3.9.2022 | 00:32
Loka klappa helzt, ljóð, 16. maí 2022.
Valdhygli, sérgæzka, vörn þeirra smáu,
veröldin, mannfólk og þjóðin sem ann.
Stéttir berjast, leyfa lygð,
Loka klappa helzt.
Komast áfram ei þeir háu?
Aðeins svívirt bragð af lágu?
Skárri heima skyldur sáu,
skratti í heim þann velst.
Kemur að þeim stjarfi, styggð,
stundum finnur engan mann.
Ranglátir dómar og rökhyggjuskortur,
reynslan ei metin að verðleikum þar.
Öfund, minnimáttarkennd,
mannýg grimmdarnaut.
Ætíð nær á toppinn tortur,
treindur burtu sérhver þortur.
Áður varð af ást hver snortur,
allt hið bezta þraut.
Ókind sú var ekki tennd,
aldrei finnur réttlátt svar.
Önnur er vitundin, eigendur manna
upp þeir nú líta ei stjarnanna til.
Femínistum fjarstýrt enn,
fæstir skilja það.
Þurfa gæði og gæzku að banna,
guðdóm ekki lengur kanna,
hverfur loks í fáleik fanna,
finnur engan stað.
Falla í villur maðkar, menn?
Mengun flónsku varla skil.
Orðskýringar: Tortur, eitthvað stutt, lítið, eða lítilsigld mannvera. Þortur: Kjarkur, þor, áræðni. Snortur: Sá sem verður fyrir áhrifum. Hrifnæmur einstaklingur.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 8
- Sl. sólarhring: 421
- Sl. viku: 860
- Frá upphafi: 153781
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 433
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.