Þýzka ríkisstjórnin er algerlega samstíga Bidenstjórninni í aðgerðapökkum. Demókratar eru allsstaðar eins greinilega.

Nú berast fréttir frá æ fleiri löndum þar sem svonefndir "aðgerðapakkar" eru samþykktir upp á milljarða og billjarða til bjargar ríkjunum og löndunum, hvort sem það er í Ameríku eða í Evrópu. Bidenstjórnin hefur verið iðin við þessa aðgerðapakka sína til að koma baráttumálum í gegn og fjármagna miklar áætlanir. Þessir aðgerðapakkar eru eiginlega einkenni kommúnismastjórna nútímans og jafnaðarstjórna nútímans.

Það er svo sem augljóst að hefðbundin vinstristjórnmál leiða til svona lausna, útþensla ríkisins og rándýr stefnumál efnd.

Ég vil þó minna á mikinn samfélagsrýni sem lézt á þessu ári, hann Jóhannes Björn Lúðvíksson, en hann var búinn að benda á að þessi stjórnsýsla vinstrimanna og jafnaðarmanna væri að búa til aðstæður fyrir kreppur og vandamál í framtíðinni.

Donald Trump gerði þveröfugt, í hans stjórnartíð efldist hagvöxtur sem aldrei fyrr.


mbl.is Aðgerðapakki sem nemur 65 milljörðum evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður vissi ekki að ríkisstjórn Viktors Orbán í Ungverjalandi væri vinstristjórn og þar er verð á bensíni niðurgreitt á bensínstöðvum til bifreiðaeigenda sem eru með ungversk bílnúmer. cool

"Viktor Mihály Orbán (born 31 May 1963) is a Hungarian politician who has been Prime Minister of Hungary since 2010; he was also Prime Minister from 1998 to 2002.

He has also been President of Fidesz, a national conservative political party, since 1993, with a brief break between 2000 and 2003."

Fólk sem býr í Evrópusambandsríkjunum greiðir misjafnlega háa orkureikninga, enda er Evrópusambandið ekki eitt ríki.

Undirritaður greiðir til að mynda jafnvirði eitt þúsund íslenskra króna á mánuði fyrir gas og rafmagn í hundrað fermetra og fjögurra herbergja íbúð með fjögurra metra lofthæð í miðborg Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. cool

Og þessi orkureikningur mun ekkert hækka næsta árið. Það eru nú öll ósköpin og þetta er heldur ekki há upphæð fyrir Ungverja.

Norðmenn selja raforku til Evrópusambandsríkjanna og græða á hærra orkuverði. cool

Orkufyrirtæki eru í mörgum tilfellum í opinberri eigu í Evrópusambandsríkjunum, rétt eins og hér á Íslandi, og græða nú á tá og fingri með hækkandi orkuverði.

30.8.2022 (síðastliðinn þriðjudag):

Langmesti hagnaður Landsvirkjunar á hálfs árs tímabili - Um 19 milljarða króna hagnaður á fyrri hluta ársins cool

Evrópusambandsríki hafa því skattlagt orkufyrirtæki sérstaklega vegna hækkunar orkuverðs, þannig að greiðendur orkureikninganna fá endurgreiddan stóran hluta af orkuverðinu. Og það á einnig við um Bretland, þar sem Íhaldsflokkurinn er nú við stjórnvölinn.


4.9.2022 (í dag):

"Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að ekki standi til að taka lán til að fjármagna þessar aðgerðir. Það verði að hluta til gert með hvalrekaskatti á orkufyrirtæki sem hafa sýnt verulegan hagnað að undanförnu vegna hækkandi orkuverðs." cool

Þýsk stjórnvöld kynntu 65 milljarða evra efnahagsáætlun í morgun

Noregur er á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eins og Þýskaland og getur einnig lagt á sérstakan skatt á orkufyrirtæki til að endurgreiða raforkukaupendum stóran hluta af raforkuverðinu.


Verð á bensíni á bensínstöðvum í Noregi er hins vegar með því hæsta í heiminum, hvort sem þar er hægristjórn eða vinstristjórn, enda þótt Noregur sé níunda stærsta olíuútflutningsríki heimsins. cool

Og fiskverð í verslunum hér á Íslandi er mjög hátt, enda þótt við Íslendingar flytjum út gríðarlega mikið af fiski.

4.9.2022 (í dag):

"Norska orkufyrirtækið Equinor sér fram á methagnað á þriðja og fjórða ársfjórðungi í ljósi hækkandi orkuverðs. Hagnaðinum verður varið í skynsamlegar fjárfestingar. cool

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Teodor Sveen-Nilsen, sérfræðingi fjárfestingabankans Sparebank1 Markets, að hagnaðurinn verði allt að 70 milljarðar dollara á seinni hluta ársins, jafnvirði um tíu þúsund milljarða íslenskra króna."

"Sveen-Nilsen segir Equinor geta nýtt hagnaðinn til að komast nær markmiðum sínum um að bæta 12-16 gígavöttum af endurnýtanlegum orkugjöfum við forðabúr sitt fyrir árið 2030." cool

Methagnaður orkufyrirtækis í Noregi vegna verðhækkana

Þorsteinn Briem, 4.9.2022 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 18
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 736
  • Frá upphafi: 118514

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 564
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband