10.8.2022 | 04:30
Gott að reynt er að berjast gegn hamfarahlýnuninni í Bandaríkjunum
Loksins fréttast einhverjir sigrar á ferli Joe Bidens. Þrátt fyrir að hið samþykkta frumvarp sé útvatnaðra en ætlunin var er þetta í samræmi við stefnumál Demókrataflokksins, umhverfismál og jöfnuður, hjálp til handa þeim fátækari, skattar á þá ríku.
Allir forsetar eru misjafnir og Biden þar með. Sumt tekst honum og annað ekki. Heiftarlegar árásirnar á Donald Trump eru þeim ekki til sóma, vinstrimönnunum þar vestra.
Ég held að það sé ljóst að einungis miklir hæfileikamenn fá á sig aðrar eins árásir og Donald Trump, menn sem geta breytt heiminum, sem skipta virkilegu máli fyrir pólitíkina og mannkynið.
Bæði áhlaupið á þinghúsið og að hafa ekki skilað öllum skjölum embættisferils síns á skjalasöfnin eru nokkurskonar formsatriðabrot, að hafa ekki fylgt hefðum í hvívetna og að hafa farið frjálslega með vald sitt, og nokkuð útfyrir valdsvið forsetaembættisins. En stundum er sagt er að mikilmenni fari frjálslega með hefðir til góðs. Það þýðir þó ekki að alltaf eigi að fara gegn hefðum, en slík tilvik geta fundizt. Um það er deilt og um það má deila í hvaða tilfellum það er, í pólitískum tilgangi einatt. Á sama tíma hafa öfgafullir fylgismenn Demókrata verið að brjóta niður styttur og minnismerki af virðulegum mönnum sögunnar, og hvað er það annað en að fara gegn hefðum og að svívirða söguna? Bara af því að Trump var forseti og ekki Demókrati er honum allt fundið til foráttu af þessu hatursfulla öfgaliði Wokehreyfingarinnar.
En ég held að Joe Biden sé ágætismaður þótt hann sé innanum hýenur. Allavega styð ég hann og áherzlur Demókrata í umhverfismálum og gegn hamfarahlýnuninni.
Frumvarp gegn loftslagsvánni samykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 42
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 545
- Frá upphafi: 132117
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 439
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.