Sjö Þjóðverjar búnir að fá nóg af mengun

Ástæðan fyrir því að mengunin eykst á heimsvísu, hamfarahlýnunin heldur áfram og plastnotkun eykst er að ekki er tekið á vandanum í heild. Það eina rétta er að hverfa aftur til einfaldari lifnaðarhátta, sveitastarfa, að minnsta kosti eins og þörf krefur. Það þarf að banna kjarnorku, útrýma henni alveg og plasti eins og hægt er, og þessum mengandi efnum sem brotna ekki niður í náttúrunni eins og eðlilegt er. Maðurinn er dýr og á að vera hluti af náttúrunni þannig áfram.

En flest bendir til að mannkynið muni útrýma sér. Of skammur tími virðist til stefnu og of lítið er gert, það er viðurkennt í alþjóðastofnunum ýmsum.

Svifryksmengun og köfnunarefnisdíoxíð (NO2) um 5 sinnum meiri en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur öruggt í Þýzkalandi. Í þessu efni treysti ég þeirri stofnun fullkomlega.

Sjö Þjóðverjar kæra þýzka ríkið vegna málsins í ýmsum borgum.

Oft hefur það komið í fréttum hvernig sprengingar á gamlársdag valda óheyrilegri mengun í Reykjavík.

Í raun er mannkynið búið að skemma fyrir sjálfu sér með því að fara úr dreifbýlinu og kjósa verksmiður og hátækni í staðinn.

Sjömenningarnir krefjast úrbóta, en í raun er þetta alþjóðlegt vandamál og WHO hluti af vandanum sem alþjóðastofnun. Kapítalisminn, ofurgróðinn, billjónamæringarnir, alþjóðavæðingin, þetta er hluti af því sama.

Þetta er eins og að berjast gegn skrímsli sem fær fleiri þreifara eftir því sem fleiri eru hoggnir burt af hetjunum. Kapítalisminn er vandamál þegar sífellt er krafa um nýrri tækni, meiri hraða, meiri græðgi, eitthvað sem er meira töff og kúl.

En Þjóðverjar eru virðingarverðir. Þeir hafa lengi staðið framarlega í mörgu, og ef þeim tekst að vinda ofanaf ESB og leyfa þjóðríkjunum aftur að blómstra yrði það mikið framfaraskref. Já, því stundum eru framfaraskrefin þau að viðurkenna mistök og snúa til baka til fortíðarinnar að einhverju leyti.

 


mbl.is Borgarbúar kæra þýska ríkið vegna slæmra loftgæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 605
  • Frá upphafi: 132936

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband