10.9.2022 | 15:16
Saga um frumkvöðul, sem fór ásamt samstarfsmönnum sínum með töfraformúluna að bláum Ópal yfir móðuna miklu
Aðdáendum blás Ópals get ég sagt að einn frændi minn í móðurættinni stofnaði það fyrirtæki árið 1944 ásamt tveimur öðrum. Það fyrirtækið rann saman við Nóa Síríus árið 1995 en árið 2021 keypti norska fyrirtækið Orkla Nóa Síríus, sem hefur leiðandi stöðu víða.
Ég man eftir því að þegar ég var ungur voru erlendu sælgætisfyrirtækin ekki ráðandi á íslenzkum markaði. Það var helzt þegar fólk kom úr Fríhöfninni sem útlent sælgæti kom á heimilið.
Frændi minn, Jón Guðlaugsson í Ópal, bróðir langömmu minnar, fann ekki upp súkkulaðihjúpinn en hann kom að uppfinningum upprunalegu Ópalgerðanna og þeirri bláu líka þar með. Þannig að við Íslendingar höfum lengi átt frumkvöðla á þessu sviði.
Það var ekki endilega vandamál að krakkar væru að ofnota sælgæti áður fyrr. Börnin voru nefnilega ekkert alltaf að fara í búðir né fengu þau að kaupa hvað sem var, og höfðu takmarkaða vasapeninga.
Amma mín Sigríður Tómasdóttir dó 1985, þá var ég 15 ára, en hafði alizt upp á því heimili frá barnæsku, fyrir utan 5 ár hjá mömmu og stjúppabba annarsstaðar.
Það var alltaf fiskur og kjöt og hollur matur á boðstólnum hjá henni, meðal annars hvalkjöt, en þegar gjafasendingar komu frá þessum frænda mínum voru þær ekki lengi að klárast. Börn urðu að hlýða foreldrum sínum og ekki þýddi að nauða í þeim.
Þetta var auðvitað allt öðruvísi á heimili mömmu og pabba. Þar var meira frjálsræði og agaleysi.
Þessi frændi minn var bæði ákveðinn og viðfelldinn í senn. Maður bar óttablandna virðingu fyrir honum.
Mér datt aldrei í hug að blár Ópall yrði frægur þegar ég yrði eldri, eða eftirsóttur þannig að lykilbragðefnin í hann finnast ekki og framleiðslu er hætt.
Ég man vissulega eftir bragðbreytingunni þegar framleiðslunni var hætt 1982 og klóroformútgáfan kom 1984. Mér fannst alltaf klóroformútgáfan verri, sú yngri.
Ég skil ekki að enginn hafi spurt þessa snillinga, þessa þremenninga sem stofnuðu fyrirtækið, frænda minn og hina tvo hvaða framleiðsluleyndarmál bjó þarna að baki. Þeir voru þöglir um það.
Hvar væri Coca Cola fyrirtækið í dag ef það hefði týnt sinni töfraformúlu?
Annars er það sorglegt fyrir okkur Íslendinga þegar okkar upphaflegu og blómstrandi fyrirtæki eru keypt af erlendum risafyrirtækjum.
Dauðans della að Danir hafi verið fyrstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 89
- Sl. sólarhring: 102
- Sl. viku: 754
- Frá upphafi: 127381
Annað
- Innlit í dag: 77
- Innlit sl. viku: 564
- Gestir í dag: 74
- IP-tölur í dag: 71
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.