Byggingaframkvæmdir, rask á álfabyggðum kemur líka af stað náttúruhamförum og stríðum. Mannkynið er sinn eigin tortímandi.

Ef maður veit um staði á landinu sem ætti að friða geta verið ýmsar ástæður fyrir því að maður láti ekkert uppi um það. Sumir af þessum stöðum eru enn svo ginnheilagir að jafnvel enginn núlifandi maður kann að virkja þá eða nýta til fulls og það er ekki bara slæmt heldur afleitt.

Magnús Sigurðsson bloggari er einn af fáum sem botna í svona færslum.

Þekkingin á hugtakinu hörgur er svo til engin í nútímanum, hvorki hér né utanlands. Ekki nóg með að enginn viti með vissu hvað fór þarna fram heldur veit enginn hvað orðið merkir nema að hluta til eða merkti eða hvaðan það er komið. Samkvæmt orðsifjabók Blöndals að minnsta kosti. Ég get þó sagt með fullri vissu að opinber skýring á þessu orði nær ekki nema til um það bil eins prósents að merkingunni og uppruna orðsins. Enda er það hluti af leyndardómnum.

Nú skal það athugað að orðið hörgur er skylt orðinu hörgull, eða skortur á upplýsingum, því allt í sambandið við hörgana var leyndardómur, jafnvel fyrir rúmlega 1000 árum á okkar landi og annarsstaðar.

Fyrsti misskilningurinn sem verður á vegi manns í sambandi við Ásatrú og forn fræði af þessu tagi er sá að hér var ekki um trúarbrögð að ræða, ekki í nákvæmlega sama skilningi og þegar nútímatrúarbrögð eru skilgreind og undirgefni við guðdóminn er undirstöðuatriði hjá hinum trúaða sem tilheyrir trúfélaginu.

Það er vegna þess að einungis lítill hópur manna hafði þekkingu á viðfangsefninu og  var undirgefinn, meiri kröfur voru gerðar til þessa hóps en til presta nútímans jafnvel og vald þeirra var meira yfir náttúru, forlögum og mannfélaginu.

Engu að síður hélzt samfélagið heiðna saman með skýrum reglum og margt í okkar menningu þangað sótt.

Það sem fræðimenn hafa flaskað á er þetta að leita ekki fanga nógu langt aftur í fortíðinni til að skilja þessa menningu.

Drúíðarnir keltnesku og valvarnir íslenzku og völvurnar tilheyra sömu hefð og skyldleikinn mjög mikill á milli, þarna er óslitin lína þekkingar og hefða.

Það væri til bóta ef staðir væru friðaðir þar sem hörgar og hof voru. Í sambandi við nytsamlega og hagnýta beitingu þeirra afla sem þarna eru er þó ekki hægt að lofa fullkomnum árangri.

Ég er þó hneigður til hagnýtra skilgreininga, hvernig það er Íslendingum og öðrum til hagsbóta að friða svona staði, eða jafnvel nýta þá með beizlun kraftanna.

Álfar sem verða fyrir röskunum af brölti okkar mannanna hafa mismunandi tækifæri og völd til að hefna sín eða leita réttar síns alveg eins og við mennirnir.

Það er einungis þar sem hörgar og hof voru, eða mikilvægar álfabyggðir sem það gerist að raskanir á álfabyggðum valda meiriháttar breytingum og skaða í mannheimum, eins og stríðum eða náttúruhamförum, breytingum á stjórnmálum eða aukningu í skilnuðum, og fleira.

En þetta er ekki svona einfalt samt. Það er ekki hægt að lofa því að jafnvel þótt allar álfabyggðir landsins yrðu friðaðar myndi allt fara vel, stríð hætta og náttúruhamfarir einnig. Bæði er um að ræða krafta sem verða að hafa sinn gang og svo er um að ræða hegðun okkar mannanna, þroska okkar og þróun, örlög okkar og innsæi, hæfileika og samskipti okkar við æðri og óæðri verur, góðar og vondar. Þetta er mjög flókin mynd, en of mikil einföldun er ekki til bóta.

Það var haldin ráðstefna álfa á Íslandi í sumar. Hún var mjög fjölmenn. Tók innan við mánuð á okkar mælikvarða, en tíminn líður öðruvísi þar. Stóratburður raunar sem fór framhjá langflestum, og sjaldgæfur atburður að auki, en tilefnin voru næg til að af þessu yrði.

Eins og mig grunaði varð útkoman ekkert sérstök. Minnir á það sem gerist á jörðinni, mikið talað, minna ákveðið. Þó er ég ekki frá því að eitthvað hafi orðið skárra á sumum sviðum, en slæma stöðu er ekki hægt að bæta, ef okkur mönnunum er um að kenna, okkar vandræði í umhverfismálum, til dæmis.

En eins og ég segi, það væri til bóta ef ákveðnir staðir yrðu friðaðir.

Það er eitt í þessu sem er ekki til bóta. Að byggja kirkjur þar sem hörgar voru áður er ekki öllum að skapi, bæði þessa heims og annars. Þó skal það að vísu tekið fram að mjög skemmtilegar undantekningar eru á þessu þar sem slíkt hefur verið til hagsbóta fyrir flesta aðila. Þá finnst þeim jafnvel skárra að fá íbúðarhús og venjulegt fólk stundum þar sem þeirra hús eru og svæði, en ekki ef verið er að eyðileggja álfabyggðir eða trufla starfsemi þeirra með of miklum framkvæmdum.

Orkulínurnar og allt það koma mjög við þetta mál. Það er sérlega truflandi fyrir álfa að búa þar sem fólk með truflandi orku eða starfsemi er á ferðinni. Ég veit að fólk getur ekkert að þessu gert og við það sjálft er ekki að sakast, en svona er þetta bara. Það eru of fáir sem sjá og skynja álfa nú til dags og það er ekki til bóta fyrir þessi samskipti.

Þessi orka er lausn á öllum orkuvandamálum mannkynsins. Þetta er andleg kærleiksorka en það þarf einnig að virða landið, álfa, landvætti, huldufólk og framliðna til að fá aðgang að þessari kærleiksorku.

Að hafa ekki skoðanafordóma er lykillinn fyrsti, að gagnrýna eigin flokka eins og aðra flokka, Jesús kom til að sameina en ekki til að sundra, það gerði ég líka.

Að vita að stríð nú til dags snúast um annað og meira en pólitíska hagsmuni, að lyfta sér yfir það. Að viðurkenna réttindi árásaraðilanna, nálgast óvinina í kærleika, sjá þeirra hlið á málunum, komast að samkomulagi og semja um frið, þetta er hægt og þetta er mögulegt.

 


mbl.is Umbrot gætu fylgt aukinni virkni nærri borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 53
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 790
  • Frá upphafi: 127486

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 563
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband