Ónæming?

Það kom mér skemmtilega á óvart að Metoomálin tvö, kirkjan og Flokkur fólksins og umdeildir menn þar innanborðs fengu ekki mikla umfjöllun á RÚV eða Stöð 2 um helgina. Það var fjallað um þetta á föstudaginn og þar áður, en ekkert núna á sunnudaginn og lítið á laugardaginn.

Séra Gunnar Sigurjónsson á sitt stuðningsfólk og ekki eru allir sannfærðir um að hann sé eins hræðilegur maður og óvinir hans vilja vera láta. Svo eru það þessir menn á lista Flokks fólksins, á fréttavefnum Mannlífi kallar Hjörleifur Hallgríms Herbertsson þær svikakvendi sem koma með ásakanirnar á þá, einn af hvatamönnum flokksins á Akureyri. Það er tákn um breytta tíma að nú er tekið viðtal við hann, sem borinn er sökum, en ekki Öfga eða önnur femínistafélög og talsmenn þeirra. Það er vissulega hann sem er auga stormsins í þessu Metoomáli innan Flokks fólksins, ásamt nokkrum öðrum. Inga Sæland styður konurnar, en þessu er vísað til lögreglurannsóknar og hún ásamt honum styðja það ferli.

Sú var tíðin að Metoomálin voru fyrstu fréttir allsstaðar. Það er ekki lengur þannig. Það er komin einhver þreyta í fólk í sambandi við þetta. Jafnvel var ekki eitt orð um þetta á föstudaginn í Hringbraut á fréttavaktinni, þegar farið var yfir fréttir vikunnar, merkilegt nokk, daglega fréttaþættinum þeirra. Hringbraut er jú sjónvarpsútgáfa Fréttablaðsins, en femínisminn er sennilega allsstaðar að detta úr tízku, ekki bara hjá Fréttablaðinu og DV.

Á laugardaginn á RÚV var fyrsta frétt á dagskrá viðtal við Sjöfn Evertsdóttur sem fjallaði um ofbeldi barna og unglinga gegn foreldrum sínum, þarft mál og tímabært að beina athygli að því.

Það var hún sem kom með nýyrðið sem ég vitna í og nota sem yfirskrift þessa pistils. Hún talaði um ónæmingu gagnvart svona ofbeldisfréttum, hversu mikið og oft er búið að ræða um eitthvað slíkt og fólk er farið að lýjast, lítill árangur.

Ég hef svo sem ekkert á móti því að þetta nýyrði sé notað, en orðið ónæmi nægir reyndar alveg, en ónæming hljómar örlítið fyllra og fagmannlegra, þannig að það er bara prýðilegt orð yfir þetta.

En getur verið að fjölmiðlafólk og jafnvel þjóðin öll sé komin með ónæmi fyrir Metoofréttum og jafnvel ofnæmi?

Það er nú eðli byltinga að þegar þær hafa heppnazt verður byltingafólkið óþarft og snýr sér að öðru, og félög þess eru lögð niður.

Sú breyting hefur vissulega orðið á Metoomálunum enn fremur að bæði dómstólar taka þetta meira og betur til greina en áður og einnig eftirlitsteymi innan kirkjunnar og sambærileg félög sem vinna að innra eftirliti hér og þar.

Þessu til stuðnings vísa ég í þá ánægju sem konurnar sýndu í fjölmiðlum að biskupinn skyldi taka umkvartanir þeirra til greina og þetta teymi innan kirkjunnar sem fjallar um svona mál. Einnig kom það mörgum á óvart að Ingó veðurguð tapaði meiðyrðamálinu með þeim rökum að meiðyrðin gegn honum væru mikilvæg í samfélagsumræðu um byltingu í samfélaginu. Ekki er hægt að segja annað en að Öfgar hafa náð árangri og sambærileg félög og ættu að geta hrósað happi. En á sama tíma og bylting þeirra er hér um bil unnin er eins og fólk sé farið að sjá fleiri hliðar á málunum, að gerendurnir svonefndu eru líka menn og þolendur líka um leið jafnvel.

Því er spurningin þessi, eru Metoomálin eins og Covid-19, pest sem gengur yfir og hjarðónæmi myndast gegn femínisma og Metoohneykslum, eða verða þessi mál eins og umgangspestir sem ganga yfir þjóðina reglulega án þess að neitt verði gegn því hægt að gera?

Eða er búið að bólusetja þjóðina fyrir þessu með of mikilli reiði og heift í of langan tíma þannig að athyglin og áhuginn beinist annað? Vonandi. Þetta er mannskemmandi og ekki kirkjunni til sóma, þar sem fyrirgefningin er kennd, ástin og kærleikurinn eiga að vera alltumlykjandi þarna. Séra Gunnar Sigurjónsson hefur reynzt mörgum vel sem prestur, þótt hann sé galgopi og óvenjulegur prestur, með áhuga á kraftlyftingum og mótorhjólum.

En RÚV og Stöð 2 hafa breytt um stefnu. Kannski eru þessi mál að verða hallærisleg þrátt fyrir allt.

Ónæming fyrir ofbeldisfréttum í fjölmiðlum, hvort sem það eru svona fréttir eða aðrar. Þetta orð Sjafnar Evertsdóttur römmuðu þetta inn og hittu alveg í mark. En það er líka allt annað hvað kallað er ofbeldi nú en áður. Miklu fleira er kallað ofbeldi en áður, réttilega eða ekki.

Annars var viðtalið við Sjöfn á laugardaginn mjög merkilegt. Hún sagði að kerfin til að bregðast við þessu væru komin yfir þolmörk. Það þýðir gríðarlega fjölgun í málaflokknum. Hvað er að í þjóðfélaginu, er ekki þörf á að ræða það meira? Mjög gott hjá RÚV að beina athyglinni að þessu frekar en síbyljunni í óhamingjusömum konum, femínistum og slíkum.

Almennt er það talið gott ráð að fólk líti í eigin barm sem mest og reyni að bæta sjálft sig. Einnig held ég að Píratar og Samfylkingin hafi eitthvað breytt um stefnu í þessu, og séu eitthvað örlítið að slaka á í þessum efnum.

Það getur ekki verið að fólk vilji útrýma körlum úr kirkjunni og stjórnmálum, en sumir fá það á tilfinninguna þegar þessi mál komast í hámæli.


mbl.is Krefjast afsagnar formanns Prestafélags Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Já, fréttir samtímans (og stjórnmál) eru ódulið ofbeldi og að mestu rangsnúningslistir.

Guðjón E. Hreinberg, 20.9.2022 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 108
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 772
  • Frá upphafi: 130357

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 578
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband