylgi. Þingmenn Frjálslynda flokksins vöruðu við þessu fyrir hrunið 2009, allt svona er fyrirsjáanlegt og augljóst. Þeir voru kallaðir rasistar og fengu ekki nægilegt fylgi. Íslenzka þjóðfylkingin eða Frelsisflokkurinn og slíkir flokkar eru mildir miðað við dæmin úr sögunni sem þekkt eru. Þannig geta hlutirnir orðið aftur. Þá verður jafnvel ekkert hægt að gera til að stöðva það.

Þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokksins og Viðreisnar ættu að átta sig á því að breytingarnar í Evrópu eru ekki þeim í hag heldur Sjálfstæðisflokknum.

 


mbl.is Átján börnum vísað til Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Eg held að fólk ætti aðeins að skoða þá merku bók; Gamla Testamenntið.

Þar sést nokkuð vel svart á hvítu, að hópablöndun er ekki til þess fallin að styrkja samfélag eða eða þjóð á neinn hátt, heldur þvert á móti.

Trúarbragðasamsull er líka stórhættuleg aðgerð, og ættu flestir að kannast við trúarbragðastríð víða um heim.

Heldur fólk að múslimar og gyðingar verði góðvinir þegar þeir hitta hvern annann á íslandi ?

uuu, nei.

Loncexter, 26.10.2022 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 753
  • Frá upphafi: 130038

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 585
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband