"Góða fólkið" sem vill stríð frekar en frið

Í RÚV var nýlega viðtal við erlendan fræðimann. Það var mjög sláandi að heyra hann segja að ekki yrði samið við Rússa, því þeir væru sérfræðingar í því að setja stríð á ís.

Hvað þýðir þetta orðalag? Það þýðir í raun og veru að þeir eru með kröfur sem þeir telja ekki hafa verið mætt af Vesturlöndum. Þetta orðalag vísar einnig í það að ferlið við Úkraínustríðið byrjaði 2014, eða fyrr, (þá var stríðið sett á ís) og ekki var minnsti vottur af tilraun til að setja sig í spor Rússa hjá þessum erlenda sérfræðingi sem viðtal var tekið við á RÚV.

Viðtalið við Derek Chollet, ráðgjafa utanríkisráðherra Bandaríkjanna 18. október í RÚV fréttatíma nýverið sýndi vandann nokkuð skýrt. Hann talaði um að heimurinn væri að verða sífellt hættulegri, en kenndi Rússum um það næstum eingöngu.

Þegar tveir krakkar eru að rífast og slást hætta þeir ekki að berjast fyrr en annar eða báðir aðilar reyna að setja sig í spor hins aðilans.

Ástandið var ekki gott 1962 í Kúbudeilunni. Þá ræddu leiðtogar þó saman.

Við þurfum þessi viðhorf sem komu af stað Perestrojkunni í Sovétríkjunum og afvopnunarviðræðum níunda áratugarins.

Því miður er það svo að ástandið nú er verra en 1962, ég held að flestir séu sammála um það.

Það er eins og vitfirringin hafi yfirtekið hinn vestræna heim. Það hlýtur alltaf að vera fyrsti kostur að semja frið. Arnþrúður á Útvarpi Sögu hefur margt til síns máls þegar hún segir að hergagnaframleiðendur ráði ferðinni í þessu stríði, í skjóli Joe Bidens og Demókrata, og glóbalistanna á heimsvísu. Það er sama fólkið og er kallað góða fólkið á Íslandi, sem talar fyrir mannúð og mannréttindum mest.

Í því ljósi ætti að hætta að tala um "góða fólkið", "dyggðaflaggarar" væri meira við hæfi eða "sýndardyggðaflaggarar", sem er enn nær þessu.

Hvað er sjálfstæði? Þurfum við ekki heimspekilega umræðu um það? Selenský hamrar á að hann vilji sjálfstæði Úkraínu og réttlætir stríðsreksturinn þannig.

En ef við tökum sjálfstæði Íslands sem dæmi þá er það alls ekki jafn mikið og fólk heldur. Við erum gjörsamlega háð umheiminum, og meira er nú sjálfstæðið ekki. Það er rómantísk hugmynd og óraunsæ í bezta falli, en hættuleg í mörgum tilfellum.

Við erum í EES, Schengen og Nató, meira er nú sjálfstæðið ekki. Sjálfstæði er orð, sem ríkasta fólkið á Íslandi græðir mest á, og kannski alþýðan. En sjálfstæði þýðir mismunandi hluti og fyrirbæri fyrir allar þjóðir. Fyrir sumar þjóðir þýðir sjálfstæði tap, þegar þjóðirnar eru í bakgarði stórþjóða sem herja á þær til dæmis.

Þannig er þetta með orðið sem Selenský notar til að réttlæta Úkraínustríðið. Að vera í faðmi ESB og Vestrænna ríkja telur hann sjálfstæði. Ekki að vera í faðmi Rússa, og þó er hann rússneskumælandi sjálfur og mun tengdari Rússlandi menningarböndum en Evrópu eða restinni af heiminum.

 


mbl.is 233 íranskir drónar skotnir niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ís-Quislíngar finnast víðar en á Krúttlandinu góða.

Guðjón E. Hreinberg, 23.10.2022 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 753
  • Frá upphafi: 130038

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 585
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband