9.9.2022 | 04:14
Arfur Elísabetar drottningar er skyldurækni, mjög mikilvæg dyggð
Ég ber virðingu fyrir konungsríkjum vegna þess að þau byggjast á aldagömlum hefðum. Þau eru margvísleg, en fyrirkomulagið er sögulega mjög merkilegt. Lýðræðið hefur reynzt misgott eftir löndum og tímum þótt sumir haldi mikið uppá það.
Ég vona að arfur Elísabetar drottningar lifi vel og lengi, hún var vissulega merkileg kona og sérlega hæfileikarík, henni tókst að sameina þegna brezka heimsveldisins á aðdáunarverðan hátt og vera sameiningartákn á tímum hinna nýju tízkustrauma og sundrungarafla, sem ekki allir eru færir um, fjarri því.
Þrátt fyrir að elzta þing í heimi sé íslenzkt, er okkar þjóð bernsk að mörgu leyti. Konungsveldin færa þjóðunum sjálfkrafa nokkurskonar samfellu, sé virðingin fyrir þeim til staðar.
Hún var að sjálfsögðu drottning Bretlands allt mitt líf, og á tímum Thatchers og Falklandseyjadeilunnar var hún áhrifarík og svo eftirminnileg þegar Díana prinsessar var umdeild sem uppreisnargjörn með því að umgangast fólk af lægri stéttum, eða þegar hún lézt langt fyrir aldur fram árið 1997, og Elísabet þótti ekki sýna viðbrögð fljótt.
Vonandi að við lærum af arfleifð þessarar merkilegu og hæfileikaríku konu, en skylduræknu umfram allt, að hefðarfesta er kostur og nauðsynleg, sérstaklega sem mótvægi við uppreisnargirni yngri kynslóða.
Hún var hugrökk kona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 63
- Sl. sólarhring: 124
- Sl. viku: 775
- Frá upphafi: 125366
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 613
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Breska heimsveldið liðaðist í sundur fyrir margt löngu og konungsríkin í Evrópu eru lýðræðisríki.
Og eins og Ísland var á árunum 1918-1944 er Ástralía sjálfstætt konungsríki, þar sem Elísabet Bretadrottning var þjóðhöfðingi beggja ríkjanna.
Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands árið 1920:
"1. gr. Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn."
Samkvæmt sambandslagasamningi Íslands og Danmerkur frá árinu 1918 varð Ísland fullvalda og sjálfstætt ríki 1. desember 1918 og Danmörk og Ísland voru frá þeim tíma tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama þjóðhöfðingja.
Og í sambandslagasamningnum 1918 sagði að hvenær sem væri eftir árslok 1940 gæti hvort sem væri Ríkisþingið danska eða Alþingi krafist endurskoðunar laganna.
Yrði nýr samningur ekki gerður innan þriggja ára eftir að krafan kæmi fram gæti hvort þingið sem væri fellt sambandslögin úr gildi.
"Í ríkjum með þingbundinni konungsstjórn er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins og leiðtogi löggjafarvaldsins en þjóðhöfðinginn beitir einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar."
Danmörk, Svíþjóð og Noregur eru öll með þingbundna konungsstjórn.
Í Bretlandi er einnig þingbundin konungsstjórn og Elísabet II. Bretadrottning var þjóðhöfðingi Bretlands og fjórtán annarra ríkja í Breska samveldinu, þar sem hún tilnefndi landstjóra sem hefur táknrænt gildi.
Þessi ríki eru því einnig með þingbundna konungsstjórn, til að mynda Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland.
Elizabeth II
Þorsteinn Briem, 9.9.2022 kl. 07:37
Þetta er rétt hjá þér Þorsteinn Briem. Þingbundin konungsstjórn er orðið sem ég hefði átt að nota. En þótt drottningin hafi verið táknræn sem slík er það virðingin fyrir henni sem minnir á forna tíma.
Margt í okkar stjórnarskrá er talið arfur frá konungstímanum undir Danaveldi.
Þrátt fyrir að konungsríkin í Evrópu séu lýðræðisríki og um sé að ræða þingbundnar konungsstjórnir breytir það ekki því að fólk er vissulega farið að tala um lýðræðisformið sé aðeins að forminu til virkt, sömu flokkarnir kosnir aftur og aftur og fólk fær lítið að segja um stjórn landsins.
Sumt í þessum pistli mínum var ekki nógu skýrt fram sett og ágætt að fá þetta innlegg frá þér til að minna á það. En pistli mínum var ætlað að benda á að konungsríkin með einræðiseinkennum sínum eru ekki endilega svo ólík lýðræðisríkjum sem talin eru ríki þar sem fólkið hefur áhrif, á meðan fólkið kvartar um spillinguna á alþingi.
Ég vissi það sem þú fjallar um, en pistill minn er þannig orðaður að það kemur ekki skýrt fram og ég dáist að konungsríkjahefðinni í honum og efast um muninn á lýðræði og konungsríki, en boðskapur pistilsins hjá mér er samt augljóst, að þjóðhöfðinginn, hvort sem það er forseti eða kóngur eða drottning getur verið mikilvægur sem sameiningartákn og til að minna fólk á hefðirnar.
Ingólfur Sigurðsson, 9.9.2022 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.