11.9.2022 | 09:37
Gréta Thunberg er góð fyrirmynd
Of margt fólk er á jörðinni og of mikil orkuþörf er hjá þjóðunum, orkufrekur iðnaður, lífsstíll kónga og drottninga fyrir almenning, á meðan reynt er að jafna alla, lækka rostann í elítunni, kóngum og drottningum og forsetum.
Sú var tíðin að vinstrimenn notuðu umhverfismálin sem tromp á hægrimenn, sem afneituðu hamfarahlýnuninni og vildu endalaust meiri gróða. Þetta var siðferðislegt tromp sem átti að sýna hvað kapítalistarnir væru vondir en jafnaðarmennirnir góðir.
Nú er þetta líka orðið viðkvæmt mál fyrir jafnaðarmenn og vinstrimenn, því það sýnir svart á hvítu að aðferðir elítunnar hafa ekki dugað. Það eru engar ástæður eftir til að kjósa vinstriflokka og jafnaðarflokka, því hægriflokkarnir svonefndu bjóða það sama, stuðla að jöfnuði á milli fátækra og ríkra, bótaþega og auðjöfra, bjóða flóttamenn velkomna, þykjast sinna umhverfismálum á yfirborðinu, nema hægrimenn eru skilvirkari og gera þetta hraðar en vinstrimenn einatt.
Ef eitthvað er til sem allir ættu að geta sæzt á þá er það að vinna gegn hamfarahlýnuninni og annarri mengun. Annað er fjöldasjálfsmorð. Til hvers að vinna að mannréttindamálum ef jörðin sem hýsir fólkið getur það ekki lengur?
Lengi hef ég gert mér grein fyrir mikilvægi umhverfisverndar, frá unglingsárunum. Þetta er það baráttumál sem hefur fylgt mér lengst. Enda er það alltaf að verða brýnna að sinna því.
Loftslagsmál smættuð niður í orkumál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 51
- Sl. sólarhring: 140
- Sl. viku: 763
- Frá upphafi: 125354
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 603
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.