Eineltið sem Ísabella Von hefur lent í eitt það grófasta sem þekkist

RÚV hefur undanfarna viku reynt að sannfæra landsmenn um að skólabörn séu full af allrahanda fordómum gegn börnum af erlendum uppruna. Síðan skyndilega kemur þessi frétt um óvenjugróft ofbeldi og einelti sem stelpa verður fyrir íslenzkum uppruna, sem lætur fyrri fréttir blikna þannig að hroll setur að manni við grimmdina sem henni er sýnd.

Börn fræga fólksins fá jafnan meiri athygli en önnur. Það sem Ísabella Von lenti í finnst manni margfalt verra en það sem Sóley, ættleidd dóttir Gunnars Smára lenti í útaf sínu útliti.

Segja má að RÚV hafi orðið afturreka með þá stefnu sína að búa til þá staðalmynd af Íslandi að einu vandamálin sem hér grasseri séu fordómar af hefðbundnum toga, eins og þeir sem voru algengastir um 1930.

Ísabella Von er mjög venjuleg í útliti en samt lendir hún í þessu grófa einelti og ofbeldi. Það bendir til þess að eitthvað allt annað sé að samfélaginu en það sem reynt var að halda fram í síðustu viku í RÚV, það segir manni að fitufordómar séu margfalt verra vandamál en aðrir fordómar, þótt mjög lítið tilefni sé til þeirra.

Páll Vilhjálmsson, sem að öðrum ólöstuðum bloggurum hefur fengið meiri athygli en flestir og staðið sig betur en flestir, bæði hvað magn og gæði varðar, fjallaði um það fyrir nokkrum árum að RÚV reyndi að búa til vandamál í samfélaginu með umfjöllun sinni, með því að draga upp þá mynd að hér byggi fordómafull þjóð í garð útlendinga. Þar hitti hann alveg í mark.

Eineltið sem Ísabella Von lenti í sannar í raun þetta.


mbl.is „Þyngra en tárum taki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Ofbeldi meðal unglinga færist í vöxt utan skóla. Oft hefur það ekkert með einelti að gera. Handahóf hver lendir í ofbeldinu. Þessa sömu helgi, og árásin í Smáralind átti sér stað, frétti ég af tveimur árásum sem ekki rötuðu í fjölmiðla. Í einu tilfellingu rotaðist unglingurinn. Þurfti í myndatöku til að kanna hvort blæðing hafi orðið. Vaxandi vandamál sem foreldrar verða að taka á. Enginn hefur völd eða tækifæri til að laga ástandið nema foreldrar. Verið meira með börnum ykkar. Skipuleggja samverustundir með vinum barna sinna og sinna þeim. Margir gera vel en betur má ef duga skal. Foreldrar eiga líka að bera ábyrgð á símnotkun barna sinni. Hvað leyfa foreldrar. Fara foreldrar yfir símanotkun og samfélagsmiðlanotkun barna sinni. Margt hægt að gera sem foreldri. 

Helga Dögg Sverrisdóttir, 21.10.2022 kl. 10:52

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir Helga, ég hef lesið margar góðar greinar eftir þig um þetta. Eins og þú segir, það er spurning hvernig fréttir eru valdar, hvað er haft útundan.

Ingólfur Sigurðsson, 21.10.2022 kl. 15:10

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þessar fréttir eru allar saman þjóðfélagsverkfræði.

Guðjón E. Hreinberg, 21.10.2022 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 187
  • Sl. sólarhring: 191
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 127192

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 565
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband