10.9.2022 | 07:27
Reykjavík og Svíþjóð - sama syndrómið, að kjósa böðla sína
Fyrirsögnin sem lýsir þessari staðreynd, að "hnífjafnt er milli fylkinga í Svíþjóð", segir okkur að ekki er allt með felldu. Vinstriflokkarnir hafa ekki unnið til neins annars en að þurrkast úr í Svíþjóð. Hversvegna fá þeir þá helming í skoðanakönnunum og komast jafnvel að og ná völdum eftir kosningar? Er til betri sönnun fyrir samsæri sem hefur heppnazt og gengið upp, lýðstjórnunarsamsæri? Veruleikinn er sönnunin, kosningahegðunin.
Svíar eru fórnarlömb alþjóðavæðingarinnar og stöðugs áróðurs. Margsinnis er búið að ræna sigrinum af Svíþjóðardemókrötum með fordómum og hatri í þeirra garð, en sá flokkur er eini flokkurinn í Svíþjóð sem EKKI er öfgaflokkur (vinstriöfgaflokkur).
Svíþjóðardemókratar eru rödd skynseminnar í Svíþjóð og þeirrar stefnu sem telst íhaldssöm og hefðbundin.
Tilhneigingin til að grafa hausnum í sandinn eins og strúturinn gerir hefur stjórnað Svíum frekar en raunsæið. Draumsýnin um frið og hrikaleg arfleifð Olofs Palme í þessa öfgaátt skipta einnig máli.
Það er sama hvernig úrslit kosninganna verður. Vandamálin verða ekki leyst í Svíþjóð með auðveldum hætti né annarsstaðar. Það hatur sem íhaldssamt fólk og raunsætt hefur mátt þola sem hefði getað hjálpað hefur valdið óendanlegum skaða og gert ýmsa óvinnufæra, hatursfulla, einangraða, eða komið fólki í gröfina, sérstaklega í kófinu.
Það skiptir jafnvel ekki svo miklu máli hvort Svíþjóðardemókratar komast í stjórn eða ekki. Svíþjóð er svo gegnsýkt af rangri stefnu að ekki virðist nein björgunarvon.
Tal um frjálsar kosningar er móðgun við allt raunsæi. Svíar eru hjörð sem hlýðir böðlum, og þannig erum við Íslendingar líka eins og Vesturlönd öll.
Eigum við ekki bara að búast við sigri vinstriflokkanna í Svíþjóð einsog annarsstaðar?
Og þó. Nú eru blikur á lofti. Efnahagsþrengingar breyta stjórnmálaástandi landa og þjóða. Ef kreppan verður ekki djúp og mikil sem byrjuð er, þá heldur vinstristefnan áfram að ríkja, með klækjabrögðum. En "við fengum hjarðhegðun en ekki hjarðónæmi" eins og menn komust að, og einn ágætur bloggari orðaði það. Æ minni von fyrir mannkynið.
Hnífjafnt milli fylkinga í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 161
- Sl. sólarhring: 162
- Sl. viku: 769
- Frá upphafi: 133240
Annað
- Innlit í dag: 100
- Innlit sl. viku: 568
- Gestir í dag: 89
- IP-tölur í dag: 88
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.