Fólk sem eyðir eigin jörð, ljóð 18. maí 2022.

Fólk sem eyðir eigin jörð

ekki skapar gæfukarma.

Lít ég fleiri larma.

Loki togar, klækjabrögðin,

firrtu, grimmu flögðin,

fögur heilla þræl.

Trúum títt á stæl,

trúðabylgjan hörð.

Fjöldans vald er villa,

varla er þar rétt gæfuhilla.

Uppreisn gerðu í anda þínum,

ætíð reyni í mínum.

 

Mammon heimtar mengun enn,

og meiri völd og jarðarríki.

Heilmynd hans í líki

heillar þig og lætur kjósa.

Á máli mildra rósa,

muntu kjósa rétt?

Kyrrist þann við klett?

Komast skjól í menn?

Steinast þjóðir stjarfar,

stundum virðast jafnvel þarfar,

allt þó hefst með einum manni,

sem elskar starf með sanni.

 

Fyrirgefur guð þinn slíkt?

Geta menn svo heyrt rétt boðin?

Finnst sú friðarstoðin?

fjöldinn eykst en þrælkast meira,

um heiminn vill ei heyra.

Helja þetta er.

Friður burtu fer,

flest allt lifir sýkt.

Hundar Heljar gelta,

hörkudræsur tíðzku elta.

Samvitzkuna sæktu þína,

síðan Guð mun skína.

 

 

Orðskýringar:Larmur tár, frönskusletta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Nú eru vizkubrunnar að segja að þurrkar í kína séu að mannavöldum. Kínverjar hafa ógnað mannkyni með covid veiru, 5g sendum og allskonar viðskiptabrellum. Ekki má gleyma hvernig þeir hafa dælt inn á markaði feik dóti ýmiskonar.

Nú er Almættið að kenna þeim smá lexíu, og kannski skilja þeir hana ekki og Almættið tekur þetta þá bara alla leið.

Loncexter, 5.9.2022 kl. 18:24

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já Almættið má alveg refsa fleirum en okkur í vestræna heiminum. Við höfum komið mjög illa útúr Covid-19 eiturhernaðinum. Svo mikið er víst að enginn sleppur undan hamfarahlýnuninni svo Kínverjar sem ætlar að reisa fleiri orkuver og ættu að athuga þetta betur. 

Ingólfur Sigurðsson, 6.9.2022 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 61
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 870
  • Frá upphafi: 134723

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 588
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband