3.8.2022 | 07:30
Reiðin í athugasemdakerfum DV
Það opinberar skuggahliðar mannanna að lesa athugasemdir í DV oft. Þar er algengt að fólk helli úr skálum reiði sinnar yfir Trump, þótt hann sé ekki lengur forseti. Það vaknar sá grunur að ekki sé þetta fólk ánægt með sitt eigið líf og hafi því þörf fyrir að ráðast á Trump eða að það sé á einhverju, eins og sagt er.
Til dæmis þegar Trump er kallaður trúður eða hann hafi framið glæpi gegn mannkyninu. Eða þegar hann er sagður vera með elliglöp þannig að hann muni varla neitt. Þarna er nefnilega verið að snúa flestöllu sem andstæðingar Joe Bidens segja um hann uppá Trump og það er sérlega lélegt.
Til dæmis er það næstum útilokað að Trump eða Repúblikanar hafi fundið upp Covid-19. Og vel að merkja, þessi frétt sem kom nýlega um að vísindamenn "teldu sig loksins vita" hvaðan Covid-19 kom, úr leðurblökum en ekki tilraunastofum, hún ætti að sannfæra alla um að veiran er manngerð, annars væri ekki reynt að hrekja það, þarna er sannleikur sem elítan á erfitt með að reyna ekki að hrekja.
Ef venjulegur lesandi notar rökhyggjuna og spyr sig hverjir séu líklegastir til að hafa fundið upp Covid-19, þá er það strax ljóst. Hvaða hópar hafa mest talað um þörfina á því að fækka mannkyninu? Jú, Demókratar, jafnaðarmenn, vinstrimenn, ofstækisumhverfisverndarsinnar en ekki Repúblikanar og hægrimenn. Bill Gates er meðal þeirra, og hann er með þeim ríkustu í þeirra hópi, og hluti af lyfjabransanum.
Ef Donald Trump er sekur um eitthvað þá er það gagnvart sinni eigin þjóð, að hann hefði mátt bregðast hraðar við þegar faraldurinn var að brjótast út, með einhverjum aðgerðum, sem ég veit ekki hverjar hefðu átt að vera, því ekki dugðu bóluefnin neitt, eða sáralítið, eða gerðu skaða, að margra áliti. Annars er það næstum ómögulegt að hemja svona faraldur í risastóru landi eins og Ameríku, nema með kínverskum aðferðum, loka fólk inni, sjóða fyrir dyrnar og eitthvað slíkt, en Bandaríkjamenn þola ekki slík mannréttindabrot á sér. Ekki enn að minnsta kosti, hvað sem síðar verður, ef vinstristefnan heldur áfram að eflast í heiminum.
Trúðshugtakið hefur verið notað um Joe Biden ekki síður en um Trump, og oftast held ég að Biden hafi verið talinn með elliglöp en Trump, en slíkt er erfitt að meta, hægt er að kalla margt því nafni í hegðun og útliti og það er næstum smekksatriði.
Nýaldarhreyfingin kennir fólki að fyrirgefa sjálfu sér og setja sjálft sig í fyrsta sæti, eða sumt innan þeirrar hreyfingar. Femínistar hafa margir tekið þann boðskap uppá sína arma, og konur yfirleitt.
Þessvegna spyr maður sig, hvernig stendur á því að margir femínistar og jafnaðarmenn lifa ekki samkvæmt því, heldur finna óvini í náunganum, forseta Bandaríkjanna og ýmsum öðrum? Getur verið að þetta fólk sé óhamingjusamt og geti ekki fyrirgefið sjálfu sér, og geti þar af leiðandi ekki fyrirgefið öðrum, Donald Trump og fjölmörgum öðrum sem tilheyra feðraveldinu, að þeirra áliti?
Annars fór ég að virða og skilja kristna trú alveg á dýpri hátt þegar ég las bókina Himinn og Hel eftir Emanuel Swedenborg. Hann var uppi á endurreisnartímanum, en mjög kristinn maður.
Hann leggur áherzlu á allt annað en húmanistar og jafnaðarmenn. Hans boðskapur er að maður eigi ekki að setja sjálfan sig í fyrsta sæti, heldur náungann og Guð. Það held ég að sé sígilt kristileg túlkun á tilverunni. Það var sú kristna trú sem ég fékk að kynnast í bernsku. Sá kærleikur nær dýpra en húmanisminn, því auðvitað þarf maður að fyrirgefa sjálfum sér til að geta elskað aðra. Sagði ekki Kristur að maður ætti að elska náungann eins og sjálfan sig? Það þýðir að maður verður að virða og elska sjálfan sig upp að einhverju marki til að geta elskað aðra.
Það er staðreynd en ekki samsæriskenning að það flýtur allt í dópi á Íslandi nú um stundir. Fer dópið vel með fólk? Nei. Ætli það séu ekki margir "á einhverju" sem hatast útí Trump og fleiri sem reyna að fletta ofanaf spillingu?
Jú það er rétt að Trump er mjög langt frá því að vera fullkominn. Samt þurfti mann eins og hann til að koma samsæriskenningum fram í dagsljósið, og koma virkilegri gagnrýni á vinstriöflin og glóbalismann uppá yfirborðið.
Jafnvel þótt óvinir hans ráðist á hann af fullum þunga og komi honum í tugthúsið verður ekki hægt að afsanna allt sem fólk hefur lært á vegferðinni síðan hann varð forseti.
Gleymum því ekki að menn geta risið upp eftir fangavist aftur, sterkari en nokkrusinni fyrr. Þó efast maður um að Trump endist aldur til að til að eignast annað pólitískt líf eftir slíkt, eða verða fjörgamall maður og halda bæði andlegum og líkamlegum styrk eftir slíkar þrekraunir, ef það verður.
En hitt er þó alveg víst, "Orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getur", og hatur óvinanna getur ekki eyðilagt góðan orðstír Trumps eða annarra.
Segir Trump hafa reynt að taka í stýrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 18
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 622
- Frá upphafi: 132075
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 515
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Framboð og úrval ,,dóps" á íslandi hefur snarlagast með fjölmenningunni.
En engin má vita (Þöööööögn)
Loncexter, 3.8.2022 kl. 16:07
Takk fyrir góða athugasemd Loncexter. Það er ýmislegt sem mætti betur fara í okkar menningu. En það er algjört bann við því að nota aðferðir trúarinnar í pólitík jafnaðarmannanna eða lausna sem byggja á Biblíunni, því miður, en allt er þetta hluti af sama vandanum. Kærleikann vantar og í staðinn koma reglur Evrópusambandsins.
Skammstöfunin DV þýðir margt misjafnt fyrir fólk. Stundum eru þarna ágætis greinar og fróðlegar, en þarna er líka áhugavert að lesa pólitíska pistla sem fara lengra í vinstriöfgunum en annarsstaðar.
Maður veit að margt var betra í gamla daga. Afhverju geta ekki ungar kynslóðir litið á það hlutlausum augum og yfirgefið sinn tíðaranda, eða að hluta til, þegar hann er ekki til bóta?
Ingólfur Sigurðsson, 3.8.2022 kl. 22:15
Tek undir þetta, Trump stendur þeim framar í öllu en kýs að láta vera að stilla honum upp í samanburði við þá fyrri. Sumt verður kyrrt að liggja.
Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2022 kl. 02:38
Takk fyrir innleggið og athugasemdina Helga. Já, það er margt viðkvæmt í kringum Trump. Hann hefur látið orð falla og þeir sem eru á móti honum sem gera þetta að viðkvæmu máli. Ég reyni að vera málefnalegur og benda á það með rökum þegar fólk lætur tilfinningarnar stjórna sér eins og andstæðingar hans sem ég fjalla um hér. Ég reyni að benda á það nákvæmlega sem mér finnst rangt en ekki bara nota uppnefni.
Það eru því miður kannski meiri líkur á miðjumoðsforseta frá Repúblikönum næst, eða enn meira af Demókrötum og Joe Biden. Bara Trump var öðruvísi og því umdeildur. Mjög eftirminnilegur, og friðsamari en Demókratarnir sem sumir lofa.
Annars á sem mest málfrelsi og tjáningafrelsi að ríkja. Það eru vinstriöflin sem reyna að segja að hitt og þetta sé bannað að tjá sig um. Maður reynir að fara eftir því, en gramur, og auk þess er þeirra réttarfar komið útá tún. Það er orðið að fasisma, jafnaðarfasisma.
"Oft má satt kyrrt liggja", sagði amma. Gömlu kynslóðirnar voru meira fyrir þöggun. Mamma reifst við hana og amma var sárreið útí mömmu fyrir að vera ekki nógu kvenleg, osfv.
Ég var sammála ömmu oftast. Mjög góð kona.
Ingólfur Sigurðsson, 5.8.2022 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.