9.9.2022 | 14:29
Ný vísindi, hvað gerðist fyrir Miklahvell, er hægt að efast um hann?
Ég var að lesa umfjöllun um erlenda vísindagrein. Vísindamenn eru farnir að telja sig sjá lengra fram í tímann en að Miklahvelli og farnir að efast um hann. Ein af ráðgátunum sem þeir glíma við er sú að meira virðist af efni en andefni í þeim alheimi sem unnt hefur verið að mæla. Í upphafi mun hafa verið jafn mikið af efni og andefni.
Vitnað er í vísindakonuna Yanou Cui, prófessor í eðlisfræði og stjörnufræði, hún telur að yfirgengileg þensla hafi átt sér stað á undan Miklahvelli og orsakað margt af því sem vísindin eru að fást við núna.
Snorri Óskarsson fjallar um eitthvað svipað, kannski frá sömu vísindamönnum. Hreyfing er komin á Miklahvellsfræðin.
En hvort þetta sannar tilvist Guðs er annað mál. Svo ég haldi áfram að fjalla um það sem ég las um í þessari vísindagrein, þá heldur vísindakonan því fram, Yanou Cui, að útþenslualheimurinn hafi hegðað sér eins og orkuvíxlunarumhverfi, sem hafi búið til þungar nýjar eindir og komið af stað víxlverkun þeirra. Þetta kemur reyndar fram í fréttatilkynningu frá því í gær um vísindaefni.
Í þessari heimsmynd er engin þörf fyrir Guð eða guði eða gyðjur og ekki minnzt á þvílík öfl eða goð, en þeir sem kjósa að færa goðin inní jöfnuna geta gert það, og það er ekkert endilega ótrúlegra eða óvísindalegra en að trúa á þessi langsóttu fræði sem venjulegur leikmaður á erfitt með að gera sér í hugarlund og verður að taka langsóttar skýringarnar trúanlegar eða ekki frá þessum hámenntuðu vísindamönnum (og konur eru líka menn).
Talið er að útþenslualheimurinn hafi verið allt að 10 billjón sinnum stærri en nokkur manngerður hverfill einda. Sú tala er jafnvel vantáætluð, og gæti verið mun stærri, tel ég.
En það er pláss fyrir Guð, guði eða gyðjur í þessum fræðum. Hér er verið að fjalla um svo stór og stórkostleg fyrirbæri að venjulegar skýringar og náttúrulögmál duga ekki til. Yfirnáttúrulegt virðist þetta vera.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 57
- Sl. sólarhring: 134
- Sl. viku: 769
- Frá upphafi: 125360
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 607
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst þessi kenning skemmtilegri. https://youtu.be/hRhtBSW9p1k
Helgi Viðar Hilmarsson, 9.9.2022 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.