G6
Alls staðar er böl,
G6
alls staðar er böl,
G6
og alls staðar er eymdin.
Okkar líf er böl,
okkar líf er böl
og alls staðar er eymdin.
Okkar líf er kvöl,
okkar líf er kvöl
og alls staðar er eymdin.
Mennirnir velja það ranga,
mennirnir velja það ranga
og alls staðar er eymdin.
Mennirnir kunna ekki að lifa,
mennirnir kunna ekki að lifa
og alls staðar er eymdin.
Mennirnir kunna ekki að hugsa,
mennirnir kunna ekki að hugsa
og alls staðar er eymdin.
Mennirnir gera aðeins það sem er rangt,
mennirnir gera aðeins það sem er rangt
og alls staðar er eymdin.
Mennirnir geta ekki stjórnað sér,
mennirnir geta ekki stjórnað sér
og alls staðar er eymdin.
Mennirnir kunna ekki fótum sínum forráð,
mennirnir kunna ekki fótum sínum forráð
og alls staðar er eymdin.
Alls staðar er sársaukinn,
alls staðar er sársaukinn
og alls staðar er eymdin.
Alls staðar er ranglætið,
alls staðar er ranglætið
og alls staðar er eymdin.
Þetta ljóð er dægurlagatexti og birtist á hljómdisknum:"Hið mikla samband" eftir mig frá 1999. Ég býst við að hann hafi selzt einna bezt af mínum tóndiskum.
Blúsinn er talinn uppistaða rokksins og poppsins og þessvegna þurfa allir tónlistarmenn að kynna sér hann.
Boðskapur textans eða ljóðsins er eitthvað á þá leið að fólkið sem mest stundar erlend hjálparstörf ætti að sjá eymdina á Íslandi einnig, allskyns óhamingju, vímuefnaneyzlu, þunglyndi, sjálfsmorð, sjúkdóma, örorku, elli, einmanaleika, skilningsleysi, ástleysi, barnleysi, lélegt uppeldi, rifrildi á milli fólks og samskiptaleysi, þannig mætti lengi telja.
Í þessum texta eða í þessu ljóði eru einnig heimspekilegar spurningar um hinn frjálsa vilja, hvort fólk stjórni sér sjálft eða láti stjórnast af tízkunni eða öðrum eða hvort fólki er fjarstýrt frá öðrum hnöttum, öndum eða fólki á okkar eigin jörð.
Í þessum einföldu en djúpu setningum er allskyns speki sé vel að gætt.
Grunnspekin er þó hluti af Nýalsspekinni, að helstefna ríki á jörðinni, samkvæmt dr. Helga Pjeturss, en hljómdiskurinn er allur um þau fræði.
Líf okkar er böl á meðan kærleikurinn gæti verið meiri, nándin meiri milli fólks og samstillingin. Í því ljósi er rétt að skoða þessar setningar.
Að velja það ranga er einnig vísun í stjórnmálin. Að Guðmundur Franklín skyldi hvorki kosinn forseti né inná þing er alveg til vitnisburðar um þetta.
Að kunna ekki fótum sínum forráð, þetta á við um svo margt í fortíð, nútíð og framtíð, hægt er að vísa í nýjustu fréttir, fólk þarf að gæta sín á gosstöðvunum nýju, gasmengun er þarna hættuleg, og hraunið nálægt ásamt sprungum.
Alls staðar er ranglætið, jafnvel í okkar réttarfarskerfi er hægt að benda á ranglæti, þegar einum hópi er hampað tapar annar hópur, aukin völd femínista minnka völd karla og drengja, og þar er víða óréttlæti sem afleiðing.
Alls staðar er sársaukinn. Ekki er auðvelt að mæla sársaukann. Fullyrt er að fólk án tæknivæðingar og nútímaþæginda hafi það verra en við, barnadauði, tíðar barnsfæðingar, hungur og slíkt, hjá býsna mörgum. Samt er notkun þunglyndislyfja gríðarleg á Íslandi og í Vestrinu.
Það bendir til þess að sársaukinn sé jafnvel meiri í Vestrinu en hann var fyrr, ekki minni að minnsta kosti.
Svona ljóð eins og þetta eða söngtexti er ekki ætlaður sem þunglyndislegt innlegg, heldur sem vísun í það sem mælir gegn ýmsu sem talið er bezt og rétt í okkar heimshluta, áminning um hinar hliðarnar á málunum.
Og þessvegna er ekki hægt að telja það allt upp. Gott ljóð er opið fyrir sem víðtækustu túlkunum. Vonandi að þetta sé þannig.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 504
- Frá upphafi: 132076
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 403
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.