Persónuleiki Pútíns er það sem gleymist, hann hefur aldrei viðurkennt að tapa, og því mun hann hugsanlega frekar sprengja heiminn í tætlur að lokum en að tapa.

Ég hlustaði á kostulegt viðtal í kvöldfréttum Stöðvar 2 við Kolbrúnu utanríkisráðherra. Hægt er að finna þetta á Vísi, en það sem mér þykir svo kostulegt við þetta er að hún talar um stigmögnun stríðsins sem er rétt ályktun, en svo kemur ranga ályktunin að "Vesturlönd þurfi að bregðast við", en þeirri setningu felst "sama af sömu viðbrögðum", fleiri vopnasendingar, meira blóðbað í Úkraínu, meiri stigmögnun stríðsins, enda útskýrði hún þetta þannig í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eða með hennar eigin orðum úr fréttinni er það svona orðað: "Svo þurfum við í rauninni að láta engan bilbug á okkur finna vegna þess að fórnarkostnaður vina og bandalagsþjóða er sáralítill í samanburði við það sem að úkraínska þjóðin er að ganga í gegnum".

Enn fremur segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í þessu sama viðtali:

"Því miður þá erum við bara enn þá á leið í kolranga átt og það er svona þessi stigmögnun bara í hverri einustu viku og það sem gerðist í nótt og í morgun var mjög hrikalegt,", segir Þórdís. Fréttakonan Fanndís Birna hefur svo eftir henni efnislega með eigin orðum:

Vesturlönd þurfi nú að bregðast við, standa með Úkraínu og verða við ákalli þeirra um auknar vopnasendingar og aðstoð. Á meðan svo er ekki gjaldi Úkraínumenn fyrir það.

Sumt er rétt í þessu og annað ekki. Þetta með stigmögnun stríðsins er því miður rétt, það blasir raunar við öllum sem fylgjast með, en utanríkisráðherrann færir þetta í orð og hún er ein valdamesta kona landsins og því eru orð hennar veigameiri en margra annarra.

Vandinn er þessi að lausnin sem þarna er stungið uppá er gölluð og framvinda stríðsins er til marks um það, lausnin að hjálpa Úkraínumönnum með þessum hætti, láta þá berjast fyrir Vesturlönd og fórna sér þar með felur í sér aukna stigmögnun, þannig að þetta er vítahringur sem þarf að losna úr.

Persónuleiki Pútíns er það sem oft gleymist í þessu. Ævisaga Pútíns er vel þekkt og hafa þættir verið sýndir til dæmis á RÚV sem hafa gert persónuleika hans góð skil. Hann átti frekar erfiða æsku og lærði að berjast og slást við götustráka og að drepa rottur, til dæmis, og síðan sem KGB njósnari lærði hann lymsku, hörku og að taka fljótt ákvarðanir, jafnvel miskunnarlausar.

Í Téténíustríðinu sýndi hann einstakt vægðarleysi og sigraði að lokum eftir langvinnt og blóðugt stríð. Nú er reyndar stundum talað um fyrra Téténíustríðið og seinna Tsjetsjeníustríðið, það fyrra í stjórnartíð Borisar Jeltsín.

Sumir hafa talið hann standa á bakvið hreinsanir á fólki eins og Stalín, samkvæmt heimildamyndinni í RÚV að minnsta kosti. Allt þetta sýnir mann sem vílar ekki margt eða mikið fyrir sér, mann sem kom Rússlandi uppúr ákveðinni niðurlægingu eftir stjórnartíð drykkjurútsins Borisar Jeltsíns og upplausn Sovétríkjanna.

Í Téténíustríð Pútíns var borgin Grozníj í Téténíu nánast lögð í rúst. Nánast lögð í rúst, ég endurtek þetta svo það síist inn hjá fólki.

Ef Vesturlönd vilja setja baráttu gegn mannréttindabrotum Rússa skör ofar en líf Úkraínumanna halda þeir áfram að vígvæða þá og nota sem fallbyssufóður fyrir mannréttindaelskandi Vesturlandabúa sem ekki vilja berjast sjálfir.

Það er raunveruleg hætta á því að Úkraínumenn hljóti sömu örlög og gyðingar í seinni heimsstyrjöldinni, því Pútín gæti sent á þá gereyðingarvopn þegar örvæntingin nær yfirhöndinni, eða haldið áfram að stráfella almenna borgara eins og nú er farið að bera meira á en áður. Aukinn vígbúnaður alltaf lausnin?

Reynslan úr Téténíustríðinu hefur enn fremur fyllt Pútín af vissu þess efnis að grimmilegri hernaður muni skila árangri að lokum og að uppgjöf komi ekki til greina.

Pútín er hættulegur maður, á því leikur enginn minnsti vafi og slíka menn er alþjóðasamfélagið að egna og espa af miklum hroka og barnaskap í senn.

Mínir pistlar fá litla sem enga athygli þessa dagana og ekki telur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sig nokkuð geta lært af þeim eða öðrum sem hafa svipaðar skoðanir á stríðinu og þessa sem ég lýsi hér í þessum pistli.

Helzt vildi ég sleppa við að skipta mér af svona leiðindamálum og öðrum leiðindamálum sem ég neyðist stundum til að skipta mér af, ef mér finnst umfjöllunin svona arfavitlaus og slæm annarsstaðar.

Það er bara þegar manni finnst ákveðið viðhorf skorta sem maður reynir af veikum mætti að benda á örfá atriði.

En ef maður hugsar alveg til enda þennan leik sem verið er að leika þá minnir þetta á taflborð og síðasti leikurinn gæti verið leikinn af Rússum og Pútín einhverntímann í framtíðinni ef svo fer fram sem horfir og enginn vægir eða hefur meira vit en mótaðilinn. Ef hann, Pútín, verður króaður af úti í horni og Úkraína lýsir yfir sigri, og hann býst við uppreisn heimafyrir af sínu fólki og persónulegu tapi og tapi Rússlands, þá gæti hann gripið til þess ráðs að fyrirskipa gjöreyðingu heimsins, en talið er að Rússland eitt eigi svo miklar kjarnorkuvopnabirgðir að það geti gjöreytt heimsbyggðinni mörgum sinnum, og Bandaríkin svo sem líka. GAGA kallar Ómar Ragnarsson það, og það er líka alveg rétt, gjöreyðing fullkomin af beggja hálfu.

Ég ætla ekki að endurtaka fyrri pistla um þetta.

Þórdís utanríkisráðherra getur sjálf notað skynsemi sína sem hún á nóg af, held ég, enda trúi ég á vizku kvenna þegar á herðir, en hún vill hlýða alþjóðaumhverfinu sem hefur annarlegar hvatir hugsanlega.

En mér finnst orðið tímabært að heyra annan tón í henni og að hún viðurkenni að Vesturlönd séu ekki almáttug og geti kannski ekki stjórnað atburðarásinni í þessu máli fullkomlega.

Ég ætla að vitna í Albert Einstein að lokum:"Geðveiki er að gera sama hlutinn aftur og aftur og eiga von á nýrri niðurstöðu". Getur það átt við að senda Úkraínumönnum vopn og vita ekki að það þýðir stigmögnun stríðsins?

Þó má einnig minna á gott viðtal á Hringbraut sem var í gærkvöldi við annan Albert, Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, en eins og venjulega sýndi hann mikla þekkingu á þessu, og taldi Vesturlönd vera að ýta Rússum í fang Kínverja, sem varla væri markmiðið.

 


mbl.is Guterres harmi sleginn vegna árásanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 149
  • Sl. sólarhring: 156
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 133228

Annað

  • Innlit í dag: 91
  • Innlit sl. viku: 559
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband