Að láta Úkraínumenn berjast fyrir sig

Selensky er sannfærður vestrænusinni og leikari að atvinnu upphaflega eins og Jón Gnarr. Almenningur í Úkraínu hefur verið beggja blands í afstöðu til Rússa og Vesturlanda, samkvæmt fregnum, en hefur væntanlega snúizt gegn Rússum eftir innrásina meira. Ekki eru það rangar fréttir að stór hluti þeirra stríðandi fylkinga sem harðastar eru gegn Rússum í Úkraínuherjunum eru öfgamenn, hægriöfgamenn og harðlínuþjóðernissinnar, en þannig eru margir í Rússlandi einnig, og skoðanirnar ekki allar eins, menn halda með sínu móðurlandi, og sinni ríkisstjórn.

Í bloggfærslum Einars Björns Evrópufræðings er margt fróðlegt. Í færslum frá marz 2014 er hægt að fræðast um það að hann kemst að þeirri niðurstöðu að búast megi við því að Rússar reyni að komast yfir Donetsk og Luhansk, jafnvel Odessa, sem gerðist 8 árum síðar, nú 2022.

Það má spyrja sig hvort Úkraína væri nú öll rússnesk ef Pútín hefði gert innrásina 2014 eða 2015 í staðinn fyrir 2022? Ljóst er að hernaðarundirbúningur og varnarundirbúningur Úkraínumanna hefur gert þeim mótspyrnuna mögulega ásamt vestrænni hjálp, gríðarlegum fjármunum og vopnasendingum, í pólitískum tilgangi, til að vestræn gildi vinni á en tapi ekki.

Hallur Hallsson, sagnfræðingur og fyrrverandi fréttamaður á RÚV var í mjög áhugaverðu viðtali á Útvarpi Sögu fyrr á árinu þar sem hann lýsti því hvernig NATÓ væri með staðgengilsstríð í Úkraínu, að úkraínskir hermenn væru notaðir sem fallbyssufóður fyrir vestræn gildi. (Fallbyssufóður er líkingamál, þarsem ekki eru fallbyssur notaðar lengur).

Svona skarpa stríðslýsingu þarf oftar, þar sem aðalatriðin eru dregin fram, hvernig mismunandi hugmyndafræði liggur til grundvallar þessum skelfilegu átökum.

En það sem ég hef alltaf sett spurningamerki við er þetta, hversvegna eru Natóþjóðir að skipta sér af þessu? Þetta minnir því miður á upphaf heimsstyrjaldanna, þegar þjóðir skipuðu sér í fylkingar.

Úkraínubyltingin 2014 sýndi svart á hvítu hvernig úkraínska þjóðin er klofin í stuðningi við Vesturlönd og Rússland. Það er mikið hættuspil fyrir Vesturlönd að taka svona þátt í þessum átökum með vopnasendingum og gríðarlegum fjáraustri.

Við vitum hvernig stríðsátök og hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Afganistan lauk, með sigri Talíbana. Víetnamstyrjaldirnar eru einnig minnisstæðar, en aftur og aftur rekur maður sig á það að verið er að troða vestrænum gildum inn, verja vestræn gildi, eða beina athyglinni frá vandamálum innanlands með stríðsrekstri eða stuðningi við stríðsrekstur utanlands.

Eins og það séu til einhver ein vestræn gildi. Eins og ekki sé nóg að einbeita sér að átökum innanlands. Trump var með þá friðsamlegu stefnu að einbeita sér að hagvexti innanlands, og uppskar miklar vinsældir margra, en einnig fjandskap fjölmenningarbrjálæðinganna og öfgafemínistanna, sem sjá rautt við slíkan boðskap.

Mér finnst að Úkraínumenn og Rússar ættu að slíðra sverðin og semja frið. Pútín ætti að átta sig á því að hann rekur ekki út öll vestræn áhrif í Rússlandi með innrás í Úkraínu og Selensky sem dýrkar og þráir Vesturlönd ætti að átta sig á því að fullkominn sigur Úkraínumanna er mjög hæpinn, á meðan stríðið geisar. Hann ætti að átta sig á því að samkomulag við Rússa og málamiðlun er eina skynsamlega lausnin.

En Joe Biden og demókratar ættu að slaka á þeim ótta sínum að vestræn gildi séu að tapa í heiminum. Eins og Trump mætti hann beina athyglinni meira að vandamálum innanlands.


mbl.is 421 milljarður í aðstoð til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 92
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 127384

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 565
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband