Fitufordómar, fréttir, gróðabrask og veiðileyfin

Stundum er fréttaflutningur þannig að þversagnirnar þar æpa á mann. Þannig var það í gær á Stöð 2 í kvöldfréttum. Berghildur Erla var með frétt um "sjúkdóminn offitu" en um leið var í fréttinni talað um að ekki mætti vera með fordóma gegn þeim sem þjást af offitu. Meiri verða þversagnirnar varla í einni frétt.

Síðan var talað um það í fréttinni að stjórnvöld væru búin að skipa starfshóp sem hefur það markmið að leggja fram lýðheilsustefnu í málaflokknum. Minnir á aðdraganda margra ljótra hluta í sögunni.

Miklar áhyggjur eru af offitunni en ekki er skrýtið að fólk í heilbrigðiskerfinu hafi miklar áhyggjur af þessu þar sem þetta er ein þeirra stærsta gróðabrasklind, að græða á aðgerðum tengdum offitu, varningi, töflum, líkamsrækt og öllu því dæmi.

Þetta orðalag í fréttinni er farið að minna á annað vandamál sem var talið vandamál í Þriðja ríkinu, gyðingavandamálið svonefnda. Fyrst í stað var minna um aðgerðir, en það endaði með gasklefalausninni frægu.

Það er ekki veiðileyfi á marga hópa í þessu samfélagi. Friðhelgir falla undir marga hópa, og eiginlega alla sem voru ofsóttir fyrr á tímum. Örfáir fordómahópar fá að grassera óáreittir áfram, offitusjúklingar, geðsjúklingar, karlmenn, ofbeldisdrengir, hægriöfgamenn og vafalaust einhverjir fleiri. Síðan er auðvitað í grasrótinni grasserandi fordómaflóra sem líðst ekki opinberlega einsog alltaf.

Munum eftir því að alltaf þegar koma fréttir um ofbeldi og hryðjuverk er talað um geðsjúklinga og nú í seinni tíð oft um hægriöfgamenn. Þegar grunur vaknar um hryðjuverk, hverjum er reynt að kenna um? Jú, hægriöfgamönnum, hvort sem það passar við raunverulegar upplýsingar og staðreyndir eða ekki. Fordómar í sinni tærustu mynd.

Glæpamenn geta eiginlega aldrei verið glæpamenn á Íslandi nema þeir séu kallaðir geðsjúklingar líka. Það hlýtur jú alltaf að vera skýringin í hinu fullkomna og útópíska ríki sem við tilheyrum.

Stjórnlaus innflutningur á útlendingum er svo bara til að bæta málin og veldur aldrei neinum vandamálum, reyna yfirvöldin svo að segja.

Minnir svolítið á stjórnvöldin í Svíþjóð sem grófu hausinn í sandinn eins og strúturinn þar til ástandið var orðið verra þar en víðast hvar annarsstaðar.

Offita getur ekki verið sjúkdómur frekar en smæð eða hæð. Dvergum getur verið hættara við ákveðnum sjúkdómum útaf vextinum og eins þeir sem eru yfirmáta háir.

Það eru ýmis gen sem tengjast offitu og ýmsum sjúkdómum aukalega. Alvöru vísindamenn vita að samspil erfðaþátta og umhverfis skiptir öllu máli.

Í staðinn fyrir að vinna með orsökina, genin sem valda sjúkdómum og stundum en ekki alltaf offitu, eða mengandi umhverfisþætti er bent á afleiðinguna sem ástæðu. Kjánalegt í hæsta máta.

Ef að kjánalegir fréttamenn fá að búa til fordómafréttir minnka ekki fordómarnir heldur aukast. Ef peningagráðugir heilbrigðisstarfsmenn fá að sjúkdómavæða allan fjandann fá þeir að skapa sér atvinnutækifæri á kostnað borgaranna. Hvort tveggja fyrir neðan allar hellur.

Holdugir hafa verið ein mesta gróðalind hinnar svonefndu heilbrigðisstéttar í áratugi, á 20 öldinni varð til mikill iðnaður í kringum þetta og hann vex aðeins í veldisvexti.

Áður fyrr var viðhorfið jákvæðara til offitusjúklinga svokallaðra. Orðið þriflegur merkir upphaflega sá sem þrífst vel, er hraustlegur, en hefur oftast verið notað um bústna einstaklinga samt og lýsir jákvæðu viðhorfi til aukakílóa. Hraustlegur er einnig orð sem hefur verið notað um bústna einstaklinga.

Hvar eru nú Samtök um líkamsvirðingu? Þau þurfa reglulega að minna gróðabraskara og fréttamenn á að halda sér á mottunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 784
  • Frá upphafi: 125806

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 562
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband