10.10.2022 | 00:17
Líður úr greipunum, ljóð frá 14. ágúst 2018.
Kaldgeðja, dauflynd við gluggann hún bíður að birti,
brunnhvítu ljósin úr djúpinu andann að soga.
Hann sem var brottvikinn armæðu einsemdar virti,
nú æhljómar rökkrið og brjóstin af sorginni loga.
Eitthvað þau hindraði, kenndir hann nennti ekki að nefna,
njósn barst um sviksemi, fráhvarf úr dýrðanna ljóma.
Kaldlyndan finnur hún mann sinn en margs þarf að hefna,
meyjar sem eltust við strákana fengu þá dóma.
Nú er sú fjallganga fullhugum trauðla enn að skapi,
félagsleg velsæld er takmarkið, síður hans ástir.
Miskunnin brottsogin, henni finnst hart ei þótt tapi.
hornið er autt því, og jafnlítilsvert hverjir skástir.
Sumarið líður og senn kemur haustið með vonum,
Satan í vínglasi? - öldurhús bjóða upp á kynni.
Málæðið kaffærir málefnin, vart þar með honum,
mjakar sér hljóðlega að punktinum, þótt slíkt ei finni.
Líður úr greipunum, oft er hið dýrslega drýgra;
drekktu því skálina í niðurlægð, guð þeirra orti.
Hún þetta sér ekki en hittir á markastund vígra,
holdið er jarðar á blettinum, traustið þau skorti.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 166
- Sl. sólarhring: 167
- Sl. viku: 774
- Frá upphafi: 133245
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 572
- Gestir í dag: 92
- IP-tölur í dag: 91
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.