13.9.2022 | 01:26
Það skásta í dagskrá RÚV um helgina voru rokktónleikar með Rolling Stones í Ríó árið 2006
Ég gaf mér loksins tíma til að horfa á tónleika Rolling Stones í Ríó árið 2006 sem voru á RÚV um helgina. Á RÚV er dagskráin orðin svo leiðinleg og stöðnuð, svo vinstrisinnuð og föst í sama farinu að ég nenni yfirleitt aldrei að horfa á kvikmyndir þar lengur. Ég nenni að horfa á Kappsmál og Gísla Martein, þar er lifandi menning, þótt hún sýni aðeins örlítið brot þjóðarinnar sem mest er í sviðsljósinu, og með röngum pólitískum skilaboðum. Það verður að hafa það, skárri þættir eru varla í boði í íslenzku sjónvarpi lengur. En aftur að Rolling Stones í Ríó 2006, mjög góðir tónleikar. Þeir voru tiltölulega unglegir og í toppformi, söngur, hreyfingar og hljóðfæraleikur. Þarna voru þeir heldur ekki búnir að missa Charlie Watts. Þessir tónleikar sýna að þeir eru enn meðal beztu rokkhljómsveita heims, tónleikaband sérlega gott.
Þegar ég kom reglulega fram á tónleikum fyrir rúmlega 10 árum á Melodica Accoustic Festival sem Svavar Knútur, trúbadorinn sem syngur svo ljúflega, bauð mér á árlega var ég vanur að spila smellina mína og slagarana mína síðast, alveg eins og Rolling Stones gerðu þarna.
Það er ekki gott að vera innhverfur og hlédrægur þegar maður syngur í hljóðnema fyrir framan fólk. Þó hefur mér oft tekizt að skapa frábæra stemmningu, þegar ég hef flutt grípandi stuðlög eftir sjálfan mig, eins og "Engar umbúðir", til dæmis, eða "Björgunarlag".
Síðan hefur það oftar jafnvel gerzt að fólk hefur ekki greint orðaskil og farið að skvaldra, sérstaklega á pöbbunum þar sem ég hef komið fram. Ef maður flytur lög sem eru lengri en 5 mínútur og jafnvel upp í 10 mínútur eða meira með engu viðlagi missir fólk oft þolinmæðina. Áhuginn fyrir góðum textum er ekki meiri en þessi, því miður.
En Bob Dylan gat gert þetta, hann var kennarinn í vönduðum textum og bókmenntalegum.
Það er margt við menninguna sem mér finnst ekki spennandi nú til dags og minnkar áhuga manns á að reyna að gefa út tónlist eða spila á tónleikum. Menningunni hefur hnignað svo mjög með femínismanum að hún er svo að segja hrunin og orðin að engu.
En að sjá þessa tónleika með Rolling Stones rifjar upp fyrir mér hvað það var sem dró mig að þessu upphaflega, draumurinn um að verða ekta rokkstjarna, með svona grúví sándi og troðfullum sal af æstum aðdáendum. En til að verða alvöru rokkstjarna þarf maður ekki bara hæfileika heldur allskonar kringumstæður sem virka og aðstoðarfólk á hverju strái.
Maður þarf sem sagt hvatningu til að láta til leiðast aftur að taka þátt í þessum skrípaleik og darraðadansi sem þetta er. Annað sem alltaf hefur verið heillandi við tónlistina er að þarna er Satan með allt á útopnu, eins og annarsstaðar þar sem opinber kynning er, netið, menning, listir, kirkjurnar, stjórnmálin, allsstaðar þarsem lygar og blekkingar blómstra og koma fólki til áhrifa og valda, osfv, allsstaðar þar sem hægt er að ná tökum á fólki, og það er heillandi að berjast gegn því valdi, en erfitt.
Fæstir virðast gera sér grein fyrir að Satan er að verki og púkar hans svo víða. Kristið fólk sumt að vísu, en svo margt hefur spillzt í trúmálum að maður getur spurt sig hversu mikið er þar óspillt og heilagt eftir. Jú, sumsstaðar að vísu eitthvað.
Mér finnst karlremban eiga fullan rétt á sér, karlamenningin og allt þetta sem femínistar berjast ranglega gegn, enda þarf ekki að efast um hver talar í gegnum femínista, Satan.
Í minni barnæsku sótti ég styrk og athvarf í plöturnar hennar mömmu, og sýrutónlist ásamt hippatónlist leiddu mig inní dularheima. Lagið "Strawberry Fields Forever" með Bítlunum til dæmis hafði mikil áhrif á mig.
Seinna kynntist ég tónlist Bob Dylans og Megasar. Þá fór ég að fást við þetta sjálfur. Það sem ég fattaði með tónlist Bob Dylans og Megasar að maður getur sungið um sársaukann, og þar með var komin brú fyrir mig til að tjá eitthvað annað en falska ást. Sem krakki skildi ég ekki ástarsöngvana sem 90% tónlistarmanna notuðu. Orðin voru eins og klisjur án merkingar.
En kvæði Bob Dylans og Megasar voru eins og litróf, þar sem hægt var að upplifa fleira en eina vídd. Þar kom að mér fannst þóknun í því að tjá eitthvað slíkt, og eftirsóknarvert að verða listamaður.
En það er nokkuð langt síðan list hætti að vera til og menning raunveruleg á Vesturlöndum. Ef maður er listamaður er maður það fyrir sjálfan sig. Ef maður er fyrir hringleikahús getur maður þénað eitthvað smávegis á því að selja sig fyrir Myrkravöldin, annars ekki.
Reyndar held ég að Björk sé undantekning á þessari reglu. Mér finnst hún sannur listamaður sem hefur verið trú sinni köllun í gegnum alheimsfrægð og auðlegð, en þó er hennar tónlist reyndar aðeins of nútímaleg fyrir minn smekk og tölvuvædd, en ég skynja það að hún er einlæg og fer sínar eigin leiðir.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 155
- Sl. viku: 703
- Frá upphafi: 133249
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 505
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér að afþreying í dag er orðin gerilsneydd af því sem flestir hafa áhuga á. Til að mynda á Netflix er sci-fi þáttur með tímaflakki, byrjaði vel en er farinn að snúast um transgender karakter, ekki nenni ég að horfa á það. Pönkið opnaði mikið á að semja texta um málefni sem varðaði fólk almennt, þótt vissulega var það byrjað á 6. áratugnum. Í dag hins vegar er búið að útvatna þetta aftur og enginn þorir að segja eitt eða neitt í rokklögum. Textar sem hafa enga tilvísun í daglegt líf fólks (eða sérvisku).
Alltaf eru til undantekningar og ein írsk hljómsveit kemur þar sterkt inn. Hér er tengill á texta þar sem hljómsveitin Fontains D.C. líkir meðferð á ungu fólk á Írlandi við útrýmingu. Vildi óska að það væri meira af svona textasmiðum hjá ungum rokkböndum í dag. https://www.youtube.com/watch?v=YffdCMm6bZQ
Rúnar Már Bragason, 13.9.2022 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.