2.8.2022 | 00:07
Það er hægt að búast við ýmsu
Í sambandi við þessa jarðskjálfta, mögulegt gos og jarðhræringar er nauðsynlegt að það komi fram að sumir vísindamenn hafa sagt að vel megi búast við talsvert stærri skjálftum, sérstaklega á Bláfjallasvæðinu. Þar verða víst suðurlandsskjálftar uppá 7 jafnvel, og byggðin hefur aldrei verið svona þétt þegar það hefur gerzt. Að vísu eru húsin sterkari nú en áður. Samt þola þau ekki hvað sem er, og hætta er á að vatnslagnir springi og þá þarf vatnsveitan að loka fyrir í götum um leið, og fólk þarf að hringja í neyðarlínu eða yfirvöld ef það lendir í slíku, sem gæti orðið í mjög stórum skjálfta.
Eins og komið hefur fram eru stærstu skjálftarnir ekki tengdir gosinu heldur vegna spennunnar í jarðskorpunni sem er fyrir hendi og á eftir að losna. Helzt myndi ég vilja búa hjá ættingjum mínum í Trékyllisvík fyrir norðan eða á austarlega á landinu þegar hrinurnar eru svona skarpar og hægt er að búast við enn stærri skjálftum eða eldgosum nærri byggð.
Vert er að líta á þetta þannig að skjálftar sem tengjast gosum geta komið af stað virkilega stórum skjálftum, sérstaklega núna þegar mjög langt er síðan stór suðurlandsskjálfti varð. Þessi sem varð árið 2000 mun ekki hafa dekkað nema brot af kraftinum, þannig að hægt er að búast við ýmsu.
Svo er einnig mögulegt að þessi hrina deyi út eða endi með gosi, en þeir telja að þessi umbrot muni þó standa yfir í langan tíma, þetta óróatímabil.
Jarðskjálftahrina sá stærsti 4,8 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 17
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 621
- Frá upphafi: 132074
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.