25.10.2022 | 02:20
Hugmyndir eru ósýnilegar. Þegar þær gera innrás breytast sálirnar, sem er hættulegast. Innrásir einræðisherra eru áþreifanlegar.
Þær staðhæfingar heyrast oft að nútímafólk sé hamingjusamara en fyrri kynslóðir, sérstaklega konur með réttindi, að fólk sé hamingjusamara en Talíbanar, hamingjusamara en fólk án iðnvæðingar. Þó er sagt frá því að trúboðar hafi upplifað einlægri og meiri gleði hjá þessu fólki sem lifði án nútímatækninnar. Vekur það ekki upp neinar spurningar hjá fólki um gildismat, innrætingu og blekkingar nútímans?
Mér fannst alltaf leiðinlegt að læra kenningar Marx í menntaskóla, þar sem hann taldi vísindalegar aðferðir nauðsynlegar til að bæta samfélagið. Ég tek undir með Guðjóni Hreinberg að marxismi er þjóðfélagsverkfræði. Orðið vélun nær yfir þetta, en það er jafn gamalt og Íslandsbyggð. Það er að segja, að svipta fólk frelsi með brögðum, með dáleiðslu, sefjun og blekkingum. Það er þetta sem þjóðfélagsverkfræði jafnaðarmanna gengur útá, og sem við flest tilheyrum, langflest raunar. Það þarf mikinn viljastyrk til að komast útúr þeirri dáleiðslu, og tekst ekki nema maður geri sér grein fyrir því að eitthvað er bogið við þennan veruleika sem við tilheyrum.
Ég hef það forskot að hafa lesið rit dr. Helga Pjeturss vandlega, Nýalana. Ekki aðeins grunnatriðin, heldur skil ég vonandi og hugsanlega hvert einasta atriði í þeirri flóknu heimspeki.
Eitt atriði sem Nýalsstefnan gengur útá er að átta sig á því að dr. Helgi er frelsari og Messías heimsins, og fallast á hans skýringar á því hversvegna svo er.
"The world is out of joint", stendur á einum stað í ritum hans, og er það Shakespeare tilvitnun. Heimurinn er úr liði. Það sem þessi setning merkir er að eitthvað er að heiminum, ekki skal trúa menningunni sem nýju neti, gjalda skal varhug við því sem manni er sagt og talið er heilagur sannleikur, normið og annað slíkt.
Þar með á ég auðvelt með að trúa Guðjóni Hreinberg þegar hann útskýrir eitthvað svipað. Þegar hann og fleiri útskýra þjóðfélagsverkfræði marxismans og Frankfurt skólans.
Útópískur sósíalismi og vísindalegur sósíalismi voru tvær stefnur sem höfðu mikil áhrif. Vísindalegur sósíalismi notar jafn fasískar aðferðir og notaðar voru af fasistum á 20. öldinni, það er að segja skýrt afmarkaðar reglur til að stjórna mönnum eins og rottum í búri.
Fólk bara áttar sig ekki á þessu í nútímanum, að það er viðfang þessara vísindamanna, og afkomenda þeirra ennþá.
Femínismi er afsprengi Satanismans og húmanismans en femínisminn kom fram fyrr en marxisminn, eða upphaf húmanismans, í frönsku byltingunni 1789, eða um það leyti. Sama hugmyndafræði er rótin, Satanisminn, eða húmanisminn sem var hin hliðin á Upplýsingabyltingunni og Endurreisninni, það er að segja sú hugmyndafræði að maðurinn geti endurbætt sköpunarverkið og gert betur en Guð, með húmanisma, sósíalisma, kommúnisma, og femínisma og öllu sem tengist því. Skólakerfi nútímans eru gegnsýrð af þessu, kirkjurnar, stjórnkerfið.
Ef hægt væri að taka eitt atriði í burtu myndi rimlabúrið andlega sem næstum allir eru í hrynja til grunna, sem byggt er af Samael og föllnum englum hans. Guðjón Hreinberg á þökk skilið fyrir að auka skilning minn á þessu í smáatriðum, og koma með atriði sem eru mikilvæg, og jafnvel útskýra þetta sem ekta spámaður, í smáatriðum, nokkuð torskiljanlegum að vísu.
Það atriði sem fyrst þarf að taka í burtu er kvenréttindin, femínisminn, því konur eru notaðar til að stjórna mannkyninu, því þær stjórna stillilögmálinu. Eða svo þetta sé orðað á annan hátt: Karlmenn láta flestir konur stjórna sér, til að fá að eignast með þeim afkvæmi, viðhalda mannfjölda mannkynsins og halda samfélagsfriðinn, nokkurnveginn, hversu erfitt sem það nú er á okkar dögum femínisma og Satanisma.
Þeir sem vilja vinna gegn Satan verða að byrja á því að taka í burtu femínismann. Öðruvísi verður ekki mannkynið frjálst aftur, og öðruvísi deyr mannkynið aðeins út.
Snemma gerði ég mér grein fyrir því að eitthvað er bogið við femínismann. Ég hef skrifað óútgefnar bækur um þetta, flestar stuttar, margar ekki alveg kláraðar, en sumar þó, eða allt frá 1991 þegar ég fékk taugaáfall út af ástarmálum, og kallaði það sumar, "Sumar í Helvíti", en sársaukinn þroskar mann og gerir mann að heimspekingi oft eða fræðimanni.
Frændi minn sagði oft að femínistar væru búnir að lækka laun karlmanna. Hann tók einfalt dæmi: "Áður fyrr dugðu laun karlmanna til að sjá fyrir fjölskyldunni. Nú þurfa bæði kynin að vinna úti og það dugar ekki alltaf til. Fólk þarf aukavinnu samt. Það hlýtur að vera vegna þess að laun karla hafi lækkað með komu kvenna á vinnumarkaðinn".
Augljóst ekki satt? Kýrskýrt og snjallt? Einföld röksemdafærsla og pottþétt sem gengur alveg upp. Já, vissulega.
Nema hvað, að jafnaðarfasisminn gengur útá það að hluta til að fá fólk til að hætta að hugsa útá enda, hætta að hugsa rökrétt og draga ályktanir eins og þessa, og verða þannig hluti af meðvirkni samfélagsins.
Sú haugalygi veður uppi að þjóðfélagið græði á atvinnuþátttöku kvenna. Nei. Samfélagið er miklu tæknivæddara núna, fólk er hætt að vinna, það vinnur við að moka skurð og setja svo moldina aftur ofaní. Þannig er ríkisbáknið útþanið við ekkineitt, nema skaðsamlega vitleysu gegn sköpuninni.
Ef maður fer í Kringluna núna sér maður að þetta eru eiginlega allt kvennabúðir núorðið og kvennastörf sem þar eru. Hver græðir á snyrtivörum og fötum? Þannig kvennastörf skapa allavega ekki gjaldeyri fyrir þjóðina eins og sjómennska, til dæmis.
Það er búið að rústa karlastörfum kerfisbundið í áraraðir af femínistum. Þess í stað eru þau unnin í útlöndum, í Kína að miklu leyti. Þar hefur nú einvaldur einn kommúnískur fest sig enn betur í sessi. Kommúnisminn stjórnar heiminum og þenur út báknin á kostnað þjóðríkjanna.
Vesturlönd eru eins spillt og hægt er að ímynda sér. Það sést á því að fæðingum fækkar hér svo mjög að þjóðirnar deyja út innanfrá og treysta á aðflutt mannafl. Það sést einnig á því að hatur ríkir á milli kynjanna eins og sést af femínismanum, þar sem kennt er að hata það sem áður veitti gleði. Jafnaðarfasisminn er drepandi afl sem er verra en þjóðernisfasismi, til dæmis.
Karlrembukerfið gefur bæði körlum og konum meiri gleði og frið en femíníska kerfið. Um þetta er ég alveg viss. Hægt er að nálgast þetta markmið með eingyðistrúarbrögðunum en einnig fjölgyðistrúarbrögðunum.
Sigurinn á femínismanum er mikilvægasti og nauðsynlegasti sigur nútímamannsins, það eina atriði sem gefur von um að hægt sé að sigra mengunina, óþarfa tækni og græðgivæðingu, og annað sem betur mætti fara.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 4
- Sl. sólarhring: 83
- Sl. viku: 752
- Frá upphafi: 130037
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 584
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.