Hættan á gjöreyðingu sjaldan verið meiri en á okkar tímum.

Þær fréttir komu í vikunni sem létu mér ofbjóða framferði Rússa og Úkraínumanna, að kjarnorkuverið í suðurhluta Úkraínu var án rafmagns í sólarhring og ef ekki hefði komið til vararafstöð hefði þarna orðið mesta umhverfisslys sögunnar, miðað við að Tjsernobyl slysið 1986 er oft talið versta umhverfisslys sögunnar, og þó er hitt mun stærra, það stærsta í Evrópu.

Í frétt kemur fram að "innviðir kjarnorkuversins hafa skemmzt, hætta er á vetnisleka og leka geislavirkra efna, eldhættan er mikil."

Bjarni Jónsson lýsir því í nýjum pistli hvernig heimsvaldastefna Rússa kemur beint úr fortíðinni, og passar ekki við nútímann. Áherzla þeirra á kjarnorku kemur einnig beint úr fortíðinni, og að neita að skrifa undir afvopnunarsamning kjarnorkuvopna, og að byggja kjarnorkuver í Ungverjalandi.

Það sem mér finnst þó einna bezt við pistil Bjarna Jónssonar er hvernig hann gagnrýnir ESB harðlega þar einnig og hvernig stefna þess er orðin fasísk, gengur þvert á réttindi og sjálfstæði ríkjanna, landanna.

En hvað er hægt að gera í sambandi við Rússa? Þeir eru orðnir að stórhættu ekki aðeins fyrir lýðræði og frelsi heldur tilveru allra jarðarbúa. Að vísu verður maður þá einnig að viðurkenna ábyrgð Úkraínu og Vestursins sem hefur espað upp þetta stórhættulega vopnaveldi sem Rússland er og gereyðingavopnaveldi, því miður, sem það er.

Þó hefur Pútín leyft að eftirlitsaðilar skoði kjarnorkuverið í Úkraínu. Frétt kom um það, og fannst mér undarlegt að ekki fannst mér þeir nógu fljótir á staðinn, töldu það tæki nokkra daga, en fyrst leyfin eru fyrir hendi ætti það ekki að þurfa að taka langan tíma.

Þótt að mér sé farið að ofbjóða drápin á Úkraínumönnum og sprengingar nálægt kjarnorkuverum af Rússa hálfu og einnig hvernig þeir brenna gasi sem annars hefði hjálpað Þýzkalandi að komast í gegnum veturinn þá er ég ekki sammála að lausnin til friðar sé að senda hergögn og annað til Úkraínu.

Ég er ekki sannfærður um að Pútín haldi áfram að gera árás á fleiri lönd þrátt fyrir allt, ef hann næði Úkraínu. Það er mögulegt en ekki fullvíst.

Framferði Rússa er fullkomlega forkastanlegt, að hætta á kjarnorkumengun af þessari stærðargráðu, að fórna mannslífum heldur gróflega í tvísýnu stríði, að brenna gasi, og margt fleira. Engu að síður stendur það eftir að stríð eru ekki háð nema báðir aðilar séu ósveigjanlegir, og Úkraína hefur öll Vesturlönd sem bakhjarl, og að egna mann eins og Pútín, það er ábyrgðarhluturinn sem er ófyrirgefanlegur hvað Vesturlönd varðar.

Ég hef oft skrifað um það og geri það hér enn. Kjarnorkuslys eða kjarnorkustyrjöld verður ekki aftur tekin. Slíkt þurrkar út stóran hluta mannkynsins ef ekki mannkynið allt. Miðað við brjálæðislegt framferði Pútíns gæti hann verið líklegur til að beita kjarnorkuvopnum sem hann á meira en nóg af, sýklavopnum eða efnavopnum þessvegna.

Að Úkraína falli öll undir vald Rússa verður aftur tekið þegar Pútín fer frá völdum og einhver friðsamari kemur í hans stað. ÞETTA ER EITT AÐALATRIÐIÐ. 

Að semja við brjálaðan einræðisherra eins og Pútín getur verið skynsamlegra en að stefna öllu á tæpasta vað, og enda kannski með tapað spil að lokum, eða einhverja skelfilega atburði sem munu gjörbreyta öllu lífinu á jörðinni.

Yrði það rökréttur endapunktur á lífi mannkynsins og syndum þess að gjöreyðing verði afleiðing þessa stríðs?

 


mbl.is Stórslysi af völdum geislunar afstýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 664
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 504
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband