Skírnin

Eins og margir vita merkir orðið skírn hreinsun. Jafnvel enska orðið baptism þýðir skírsla og hreinsun. Það er dregið af gríska orðinu baptismos sem þýðir helgisiðahreinsun, af baptizein, sökkva, dýfa, kaffæra, skíra, og baptizo, dýfa í vökva. Baptizo er talið dregið af indóevrópsku sögninni guabh, dýfa. Gríska orðið getur þýtt að fara í kaf, farast, eyðast, (drukknun manneskju eða sökkvun skips), að vera yfirtekinn af, og upprunalega ekki notað í trúarlegum tilgangi.

Guðfræðingar útskýra skírnina oft sem athöfn til að hreinsa barnið eða þann fullorðna sem skírist frá syndugum og óhreinum anda, heiðnum. Það er svo oft ekki útskýrt nánar hvaða andi það er sem verið er að hreinsa af, eða reyna að gera það.

Skírnin á sér sennilega fyrirmynd og upphaf í heiðnum athöfnum, manndómsvígslum.   Það sem bendir sérstaklega til þess er hversu rótgróin sú hugmynd er í heiðnum trúarbrögðum að með sársaukanum komi gróði eða verðlaun, það sem eftir var sózt.

En það sem mér finnst augljóst er að tilgangurinn með skírninni í öllum tilfellum hlýtur að vera að losa barnið eða þann fullorðna sem skírist við eigingirnina. Þetta er ekki nógu skýrt útskýrt á þennan veg af guðfræðingum, því það er svo innihaldslaus og fordómafullur frasi að segja að skírnin eigi að hreinsa börn eða fullorðna undan heiðnum anda. Þar með er verið að segja að öll börn fæðist heiðin en ekki kristin, og gefið í skyn að skaparinn sé heiðinn frekar en guð kristninnar.

Eina skýringin á skírninni sem virkar er að hún eigi að frelsa undan eigingirninni, nokkuð sem hún gerir aldrei, miðað við að nútíminn er troðfullur og stútfullur af eigingirni sem aldrei fyrr.

Fólk var gott í gamla daga vegna þess að það ólst upp við erfiðar aðstæður. Það er ein af stóru blekkingunum í nútímanum að mótlæti herði hvorki né bæti, heldur eigi að forðast allt mótlæti í uppeldinu.

Það eru aðeins foreldrarnir sem geta beitt réttum aga og tyftun, með hæfilegri ástúð í bland. Áfangaheimi og meðferðarstofnanir sem nú er svo mikið fjallað um í fréttum þar sem ofbeldi var viðvarandi vandamál eru allt saman kommúnískar stofnanir. Þar var kuldi en ekki ástúð, og það var vandamálið. Agi og tyftun verða aðeins til bóta þar sem hvatning og ástúð eru með í uppeldisaðferðunum.

Þakklæti á fullorðinsárum verður til þegar börnum er kennt að lífið er ekki dans á rósum og að nauðsynlegt er að fyllast af þakklæti. Ég þekkti mann sem var mikið karlrembusvín og ég nefni hann ekki á nafn, en hann var reiður útí allt og alla og taldi alla skulda sér eitthvað, og lét reiðina bitna á sínum nánustu, eiginkonunni og fleirum.

Femínistar eru fullir af þessum sama reiðianda í raun, það er þessi tilfinning að vera fullur af sjálfsvorkunn, telja aðra hafa farið illa með sig, sem oft er ýkt skynjun og tilfinning.

Í raun er þetta spurning um að telja sér trú um eitthvað með sjálfsefjun, eða aðrir telja manni trú um eitthvað í pólitískum tilgangi.

Konum var kennt að gera uppreisn gegn feðraveldinu til að kommúnistar og jafnaðarmenn kæmust til valda, hinir sönnu arðræningjar.

Hamingjan er hugarástand og sjálfsefjun.

Ég fer kannski betur útí þetta seinna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 188
  • Sl. viku: 664
  • Frá upphafi: 127207

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 507
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband